Að standa undir nafni - eða skammstöfun

Því miður virðist ekki alveg nægur tími til að koma fylgi Bjartrar framtíðar undir 5% fyrir kjördag. Hún mældist með 19% fylgi í janúar, en getur þakkað það töfum á þinglokum að kosningabaráttan er of stutt til að náist að þurrka þau út í tæka tíð.

Stærsta stefnumálið er að tryggja tveimur Samfylkingarmönnum þægilega innivinnu og að hlaupa á eftir móðurflokknum í Málinu eina. Þetta innantóma naflaframboð, sem hefur hvorki stefnu né skoðun á neinu sem skiptir máli, mun ekki tryggja neinum bjarta framtíð.

Fari fylgið undir 5% myndu þau þó standa undir skammstöfun. Framboðið notar skammstöfunina BF í merki sínu. Ef skammstöfunin BF er stimpluð á niðursuðudós eða tómatsósuflösku þýðir hún „Best fyrir" sem táknar síðasta neysludag.

Björt framtíð er álíka skaðlaus fyrir kjördag og hún yrði gagnslaust eftir kosningar. Stimpillinn BF 27.04.2013 myndi smellpassa ef þetta naflaframboð missir nóg fylgi til að koma ekki inn manni. Það er ennþá smá von.

 
Þegar maður veit ekki enn hvað skal kjósa er ágætt að nota útilokunaraðferðina. BF er eitt af þeim framboðum sem ég er búinn að útiloka, en 14 listar eru í boði í mínu kjördæmi.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ha! ég útilokaði meðan hnoðið stóð yfir.

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2013 kl. 22:06

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

HAHA godur ad vanda

Magnús Ágústsson, 27.4.2013 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband