Frostavetur eða ísöld? Þitt er valið!

Með því að fella nýja IceSave frumvarpið væru menn "að kalla yfir sig algeran frostavetur" sagði Jóhanna Sigurðardóttir í þinginu á fimmtudaginn.

Með því að samþykkja frumvarpið væru menn að kalla yfir sig ísöld. Jóhanna nefndi það ekki. IceSave verður IceAge.

FrostmælirSamningarnir frá 5. júní hafa að geyma ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga, byggðar á umdeildri túlkun á lögum sem voru gölluð. Þar er gengið eins langt og frekjan leyfir, út yfir sanngirnis- og velsæmismörk.

Verði þeim hafnað getur það sem kemur í staðinn aldrei orðið verra. Kannski einn frostavetur, en það er þess virði til að afstýra ísöld.

Ný lög ESB um innstæðutryggingar taka af allan vafa um að gömlu lögin voru gölluð. Bretar heimta ríkisábyrgð til að "tryggja eftirá" og ESB tekur undir til að velta skaðanum af eigin handvömm yfir á íslenska þjóð.

Samfylkingin lítur á uppgjöf sem besta kost í málinu. Hún er aðgöngumiði inn í Evrópuríkið. Mesta hættan sem nú steðjar að Íslendingum er að gæluverkefni nokkurra krata skerði lífskjör komandi kynslóða.

Hvort má bjóða þér, hugsanlegan frostavetur eða ávísun á ísöld? 

Ertu ekki örugglega búin(n) að kvitta?

 


mbl.is Tíu þúsund skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Góð grein hjá þér, ekki spurning að ég veldi frostavetur, þó að þeir yrðu jafnvel fleiri en einn, þá er það ekkert að miða við Ísöld sem ljóst er að verður ef þessi skýta reikningur verður samþykktur. Og ég er búin að kvitta undir.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.11.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Búinn að skrifa og það gerði ég þegar indefence sendi mér tengilinn...

Það var líklega þegar undirskriftasöfnunin byrjaði...

Frostavetur frekar en ísöld... Brrrrrrrr... kallt í smátíma en ekki það sem eftir er af mínu lífi... Það er það sem valið stendur á milli... Ég vel vetur og hafna ísöldinni...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 28.11.2009 kl. 20:47

3 identicon

Búinn að kvitta, en ég hef gleðifréttir, smá glætu í öllu þessu svartnætti samþjöppunar valds og nýsköpunar í skattamálum:

Við getum nú vísað þessum kröfum á bug, engin kolefnisgjöld, engir skattar á ekna kílómetra, engin kolefnisjöfnun, ekkert meira bull.

Daunillir fjölmiðlar

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:34

4 identicon

Takk enn og aftur fyrir frábært blogg Haraldur.

Við lifum á undarlegum tímum. Þegar maður les um hrunið mikla og heimskreppuna sem af því hlaust árið 1929 hefði maður aldrei trúað því að slíkt myndi endurtaka sig eins og gerði 2008 af nákvæmlega sömu ástæðu.

Uppgangur fasista og sigur þeirra í lýðræðislegum kosningum í þýskalandi 1935 er að endurtaka sig með samþykki Lissabon-samningsins þar sem risavaxið miðstýrt Fastistaríki er að verða til í Evrópu. Íslenskir fasistar voru mjög öflugir fyrir heimstyrjöldina síðari og skrúðgöngur þeirra voru fjölmennar og vel skipulagðar, helsti draumur íslenskra fasista var að verða hluti af Stór-Þýskalandi.

Í dag er Samfylkingin fulltrúi þeirra sem vilja sameinast Evrópuríkinu. Hugtakið "alþjóðasamfélagið" er aðeins annað orð yfir RÍKIÐ, FJÓRÐA RÍKIÐ. Nýtt HEIMSVELDI er í fæðingu. Heimsveldi sem á að geta keppt við Kínverja og USA í viðskiptum og hernaði. Icesave-nauðungarsamningurinn er ekkert annað en hrein og klár föðurlandssvik. Samþykki þeirra jafngildir því að lýðveldið Ísland er skuldbundið til að greiða skuld sem ALDREI, ALDREI verður hægt að borga, m.ö.o. auðlindir landsins verða teknar af okkur upp í skuld og landið verður óbyggilegt fyrir íslendinga. 300.000 afkomendur norskra glæpamanna verður gjört að snúa heim. Tala þjóðarinnar er svo lítil í hugum ráðamanna Evrópusambandsins að við teljumst ekki einu sinni sem þjóð í þeirra huga.  Aðferðin er alþekkt sbr. leið Rússa til að flytja burt íbúa Eystrasaltslandanna og flytja inn Rússa í staðinn og þar með yfirtaka löndin. Rússum hefði tekist takmark sitt ef Berlínarmúrinn hefði ekki hrunið og kommúnisminn liðið undir lok. Eini munurinn er að Íslendingar eru svo örfáir, líkt og frumbyggjar Norður-Ameríku  voru á sínum tíma.

Það er sérlega dapurlegt að sá eini sem getur skotið málinu til þjóðarinnar er forseti vor, forseti Samfylkingarinnar, herra ólafur ragnar grímson ritaður með litlum stöfum enda af 1% þjóðarinnar álitinn sem sameiningartákn þjóðarinnar.

Því miður óttast ég að Icesave-harmleikurinn sé rétt að hefjast, leið Samfylkingarinnar til þess að svíkja landið sitt í hendur Evrópuríkisins.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:47

5 identicon

Svona sé ég heiminn og landið okkar allt nánast helfrosið.

   Jarðskjálftar
Já þeir byrjuðu fyrst suður af Reykjanesi og hafa fært sig austur fyrir Hellisheiðarvirkjun sem ég hef áhyggjur af sérstaklega svæðið sunnan við þjóðveginn við Kambana og þar til sjávar.
Einhverjar hræringar eru á Þeystareykjum og allt norður í Flatey og finnst mér að þetta muni ganga yfir í bylgjum en mikil spenna er undir landinu sunnan og norðanmegin ekki svo djúpt innan við 10km og færist upp en mun ofan í jöklinum innan við 2 km.
                                                         Hagkerfi heimsins
Spárnar hér að ofran hafa verið að koma fram og eru nú 115 bankar gjaldþrota í USA og ekki búið enn.Það sama er að ske víða í Evrópu og hér heima sé ég aðeins 1 banka uppistandandandi innan 24 mánaða vegna þess að eigið fé þeirra er svo lítið og þær afskriftir sem fara þarf í og endurreisn er svo vanmetin á umfangi og fer hljótt.
Innlán eru það sem bankarnir hafa í dag og rétt að huga vel að sínum fjármálum en íslenska ríkið hefur ekki bolmagn í annað innistæðuáfall og er ég þar að skoða aðkomu erlendra aðila sem mér sýnist að hafi engan áhuga á viðskiptum hér heldur aðeins að lámarka sitt tjón.
Ég hef aðeins litið fram í tímann með skuldavanda heimilana tímabundna greiðsluaðlögun og lýst ekki á blikuna þegar þau höft verða tekin af.
Enginn bankanna stæðist þá raun ef massa úttektir yrðu af innlánsreikningum og sett í bankahólf.
AGS lýsir miklum áhyggjum af neyðarlögunum sem sett voru og ef þau tapast í dómsmáli gæti það þýtt aukalega 620milljarða reikning á þjóðina.
Ég deili fyllilega þessum áhyggjum AGS en einhver mál eru í kerfinu hvað þetta varðar en læt ósagt um úrslit.
                                                             Ísland
Mér lýst ekki á hvað er í farvatninu miðað við ofangreint á skuldum þjóðarbúsins litið til framtíðar því að menn eru svo uppteknir af Icesafe að allt annað situr á hakanum svo sem greiðsluþol okkar sem mér sýnist bera skipbrot því að Neyðarlögin munu falla á öllum dómsstigum hér vegna brota á ákvæðum Stjórnarskráinnar ef ég les þetta rétt og annað geta dómararnir ekki gert. Hefðu menn farið aðeins hægar á sl.8 mánuðum og leitað álits færustu sérfræðinga  svo sem Réttarfarsnefndar sem varaði við þessum gjörningi hefði þetta blasað við en
menn taka hér áhættu og við tökum afleiðingunum.

                                               Hagkerfi heimsins 1 hluti
Indverjar eru slyngir í viðskiptum og sá gjörningur þeirra að kaupa gull í tonnavís og losa sig við US dollar er byrjun á því ferli sem ég hef greint frá hér ofar en er að gerast mun hraðar en ég sá fyrir og þetta er eins og ég sé það ekki ólíkt því að vogunarsjóður taki stöðu með falli krónunnar en að þessu sinni dollar og missi hann flugið sem gjaldmiðill í heimsviðskiptum mun hrikta verulega í öllu efnahagskerfum heimsins.
Þetta er mikið hættuspil og líklegt að önnur Asiuríki fylgi í kjölfarið og ríkisbréf USA fari á brunaútsölu.
Menn tefla djarft í Matador spilinu eins og ég nefni hér að ofan og þeir ríku verða sumir hverjir ríkari en þeir fátæku munu sjá fram á harðan vetur.
Ukraina og Rússar munu deila hart um gassölu og vanskil og sýnist mér tímabundin lokun verða á gasflutningi frá Rússum sem um leið lokar fyrir gasstreymi til Evrópu með mjög alvarlegum afleiðingum vegna svínaflennsunar.

                                                      Hagkerfi heimsins 2 hluti
Flestum sérfræðingum heimsins á sviði fjármála hafa örugglega farið á eintal sálarinnar til að sjá betur um þykk bjartsýnisgleraugun að niðdimm þoka er framundan um allan heim og ekki allt sem sýnist.
Einhverjum þingmönnum hér heima er orðið ljóst að spá mín hér að ofan að fyrst í árslok 2012 fari að létta til hjá okkur sé nærri lagi og spár AGS út í bláinn og er það vel.
Ég set það bara inn eins og ég sé það að veturinn hjá okkur í fjármálum heimilanna verður líkt og á Norðurpólnum því miður og færi betur að leiðtogi ríkisstjórnarinnar segði þjóðinni satt og rétt frá staðreyndum og hvað sé í raun í kortunum utan hrapandi kaupmáttar á næsta ári í stað þess að segja að þetta bara lagist allt saman sem er kolrangt því miður en mér sýnist stittast í brottför hennar úr ríkisstjórn.
Ég hef sett inn hér að ofan að ég efist um heilbrigði bankakerfis okkar og að aðeins 1 banki verði hér starfandi auk sparisjóða en þó ekki allra og hefur Seðlabankinn í raun staðfest þessar spár mínar sem eru dekkri en ég sá fyrir og munar þar umtalsverðu en áfall samt og þá reynir á kröfuhafa bankakerfissins og hvað þeir munu gera.
Fjármálaráðherra USA hefur nú viðurkennt að batinn sé ekki á leiðinni og botninum sé ekki náð þar enn og það sama á við um flest Evrópulönd en þar berja menn hausnum við staurinn og horfa ekki á staðreyndir þar sem verðmæti stólanna er ofar hagsmunum almennings.
                                                            Ísland
Ég vil hvetja fólk til þess að lesa vel spárnar hér að ofan hvað okkur varðar og þær hugmyndir sem ríkisstjórnin íhugar til tekjuöflunar en mér sýnist að nánast verði uppþot og málþóf á Alþingi fljótlega þar sem flestar tillögur sem ég hef skoðað fram í tímann munu gera heimilum enn erfiðara fyrir að hafa ofan í sig og á ásamt því að standa í skilum.
Mér sýnist að dimmt verði yfir jólunum 2009 á þúsundum heimila og sumstaðar heyrist mér grátið.
Bið fólk að huga vel að sér með greiðsluaðlögun eins og ég nefni hér að ofan því það sýnist mér varhugavert þar sem vísitalan mun taka stökk upp á við og gengið mun ekki lagast að neinu viti fyrr en í ársbyrjun 2013 sýnist mér.
Fékk merkilega sýn í gær sem ég hef velt mikið fyrir mér en hún var á þá lund að ríkisstjórnin væri komin í frí og færustu rekstrarverkfræðingar fengnir til þess að reka Ísland eins og fyrirtæki af bestu gerðá öllum sviðum þjóðlífs og pólitík sett í bið.
                                                           Ísland
Já það er deilt og dílað á Alþingi en það sem ég vil segja um þær leiðir sem valdar hafa verið og kynntar verða eftir næstu helgi þegar ég skoða fram í tímann er"Guð fyrirgefi þeim því þeir vissu ekki hvað þeir voru að gjöra"
Menn hafa litið á ferðaþjónustuna sem gullgæs og fjárfest í sumarhúsum og heilu hótelunum fyrir þá gesti sem sagðir eru munu sækja okkur heim en þegar ég skoða næstu 3 ár sýnist mér þetta öfugt farið og minnkun verði 5-10% vegna kreppu í heiminum og menn munu fara illa út úr svona gullglömpun í augum án fyrirhyggju en ég vona sannarlega að þetta gangi ekki eftir.
Þjóðin getur tekið allar framtíðarútreikninga sýnist mér til greiðslu skulda og lifa daglegu lífi má henda út um gluggann þegar gluggapóstur ríkisstjórnarinnar verður kynntur.
Það er alls ekki útilokað sýnist mér að uppreisn verði í þjóðfélaginu vegna þess sem í vændum er en það leysir engann vanda.
Álverð mun lækka aftur á næsta ári með minni aflegð álfyrirtækjanna í þjóðarbúið og einhverjir munu enn leita hófanna eftir vinnu á erlendri grundu aðallega menntað fólk með sérþekkingu sem við megum ekki missa svo sem sérfræðilæknar hjúkrunarfræðingar og fleiri stéttir.
Bankar verða áfram á brauðfótum víða um Evrópu og erfitt verður að afla lánsfés á erlendum mörkuðum fyrir okkur því miður
Samruni slíkra stofnanna verður hér á landi innan 24 mánaða eins og ég hef áður bent á.
Háhitasvæði landsins munu ekki svo ég sé gefa af sér alla þá orku sem menn halda að sé til staðar og munu frekari rannsóknir sýna fram á það og virkjun á jarðskjálftasvæði við Þeystareyki er eitthvað sem menn þurfa að skoða ofan í kjölin því allt svæðið er mjög virkt af jarðskjálftum fyrir utan kvikusvæði sem er innan við 3 km frá yfirborðinu og lítt fýsilegt í hverfla orkuvirkja.
Reykjanesið er viðkvæmt og þær dælingar sem þar fara fram til orkuöflunnar eru ekki ótakmarkaðar og dýrmæt niðurdæling á drykkjarvatni sem mun verða til framtíðar gullsígildi er lýtt fýsileg lausn enda hætta á að vacumið sem myndast dragi inn saltan sjó með tímanum enda kvikusvæði þar líka á um 10km dýpi og sprungur víða.

12.11.2009 17:42:03 Svínaflensan
Þór Gunnlaugsson skrifaði
Þakka góðar hvatningar og spáin verður áfram inni.
Hvað varðar þennann pestargemling ber að hafa allan vara á því mér sýnist hættan ekki liðin hjá heldur sé holskeflan ókomin og vonandi verður þá búið að bólusetja sem flesta

                                                     Ísland 21 nóvember
Já það er heldur dapurlegt um að litast í framtíðinni þar sem ljóst er að þingmenn hafa ekki inngrip í orð hinnar helgu bókar"Guð fyrirgefi þeim þar sem þeir vita ekki hvað þeir gjöra"
Þetta er það sem fyrst kemur upp í hugann við þá leikfléttu með íslenskt þjóðlíf þar sem hægri hendin veit ekki hvað sú vinstri er að gjöra.
Það má alveg vera ljóst að fyrri spár mínar um ástandið hér á landi fram undir mitt ár 2013 munu standa og jafnvel lengur.
Icesafe og landsbankinn munu að öllu óbreyttu leggja landið í rúst eins og ég sé það.
 Allar spár um uppleið í framleiðslu útflutningsvara og innflutnings á túristum er óskhyggja ein þar sem þetta gengur ekki eftir vegna kreppu.
Rætt er um samkomulag Nýja Landsbankans  vegna greiðslu afborganna og vaxta fyrir utan Icesafe um að keyra gengið niður á næstu árum vegna 360 milljarða skuldavafninga sem almenningur mun fá því miður .
Mér finnst þegar ég skoða heildarmyndina að sérstakt sé að 6 menn ákveði slíkar upphæðir án samráðs við Alþingi og þjóðina og munu þeir sem bera þessa ábyrgð svara fyrir það síðar.
Þá sé ég ekki að óskhyggjan um að næg orka sé fyrir allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu gangi eftir heldur vegna fjárskorts og skorts á orku úr iðrum jarðar.
Þá hafa menn ekki enn komið auga á að gríðarlegar afskriftir skulda fyrirtækja og einstaklinga eru í pípunum enda stendur ekki til að gengið lagist heldur skal nota lán til að halda genginu uppi og borga reikningana.
Það mun taka landið áratug að jafna sig eftir þetta áfall og er virkilega sárt að ráðamenn þori ekki að rugga bátnum af ótta við stólana.
                                               
                                                         Ísland 26 Nóvember
Þegar ég skoða þessar fyrirhuguðu lánalínur og lengingu á skuldahala þjóðarbússins og það fúafen sem við stefnum í fer bara hrollur um mig.
Ég sé ekki í kortunum að útflytjendur skili að fullu inn seldum afurðum á erlendum mörkuðum og er það í samræmi við fyrri spár en þjóðaríþrótt okkar virðist vera sú að borga ekkert til samfélagsins.
Þjóðarleiðtogar erlendis spá og spekulera í stöðu mála en á meðan sekkur Grikkland Spánn og Ítalía í forarpitt skulda og eru pikkföst með sinn gjaldmiðil Evruna og verða að skera niður útgjöld til almennings.
Dubai olíuríkið getur ekki greitt skuldir fyrir undirstofnun sem var í útrás og er skuldatryggingaálag á ríkisskuldabréfum ríkisins orðið hærra en þess Íslenska og þykir þá nóg um.
Þetta mun eins og ég hef getið um hér að ofan valda miklum skjálfta um allt fjármálakerfi heimsins og á þessari stundu er ómögulegt að spá hvað fjárfestar gera en ég sé þetta eins og mink hafi verið hent inn í hænsnabúr enda dytti varla nokkrum fjárfesti í hug að olíuríki gæti ekki staðið í skilum hverjir þá.
Það er afar athyglisvert fyrir mig úr fjarlægð að skynja hugarfóstur hvers þingmanns og hvernig þessu matardorspili er púslað saman til að halda stólunum og blekkja almenning sem mun koma í ljós síðar en þjóðin mun ekki rísa undir þessum álögum.
Þarna ræður heilbrigð skynsemi ekki ferðinni heldur einskonar baknuddspólitík hjá velflestum þingmönnum í öllum sínum litum.
Gjaldþrot munu aukast bæði einstaklinga og fyrirtækja þar sem atvinnutekjur lækka og þar með greiðslugeta en ekkert af þessu er tekið með í reikninginn og heilög kú
 að skera fitulagið af ríkisbákninu heldur láta þau aldraða öryrkja og barnafólk út á galeiðu fátæktar.
Kæru landsmenn því miður verður veturinn okkur þungbær og ég sendi ljós í kalin hjörtu ykkar og held von ykkar gangandi
                                                          27 Nóvember
Jarðvísindamenn hér á landi telja ekki alvarlega hættu á ferðum þótt landris sé í Grindavík en allt svæðið frá Reykjanesi Suðurland yfir vesturhorn Vatnajökuls og Norður til Húsavíkur er varasamt en þessir sömu vísindamenn þurfa að skoða hvers vegna svo mikill þrýstingur er undir landinu og svona grunnt.
Þetta er að ske víða um heim eldgos jarðskjálftar og heilu borgirnar af Borgarísjökum hafa brotnað af Suðurkautinu og silgt 13000km leið að Nýja-Sjálandi þar sem sumar er núna enda eru mikil umbrot um allan heim í farvatninu.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:47

6 Smámynd:

Flott skrif hjá þér - jú ég er búin að kvitta!

, 28.11.2009 kl. 22:50

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Auðvita er Icesave óbeint aðgöngumiðinn okkar inn í ESB.  Maður fer ekki að kaupa leikhúsmiða ef maður ætlar sér ekki á leiksýninguna. 

Það er ekki nóg að einblína bara á leiksýningu annarra.  Hvaða verk ætlar hinn hópurinn að setja upp? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.11.2009 kl. 13:47

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fyrir mitt leyti kýs ég einstaka frostavetur fram yfir ísöldina.

Annars þykir mér áróður Icesavestjórnarinnar lítilmótlegur; að boða það sem valkost að ef við afneitum bolabrögðum stórveldanna hvað varðar Icesave nauðarsamninginn þurfum við að sæta viðskiptalegum hefndum af hálfu ESB.

Nú veit ég ekki betur en Ísland sé fullgildur aðili að viðskiptasamningnum EES alveg óháð öðrum pólitískum uppákomum. Það yrði eflaust saga til næsta bæjar ef ESB apparatið svínaði á okkur á því sviði líka.

Kolbrún Hilmars, 29.11.2009 kl. 15:50

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég held að það komi ekki til neinna hefnda af okkar nágrönnum.  Ef við viljum ekki ganga inn í þeirra klúbb munu þeir einfaldlega láta okkur í friði.  Við fáum að vera hér ein í okkar dásamlegu einangrun.  Það þarf enginn á Íslandi að halda erlendis.  Viðhorfið erlendis verður "who cares"

Þetta snýst á endanum um lífskjör og það verður gaman að fylgjast með hvað margir af ungu kynslóðinni munu flytja til ESB ef við göngum ekki inn.

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.11.2009 kl. 16:53

10 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég er tilbúinn að eta íslenskt kindakjöt og fisk úr hafinu okkarásamt grænmeti og kartöflum af suðurlandi um ókomna tíð en Icesave fjárkúgunina mun ég aldrei samþykkja né hef ég áhuga á nýjum samningi við nýlendugengi Breta og niðurlendinga.

Okkur ber engin skylda til að greiða neitt af tapi Icesave bankanna og eigum ekki að gera það!

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

Ísleifur Gíslason, 29.11.2009 kl. 17:26

11 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tel ábyrgð okkar,þá á ég við kynslóð,sem á sök á því ástandi,sem nú er, verði að líða fyrir það.Með því,að líða nokkra frostavetur,með því markmiði,að forða afkomendum okkar,frá því að eyða öllu því,sem það vinnur inn,í að greiða fyrir syndir okkar.

Syndir feðranna koma niður á börnunum er sagt,forðumst það,og segjum NEI.

Ingvi Rúnar Einarsson, 29.11.2009 kl. 18:05

12 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Silfrið í dag var áhugavert. Jón Baldvin og Styrmir ræddu málin í fullar 50 mínútur og héldu a.m.k. minni athygli allan tímann. Jón Baldvin taldi það af og frá að IceSave og ESB umsókn tengdust, tal um það væri skrum. Styrmir sagðist ekki trú því heldur, enda væri það grafalvarlegt mál ef svo væri.

Þeir voru báðir mjög diplómatískir í svörum sínum. Rétt eins og samþykkt Evrópuþingsins þar sem IceSave er hvergi nefnt á nafn, aðeins sagt að Íslendingar verði að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt EES samningnum. Eina vafamálið þar varðar túlkun á reglum um innstæðutryggingar svo það sem Evrópuþingið raunverulega meinar er: Þið verðið að borga til að fá að vera með okkur.

Haraldur Hansson, 29.11.2009 kl. 20:16

13 Smámynd: Haraldur Hansson

Þór; þetta er lengsta athugasemd sem nokkur hefur skrifað á bloggsíðu mína. Eins konar bland af stöðuúttekt og framtíðarspá. Um Ísland, hagkerfi heimsins, framtíðarhorfur og jafnvel virkjun háhita á Suðurnesjum. Ég held þessu til haga og fylgist með hversu sannspár þú ert en vona um leið að raunin verði ekki svona dökk.

Andri Geir; ég efast um að þú trúir því sjálfur að staðan sé svo svart/hvít að annað hvort sé það Evrópuríkið eða einangrun! Ísland á nú þegar aðild að 59 alþjóðlegum stofnunum og okkur verður ekki hent þaðan út þótt sú 60. bætist ekki í safnið.

Að tala um IceSave sem aðgöngumiða á leiksýningu myndi Jón Baldvin kalla skrum. Því miður held ég samt að þú hafir á réttu að standa. Í því liggur brjálæðið.

Haraldur Hansson, 29.11.2009 kl. 20:18

14 identicon

Sæll Haraldur

Það sem ég sé inn í framtíðina hefur hingað til gengið eftir og nú síðast Dubai en með því munu hagkerfin hristast vel næstu vikurnar og bankar falla .Þetta ofangreint er bara hluti spárinnar en heildin er á slóðinni www.heilun.blogcentral.is

góðar stundir

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:08

15 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sæll Haraldur.

Sammála þér.  Verð að segja að þessi spá Þórs er ofarlega á listanum um athyglisvert lesefni á spjallkerfum.

Kveðja.

Helgi Kr. Sigmundsson, 2.12.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband