Bannað að gagnrýna ESB

Þessi upptaka er með hreinum ólíkindum.

Hún er frá Evrópuþinginu í Strasbourg í gær, miðvikudaginn 25. nóvember. Og þar sem tengslin milli IceSave og ESB verða ljósari með hverjum deginum (hér) ættu menn að velta fyrir sér orðum Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag með hliðsjón af þessari ræðu.

Ræða Farage er um 5 mínútur og mjög áhugaverð, hann ræðir m.a. um "kjör" tveggja lítt þekktra einstaklinga í stór embætti hjá Evrópuríkinu. Viðbrögð forseta þingsins og orðaskipti þeirra tveggja sem á eftir fylgja eru athyglisverð og aðfinnslur forseta vægast sagt sérstakar.

 

Farage uppskar ávítur fyrir ræðuna. Rifjuðu menn upp mál sem rekið var fyrir European Court Of Justice (C 274/99) af því tilefni, en samkvæmt úrskurði telst það vera móðgandi og ósæmileg hegðun að gagnrýn Evrópusambandið. Já, það er bannað að gagnrýna ESB!

Það er alveg klárt að Samfylkingin er ekki að hugsa um IceSave (hér) heldur að komast inn í Evrópuríkið. Ríkið sem vill banna gagnrýni, sniðganga lýðræðið og afnema atkvæðisrétt fámennustu aðildarhéraðanna (hér).

 


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Vá - þetta er hrollvekjandi.

, 26.11.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðeigandi tónlist þarna í lokin líka. Kór rauða hersins. Þetta er dúman, sem Jóhanna vill setja okkur undir. Bolsévíkarnir ráða öllu og eru ekki einu sinni kjörnir. Mensévíkarnir hafa ekki málfrelsi og "Aðalritarinn" er einhver sem enginn veit hvaðan kemur. Velkomin í Evrópusovétið.

Hér var gefið í skyn að búast megi við flóði lagasetninga til að treysta ofríkið, strax eftir 1. Des og verður gaman að fylgjast með því. Einnig er það góð upprifjun að bretar eru undanþegnir grundvallaratriðum þarna, þótt völdin virðist óskorðuð. Ræett eins og Evrópusambandið sé nýtt nýlendukerfi krúnunnar og kannski Habsborgaranna allra.  Það vona ég að Independant Partíið nái að knýja fram þjóðaratkvæði heimavið og að bretar hafni þessari sturlun.

Ég sé svo að þingmenn margir og stjórnendur eru algerlega mállausir á enska tungu og væntanlega líka algerlega skilningssljóir á það sem fer fram, sem er náttúrlega afar hentugt fyrir bolsévíkana.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2009 kl. 19:48

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það hlýtur öllum að vera ljóst hver tilgangur ESB er í raun og veru.

Á alþingi Íslendinga er það þannig að þeir þingmenn sem eru þægir og kunna að segja halelúja á réttum stöðum eiga von á að fá feitt embætti jafnvel áður en kjósendur snúa baki við þeim. Þó er það frekar venjan að þær halelúja bakraddir sem búið er að úthýsa úr kjörklefanum, fái td. sendiherraembætti.

Niðri í Evrópu, þar sem ennþá eimir eftir af nýlendukúgununni og margar þessar þjóðir eru öreigar utan þess sem þeim tókst að ræna af nýlendum sínum meðan þeirra naut við, er nú reynt að skapa vildarvinaembættismannakerfi svona í stíl við gömlu kratana okkar. Þessu er verið að reyna að troða í okkur, og hverjir skyldu nú vera helstu troðslumeistararnir?

Þórbergur Torfason, 26.11.2009 kl. 20:51

4 identicon

wow

takk fyrir þetta myndband þetta er hrollvekja

 mikið er hann Farage annars góður ræðumaður

okkur vanta 1 slíkan til að tala  fyrir  okkar hönd 

kv

maggi mágur

maggi (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 20:56

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er ógnvekjandi þarna og skelfilegt að hugsa til þess að það sé einhver sem vill okkur svo íllt að ganga þarna inn,  vonum að þjóðaratkvæðagreiðsla fari að nálgast hjá okkur um hvort við viljum inngöngu í ESB. Jóhanna er búinn að segja að það verður þjóðin sem kýs.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.11.2009 kl. 21:38

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir sýnishornið. Mér finnst glöggt koma fram í orðaskiptum Farage og pólska forsetans að forsenda fyrir eðlilegri umræðu á þingi er sameiginleg umræðuhefð. Farage kemur frá breskri en forsetinn frá pólskri og himinn og haf á milli.

Páll Vilhjálmsson, 26.11.2009 kl. 21:38

7 identicon

Þessi maður er til skammar, og hefur alltaf verið það. Hann er einnig í miklu uppáhaldi hjá öfgaliðinu á Íslandi sem er á móti ESB þessa dagana.

Fréttaútskýringanar margar hverjar á Icesave eru farnar að minna á fréttaflutning Pravda í sovét hérna áður fyrr. Þvílíka helvítis steypan sem þar er.

Ef farið yrði eftir því sem Daniel eða hvað þessi breski kall þarna heitir, þá fyrst yrði ESB að alvöru ríki. Kannski er það draumur Haraldar Hanssonar, að ESB verði alvöru ríki með þing og forseta, en ekki bara samband af ríkjum Evrópu sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum í stjórnmálum og efnahagsmálum.

Svona málflutningur er auðvitað ekkert nema bölvuð þvæla, og marklaus sem slíkur.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 21:50

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Þetta er því miður ekki einsdæmi. Þegar Vaclav Klaus ávarpaði Evrópuþingið í febrúar bauluðu þingmenn í vandlætingu og 200 yfirgáfu þingsalinn í mótmælaskyni.

Hvers vegna? Jú, vegna þess að Klaus talaði fyrir auknu og virku lýðræði. Að grundvöllur þess væri að til staðar væru fylgjendur og andstæðingar mála. Stjórn og stjórnarandstaða. Veikleiki ESB fælist í að þar væri ekki pláss fyrir neina andstöðu. Þetta þoldu brusselsku möppudýrin ekki að heyra.

Ræða Klaus er bæði mögnuð og merkileg. Þeir sem ekki hafa séð/heyrt hana ættu að smella hér og bæta úr því snarlega. Þetta er algjört skylduáhorf.

Haraldur Hansson, 26.11.2009 kl. 22:53

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"..af því tilefni, en samkvæmt úrskurði telst það vera móðgandi og ósæmileg hegðun að gagnrýn Evrópusambandið. Já, það er bannað að gagnrýna ESB!"

 Þvílík steypa hjá þér alltaf drengur. 

Augljóslega gat maðurinn enganveginn sinnt starfi sínu lengur þegar hann var á móti lýðræðislegum teknum ákvörðunum varðandi verkefni er hann átti að sinna og kominn eitthvert útí móa í málflutningi.

Þvílík speki hjá ykkur andsinnum allaf.  Vet ekki, manni er bara orða vant.   Slíkur er málflutningur ykkar.  Ná eiginlega ekki orð yfir hann,  Svo fráleitur og afkáranlegur er hann.

Nú hafið þið náttúrulega dómerað þetta sker hérna síðustu áratugi með þeim afleiðingum að landið er í rúst.  Í rúst !

Eg bíð eigi í ef mikið áframhald verður á.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 00:02

10 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Haraldur,þakka fyrir að leggja fram,og sýna fram á það,sem koma skal innan ESB,á næstu árum.Jafnvel áður,en við förum þarna inn.Við tilkomu Lissbon-sáttmálann er það ljóst,en ekkert lítið ríki innan ESB,fái að ráða sínum hag.

(Ræða Klaus og ekki síður úthlaup ráðstefnugesta,segir okkur allnokkuð.)

Hvað gerist þá?Er ekki stórhætta á að þau fámennu ríki,vilja losna út úr bandalaginu.En hvernig?Þau verði yfirkeyrð,og eydd,sem þjóð.

Við höfum verið vitni af,sjálfsstæðisbaráttu ríkja Yugoslovakiu og sjálfstæðisbaráttu ríkja innan Ráðstjórnarríkjanna,með stórfelldum blóðúthellingum og þjóðarmorðum.

Höldum sjálfstæði okkar,hvað sem það kostar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 27.11.2009 kl. 00:13

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir þetta Haraldur, myndbandið segir allt sem segja þarf, þetta er allt með hreinum ólíkindum.  Ætli Jóhanna sé búin að sjá þetta ?  hvað með aðra í Samfylkingunni ?  Er þetta það sem Fylkingin vill ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.11.2009 kl. 12:22

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En fallegt 

  1. Eitt stykki Barónezza með hesthaus frá fyrrverandi heimsveldi
  2. Einn Kommizzar comrade Barasósó frá einræðisherraríkinu Portúgal
  3. Einn herra von Rump frá ekki neinu
  4. Og ein misskilin þingkona frá Ungverjalandi sem hélt að einhver hefði verið "kosinn" 

Allt þetta á einum og sama deginum degi?

Hvað meira er hægt að biðja um?
 
Það eina sem vantar til að fullkoman myndina er eitt stykki herra trúður Össur frá Ölmusum - með rautt nef. 
 
Ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah  ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah ha ha ha ha ha hah 

Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2009 kl. 12:33

13 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

The European State is here! We're about to get an avalanche of new laws because of this Lisbon Treaty.

Evrópuríkið hefur verið stofnað. Í æðstu stöðurnar voru handvalin "political pygmies" til að skyggja ekki á Barroso, Berlusconi, Brown og Sarkozy. Svarið við the Kissinger question er því Barroso!

Smáfiskarnir tveir eru barónessa sem aldrei hefur verið kosin af neinum til að gera neitt og eitthvert nóboddí frá Belgíu. The European State má ekki vera minna en United States of America. Þess vegna fær Belginn óþekkti hærri laun en Obama!

Haraldur Hansson, 27.11.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband