Hið ljóta ljóta leyndarmál

Hvað er það sem við fáum ekki að vita um IceSave? Ég hef lengi haft það á tilfinningunni að það sé eitthvað í þessu máli sem þjóðin fær ekki að vita um. Eitthvert ljótt leyndarmál.

Fyrir fjórum vikum skrifaði ég þessa athugasemd:

Hvert leyndarmálið er veit ég ekki. Kannski það sama og fékk Steingrím til að taka U-beygju í IceSave og AGS, þó það hafi ekki dugað til að snúa Ögmundi. En þarna eru greinilega upplýsingar sem við óbreyttir kjósendur höfum ekki aðgang að. 

Stundum þurfa tiltekin gögn að vera trúnaðarmál. Hér er hins vegar gefið í skyn að eitthvað stórt búi að baki þvingaðri afstöðu ráðherra þessu stórmáli. Eitthvað sem mun hafa áhrif á velferð allrar þjóðarinnar.

Kannski er til einhver "skynsamleg" skýring á því hvers vegna Steingrímur Joð snérist á einu augabragði í AGS og IceSave. Á einu augabragði. Einarður stuðningur Samfylkingarinnar hefur hins vegar ekkert með skynsemi að gera, heldur drauminn um að ryðja úr vegi hindrunum á velferðabrúnni til Brussel.

Það er tæplaga ásættanlegt ef ráðherra stígur í ræðustól á Alþingi og fer með hálfkveðnar vísur. Gefur í skyn að okkur standi ógn af einhverju sem enginn má vita hvað er. Nú þarf Steingrímur að útskýra málið.

 


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frostavetur eða ísöld? Þitt er valið!

Með því að fella nýja IceSave frumvarpið væru menn "að kalla yfir sig algeran frostavetur" sagði Jóhanna Sigurðardóttir í þinginu á fimmtudaginn.

Með því að samþykkja frumvarpið væru menn að kalla yfir sig ísöld. Jóhanna nefndi það ekki. IceSave verður IceAge.

FrostmælirSamningarnir frá 5. júní hafa að geyma ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga, byggðar á umdeildri túlkun á lögum sem voru gölluð. Þar er gengið eins langt og frekjan leyfir, út yfir sanngirnis- og velsæmismörk.

Verði þeim hafnað getur það sem kemur í staðinn aldrei orðið verra. Kannski einn frostavetur, en það er þess virði til að afstýra ísöld.

Ný lög ESB um innstæðutryggingar taka af allan vafa um að gömlu lögin voru gölluð. Bretar heimta ríkisábyrgð til að "tryggja eftirá" og ESB tekur undir til að velta skaðanum af eigin handvömm yfir á íslenska þjóð.

Samfylkingin lítur á uppgjöf sem besta kost í málinu. Hún er aðgöngumiði inn í Evrópuríkið. Mesta hættan sem nú steðjar að Íslendingum er að gæluverkefni nokkurra krata skerði lífskjör komandi kynslóða.

Hvort má bjóða þér, hugsanlegan frostavetur eða ávísun á ísöld? 

Ertu ekki örugglega búin(n) að kvitta?

 


mbl.is Tíu þúsund skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að gagnrýna ESB

Þessi upptaka er með hreinum ólíkindum.

Hún er frá Evrópuþinginu í Strasbourg í gær, miðvikudaginn 25. nóvember. Og þar sem tengslin milli IceSave og ESB verða ljósari með hverjum deginum (hér) ættu menn að velta fyrir sér orðum Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag með hliðsjón af þessari ræðu.

Ræða Farage er um 5 mínútur og mjög áhugaverð, hann ræðir m.a. um "kjör" tveggja lítt þekktra einstaklinga í stór embætti hjá Evrópuríkinu. Viðbrögð forseta þingsins og orðaskipti þeirra tveggja sem á eftir fylgja eru athyglisverð og aðfinnslur forseta vægast sagt sérstakar.

 

Farage uppskar ávítur fyrir ræðuna. Rifjuðu menn upp mál sem rekið var fyrir European Court Of Justice (C 274/99) af því tilefni, en samkvæmt úrskurði telst það vera móðgandi og ósæmileg hegðun að gagnrýn Evrópusambandið. Já, það er bannað að gagnrýna ESB!

Það er alveg klárt að Samfylkingin er ekki að hugsa um IceSave (hér) heldur að komast inn í Evrópuríkið. Ríkið sem vill banna gagnrýni, sniðganga lýðræðið og afnema atkvæðisrétt fámennustu aðildarhéraðanna (hér).

 


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómannaafsláttur í 55 ár

Þessi samantekt er innlegg í umræðuna um sjómannaafsláttinn. Krafan um að fella hann niður hefur heyrst nokkrum sinnum síðustu vikur. Hún er stundum rökstudd með því að hann sé niðurgreiðsla á launakostnaði útgerðarinnar. Það er rétt að vissu marki, en á sér meira en 50 ára gamlar skýringar, sem tengjast ekkert rekstrarumhverfi útgerðarinnar í dag.

frodi_isHlífðarfatafrádráttur

Upphafið að sérstökum ívilnunum til handa sjómönnum er hlífðarfatafrádráttur sem festur var í lög árið 1954. Hann náði eingöngu til slysatryggðra fiskimanna vegna kostnaðar sem þeir höfðu umfram aðra launamenn. Hann gilti ekki fyrir alla í togaraáhöfn og ekki fyrir sjómenn á farskipum.

Fæðisfrádráttur

Sjómenn á fiskiskipum, sem þurftu að sjá sér fyrir fæði sjálfir, fengu einnig fæðisfrádrátt. Hann var líka lögfestur 1954. Þessir frádrættir voru til að jafna kjör sjómanna, en hvorki til að veita þeim umfram fríðindi eða lækka launakostnað útgerða.

Sérstakur frádráttur

Breyting var gerð 1957, í tengslum við kjarasamninga. Þá var m.a. tekinn upp „sérstakur frádráttur" í þeim tilgangi að fá fleiri Íslendinga til að stunda sjómennsku, en þriðjungur flotans var þá mannaður erlendum sjómönnum. Árið 1967 var síðan gerð sú breyting að frádrættirnir giltu líka fyrir sjómenn á farskipum. Fram að því höfðu þeir eingöngu verið ætlaðir fiskimönnum.

FiskinnminnFiskimannafrádráttur

Nýr frádráttur fyrir sjómenn á fiskiskipum var tekinn upp árið 1972, sem var 8% af launum. Árið eftir fengu hlutaráðnir beitningamenn frádrátt í fyrsta sinn. Þessi frádráttur var hækkaður í 10% árið 1975 og síðan í 12% árið 1984. Ári síðar var hann einnig veittur farmönnum.

Sjómannafrádráttur

Hlífðarfatafrádráttur og „sérstakur frádráttur" voru sameinaðir í einn sjómannafrádrátt árið 1978. Hann gilti samhliða fiskimannafrádrættinum. Reglur um fæðisfrádrátt voru áfram óbreyttar og áttu aðeins við um þá fiskimenn sem þurftu að sjá sér fyrir fæði sjálfir.

Frádrættir lagðir niður

Alls voru fjórir mismunandi frádrættir í gildi þegar mest var. Þeir voru allir lagðir niður 1987 (skattlausa árið) en í staðinn kom sjómannaafsláttur þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp 1988.

Munurinn á frádrætti og afslætti er að frádráttur kemur til lækkunar á launum (stofni) áður en skattur er reiknaður, en afsláttur er til lækkunar á reiknuðum skatti. Fyrirsögn þessarar færslu er því ekki tæknilega rétt, þannig séð.

fishingSjómannaafsláttur

Sjómannaafsláttur hefur verið óbreyttur í megin atriðum í 22 ár. Fjárhæðinni hefur verið breytt  og gerðar lítilsháttar breytingar á reglum um útreikning. Þær tengjast m.a. orlofs- og veikindarétti, lögskráningu og ákvörðun dagafjölda á smábátum. Einnig hefur verið tekist á um rétt til afsláttarins, m.a. til manna á ferjum, hafnsögubátum og dráttarbátum.

Á að leggja sjómannaafsláttinn niður?

Þessari spurningu læt ég ósvarað. Bendi aðeins á að frádrættir og afslættir vegna starfa á sjó eiga sér langa sögu og margs konar skýringar. Þeir voru ekki settir á til að spara útgerðinni launakostnað, þótt þeir geri það og hafi oft komið til tals í umræðum um kjör sjómanna og rekstur útgerða. Kvótinn var ekki heldur settur á fyrir útgerðina, en það er önnur saga.

 


ESB-skatturinn sem Jóhanna nefndi ekki

Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir réttilega þau mistök sem gerð hafa verið í pólitík og hagstjórn á liðunum árum og leiddu til hrunsins. Það kemur ekki á óvart að miðpunkturinn í þeim bjargráðum sem hún boðar er innganga Íslands í Evrópuríkið.

Í ræðu sinni talaði hún um hagsmunamál sveitarfélaganna og nefndi Finnland sem dæmi. Hún benti á styrki sem Finnar hafa fengið frá Brussel (hér). En það sem hún nefndi ekki er meðal annars þetta:

  • Finnar borga miklu meira til ESB en þeir fá til baka.
  • Vera Finna í ESB hefur kostað þá 668 þúsund milljónir króna til þessa.
  • Aðal orsök erfiðleika Finna í dag er að þeir hafa ekki sinn eigin gjaldmiðil og neyðast til að nota evruna.

Tölulegar staðreyndir um kostnað Finna af ESB-aðild má lesa hér.

Kostnaður finnsku þjóðarinnar er nú orðinn €3.619 milljónir, eða 668.200 milljónir króna á fjórtán árum. Séu öll ESB-Norðurlöndin skoðuð kemur í ljós að Danir og Svíar greiða enn meira en Finnar fyrir ESB aðildina. Nettó kostnaður þessara þriggja landa á síðasta ári var að meðaltali um €150 á hvert mannsbarn.

Ef vera Íslands í Evrópuríkinu yrði okkur jafn dýr jafngildir þetta 110 þúsund krónum í ESB-kostnað á hverja íslenska fjölskyldu á ári. Þeir peningar verða ekki sóttir annað en í vasa íslenskra skattgreiðenda. Þykir mörgum nóg komið þótt ekki verði bætt á ESB-skatti, til að fá að vera með í klúbbi sem hentar okkur engan veginn.

Þá er ótalinn stærsti skatturinn sem Samfylkingin vill leggja á þjóðina.

 


mbl.is Gagnrýnir stjórnarandstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þingmenn mættu

Í fyrirsögninni er ég ekki að tala um mætingu, heldur það að mega. Að mega hafa sjálfstæða skoðun á stórmálum. Að mega komast að sinni eigin niðurstöðu. Að þingmenn (allra flokka) megi meta hvert mál á faglegum forsendum en láti ekki flokksaga ráða...

Lítt þekktir leiðtogar

Þegar breska barónessan Catherine Ashton var skipuð viðskiptaráðherra ESB í október í fyrra töluðu sumir Evrópuþingmenn um það sem "móðgun við Evrópuþingið" að skipa einstakling sem hafði enga reynslu af viðskiptamálum. Í Bretlandi lýstu menn furðu sinni...

José vantar konur!

Það er ekki bara á Íslandi sem menn glíma við kynjakvótann. Á sunnudaginn verður ríkisstjórn Barrosos búinn að sitja full fimm ár og hann vinnur nú við að setja saman nýja stjórn. Sjálfur verður hann áfram í embætti og nú sem forsætisráðherra nýja...

Skattarnir: Önnur tekjuöflun

Í síðasta liðnum í tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum er liður sem heitir "Önnur tekjuöflun". Þar er greint frá nýjungum og breytingum í fimm liðum. Hækkun tryggingagjalds Tekjur af útgreiðslu séreignarsparnaðar Frekari breytingar...

Dýrasta símanúmer í heimi

Nokkrum sinnum á undanförnum dögum hef ég séð vitnað í Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra USA, þar sem hann sagði: Who do I call if I want to call Europe? Kissinger vissi auðvitað að Evrópa var ekki land eða ríki og sagði þetta í hæfilegri alvöru....

Kaldal á hvolfi

Leiðari Fréttablaðsins í dag er helgaður Heimssýn, sem er hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Félagsskapur fólks sem telur að hag Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins og hélt aðalfund sinn um helgina. Höfundur leiðarans, Jón Kaldal, byrjar...

Frelsi til sölu - kostar €3,5 milljarða

Efnahagsböðlar ná fram markmiðum sínum með því að lána svo háar fjárhæðir að skuldunautarnir verði efnahagslega háðir þeim. Þessu lýsti John Perkins í bók sinni um játningar efnahagsböðuls og í viðtölum hér á landi. "Seld er ást og æska mín fyrir...

„Þið hafið sýnt okkur að þetta er raunhæft markmið"

Einn af ráðherrunum í ríkisstjórn ESB fundaði í vikunni með norrænum ráðherrum vinnumála um aðgerðir til að bregðast við atvinnuleysi. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við ráðherrann (bls. 8), sem heitir Vladimír Špidla og fer með atvinnumál, félags-...

Skuldauppgjör í skjaldborgum

Það er óábyrg meðferð á fjármunum að borga skuldir sínar, sagði útrásarvíkingurinn, sem jafnframt er (sakleysislegt) andlit íslenskrar siðblindu. Bendi öllum á að smella hér og lesa greinina " Skuldauppgjör í skjaldborgum ". Hún er á blaðsíðu 12 í Tíund,...

ESB verður lagt niður eftir 19 daga

Á sama tíma og Ísland sækir um inngöngu, er Evrópusambandið lagt niður. Í staðinn verður Evrópuríkið stofnað. Það gerist eftir nítján daga. 1. desember tekur Lissabon-stjórnarskráin gildi og þjóðhöfðingi Evrópuríkisins verður kjörinn. Þó ekki af þegnum...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband