Ísland svipt sjálfsforræði

Að svipta einstakling sjálfsforræði er líklega stærsta löglega inngrip sem hægt er að gera í líf einstaklings, sem ekki hefur gerst brotlegur við lög. Að svipta heila þjóð sjálfsforræði gerist ekki nema lönd séu hernumin í stríði, eða ef ógnarstjórn af einhverju tagi tekur völdin, oft í kjölfar valdaráns.

Það sem taflan (neðri myndin) sýnir er ekki algjör svipting á sjálfsforræði. En þau lönd sem verst fara út úr skerðingu á atkvæðisrétti í Ráðherraráði ESB fara óþægilega nærri því. Með Lissabon samningnum er vægi atkvæða sex stærstu ríkjanna aukið verulega á kostnað hinna. Breytingin tekur gildi í lok kjörtímabilsins sem hófst í sumar.

 council_voting

Þau ríki sem eru með minna en milljón íbúa fara langverst út úr Lissabon samningnum. Ef Ísland væri nú þegar í klúbbnum væri skerðingin á atkvæðavægi Íslands 92,6% - hvorki meira né minna; færi úr nánast engu niður í akkúrat ekkert. Aftasti dálkurinn sýnir breytinguna. Aukið vægi er í bláu en skert vægi í rauðu.

Hin mikla aukning á atkvæðavægi Þýskalands skýrist af því að landið hefur sama atkvæðavægi og Frakkland, Bretland og Ítalía þrátt fyrir mun fleiri íbúa. Það á að leiðréttast með Lissabon. (Smella á myndina til að fá hana stærri.)

 

voting_changes 

Eftir breytinguna þarf 55% aðildarríkja og 65% íbúafjölda til að samþykkja ný lög. Vægið verður uppfært árlega samkvæmt íbúaþróun. Ef fjölmennt ríki eins og Tyrkland gengur í ESB minnkar atkvæðavægi smáríkjanna enn frekar.

Á sama tíma og vægi stóru ríkjanna er aukið verulega eru vetó-ákvæði (neitunarvald) felld úr gildi í fjölmörgum málaflokkum. Þetta öryggistæki smáríkjanna er tekið burt.


DÆMI - Sjávarútvegur:
Til að varpa ljósi á áhrifaleysi Íslands (0,06%) innan ESB, þá hefðu þau fimm ríki sem ekki eiga landamæri að sjó og stunda ekki sjávarútveg, 108-sinnum meira vægi en Ísland við afgreiðslu mála um sjávarútveg. HUNDRAÐ-OG-ÁTTA SINNUM MEIRA. Samt eru þetta ekkert af stóru ríkjunum!

Stórt kerfi býður upp á baktjaldamakk með atkvæði og menn geta velt fyrir sér hvort Ísland eða Spánn hafi meira að bjóða ríkjum eins og Austurríki og Ungverjalandi í slíkum hrossakaupum. Það er hægt að líta til Alþjóða hvalveiðiráðsins eftir dæmum.

Sjávarútvegur er aukabúgrein í landbúnaði innan ESB. Sjávarútvegur er það sem Íslendingar þurfa að byggja á til framtíðar. Að setja stjórn hans undir yfirþjóðlegt vald, þar sem við höfum ekkert að segja, er algjört brjálæði. Það er aðeins hænufeti frá því að svipta Ísland sjálfsforræði. 

Algjör og undantekningalaus undanþága fyrir íslenskan sjávarútveg er frumskilyrði fyrir því að menn geti svo mikið sem gælt við þá hugmynd að leyfa krötum að verða okkur til skammar með bjölluati í Brussel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sem þú ert að skýra frá Haraldur er algjörlega kristaltær STAÐREYND!!!!

Hvar er umfjöllunin í fjölmiðlum, fyrirsagnirnar í Fréttablaðinu?  Að sjálfsögðu hvergi sjáanlegar. Atkvæðisvægi Íslands samsvarar orðið sem litla fingri á Þránni Berthelssyni ef þetta væri heimfært yfir á hið háa Alþingi. Hver man ekki þegar uppáhaldsslagorð Samfylkingarinnar var  breytum sjavarutvegsstefnunni innan fra.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 20:01

2 identicon

Þau lönd sem eru ekki með sjávarútveg innan ESB fjalla ekki um sjávarútvegstefnu ESB. Kemur þeim ekki neitt við. Ekkert frekar en Íslendingum kemur við fiskveiðar í miðjarðarhafinu.

Fullyrðing þín er ennfremur byggð afskaplega hæpnum forsendum og fullyrðingum. Það sem þú vísar þarna í fjallar um atkvæðavægi innan ráðherraráðs ESB.

"

The Council of the European Union

The Council represents the EU’s member governments. Its role is largely unchanged. It will continue to share lawmaking and budget power with the European Parliament and maintain its central role in common foreign and security policy (CFSP) and coordinating economic policies.

The main change brought by the Treaty of Lisbon concerns the decision‑making process. Firstly, the default voting method for the Council will now be qualified majority voting, except where the treaties require a different procedure (e.g. a unanimous vote). In practice, this means that when the new treaty enters into force, qualified majority voting will be extended to many new policy areas (e.g. immigration and culture).

In 2014, a new voting method will be introduced - double majority voting. To be passed by the Council, proposed EU laws will then require a majority not only of the EU’s member countries (55 %) but also of the EU population (65 %). This will reflect the legitimacy of the EU as a union of both peoples and nations. It will make EU lawmaking both more transparent and more effective. And it will be accompanied by a new mechanism (similar to the “Ioannina compromise”) enabling a small number of member governments (close to a blocking minority) to demonstrate their opposition to a decision. Where this mechanism is used, the Council will be required to do everything in its power to reach a satisfactory solution between the two parties, within a reasonable time period."

Tekið héðan. Þeir útreikningar sem þú sýnir hérna eru tóm þvæla.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 20:12

3 identicon

Útreikningar Haraldar eru Hárréttir.  Það dugar ekki fyrir Evrópusinna að beita svokallaðri Stefáns Ólafssonar stærðfræði þar sem menn gefa sér frá upphafi rangar forsendur sem leiða síðan til rangrar niðurstöðu, niðurstöðu sem hentar Samfylkingunni eins og í tilfelli prófessorsins sem síðan eru jafnan birtar með stríðsletri í Fréttablaðinu og í aðalfréttum RUV eins og margoft hefur gerst.

Rökþrota evrópusinnar grípa nú í sífellu til slagorðasmíða eða beinna ósanninda, betra er að hafa það sem sannara er og hafðu þökk fyrir Haraldur og haltu áfram ótrauður þótt Samfylkingin sigi á þig frontmönnum úr blogg-lúðrasveit sinni, þessir menn hafa gert víðreist á blogginu og eru allstaðar kveðnir í kútinn þar sem þekking og málefnaleg umræða fer fram, flestir nenna ekki lengur að svara þessum mönnum sem setja upp endalausa linka á evrópuáróðurssíður og fara síðan stöðugt á svig við sannleikann.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Jón Frímann: Eins og stendur í færslunni taka breytingarnar gildi í lok þessa kjörtímabils, eða árið 2014. Þú segir að útreikningarnir séu þvæla og "rökstyður" það með því að birta texta, sem segir nákvæmlega það sem er í færslunni:

In 2014, a new voting method will be introduced - double majority voting. To be passed by the Council, proposed EU laws will then require a majority not only of the EU’s member countries (55 %) but also of the EU population (65 %).

Í ráðherraráðinu eru Landbúnaður og sjávarútvegur saman undir einu ráði. Það má ekki einblína á kvóta og veiðarfæri, því þarna eru lagðar línur fyrir almenna löggjöf í málaflokknum. Sumt er miðað við landbúnað og svo bætt við "and fisheries", sbr. nokkur dæmi í Lissabon samningnum.

Jafnvel þótt menn trúi því að ekki fari fram nein hrossakaup, þá yrði vægi Íslands frá og með 2014, akkúrat ekkert. Það felst ekki mikið sjálfsforræði í því.

Þórir: Eins og sjá má af töflunni eru öll ríkjaheiti á ensku, þannig að þetta eru ekki mínir útreikningar, heldur opinberar tölur (copy/paste). Ég bætti aðeins við aftasta dálknum til að sýna mismuninn í prósentum. Og takk fyrir hvatninguna.

Haraldur Hansson, 11.11.2009 kl. 08:58

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Haraldur.

Manni verður illt. Mjög illt!

Besta og einfaldasta leiðin til að komast hjá því að verða varanlegur örkumla aumingi meðal þjóðanna, er að svipta aumingjaflokk Íslands, Samfylkingunni, öllum völdum. Það þarf enginn að ganga í Brussel til þess.

Kveðjur  

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2009 kl. 15:26

6 identicon

Gott að fá að vita af þessu.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:49

7 Smámynd:

Burt með vanhæfa ríkisstjórn!

, 11.11.2009 kl. 16:59

8 identicon

Fyrsta svikin við Íslenska þjóð var þegar við gengum úr Danaveldi.

Önnur svikin við Íslenska þjóð var arðránið framin af Sjálfstæðismönnum og áhangandur þeirra.

Ísland sem fyrst í EB, það er ekkert að því að vera Evrópumaður.

Rabbi (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 19:56

9 identicon

bara út af því að eitthvað sé manni í óhag, þýðir ekki endilega að það sé rangt.

Dagjón (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 20:52

10 identicon

Hvaða rugl er þetta? Hverjar eru heimildirnar? Þetta er algjör rangtúlkun, Lissabon samningurinn er  töluvert betri fyrir smáþjóðir heldur en Nice samningurinn, þetta er eitt mesta rugl sem ég hef séð.

Hörður A, G, (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 09:36

11 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Hörður: Eina 100% örugga heimildin er lagatextinn sjálfur. Þú getur lesið hann hér. Þetta er í 4. tölulið, 16. greinar Maastricht, efst á blaðsíðu 23.

Dagjón: Ég er alveg sammála. Það er ekkert rangt við einn maður = eitt atkvæði, þótt það sé okkur í óhag. Og það er okkur svo sannarlega í óhag í þessu dæmi. Það getur aldrei verið gott að ráða engu um eigin mál.

Rabbi: Það er ekkert að því að vera Íslendingur. Og það er heldur ekkert að því að vera Evrópumaður. Það þýðir ekki að réttlætanlegt sé að gera Ísland að hluta Evrópuríkisins. Bæði Norðmenn og Svisslendingar standa utan þess og er þó Evrópumenn.

Gunnar og Dagný: Sammála ykkur báðum.

Haraldur Hansson, 12.11.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband