Færsluflokkur: Dægurmál

Forsetafrúin Glanni glæpur

Þegar fyrstu vangaveltur birtust um hugsanlega frambjóðendur til forseta var leikkonan Steinunn Ólína nefnd. Það fannst mér flott hugmynd, þó ekki væri nema fyrir það að þá yrði Glanni glæpur forsetafrú.

Þrátt fyrir nafnið er Glanni enginn glæpon. Hann myndi aldrei berja tennur úr fólki eða sýna gamalli konu ruddaskap. Ekki heldur langömmu barnanna sinna. Hann veit að þá ætti hann ekkert erindi á Bessastaði.  

Glanni er nefnilega enginn ofbeldismaður, heldur meinlaus hrekkjalómur sem stríðir íþróttaálfinum. Hann gefur krökkum karamellur (þó það sé ekki nammidagur) eða hnuplar af þeim epli. Í knyttum hans leynist boðskapur og Glanni hefur fræðandi hlutverk.

Synd að Steinunn Ólína skuli ekki hafa boðið sig fram. Hún hefði eflaust sómt sér vel í embætti og Glanni glæpur verið betri kostur á Bessastöðum, eins og sagt er.


mbl.is Tæp 16.000 atkvæði komin í hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir bara stjórna

invisible_manÞetta er eins konar getraun.

===== ===== =====

Þeir eru einn ógeðfelldasti kynþáttur vetrarbrautarinnar. Ekki vondir, en skapillir, afskiptasamir, harðbrjósta skriffinnar.

Þeir myndu ekki einu sinni bjarga ömmu sinni án tilskipunar í þríriti, framsendrar, endursendrar, fyrirspurðrar, týndrar, fundinnar, rannsakaðrar, týndrar aftur, grafinnar í mó í þrjá mánuði, og endurunninnar í eldivið.

Þeir geta ekki hugsað, ímyndað sér eða stafað. Þeir bara stjórna.

===== ===== =====

Spurningin er, hverjum var þannig lýst?

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband