ESB-skatturinn sem Jóhanna nefndi ekki

Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir réttilega þau mistök sem gerð hafa verið í pólitík og hagstjórn á liðunum árum og leiddu til hrunsins. Það kemur ekki á óvart að miðpunkturinn í þeim bjargráðum sem hún boðar er innganga Íslands í Evrópuríkið.

Í ræðu sinni talaði hún um hagsmunamál sveitarfélaganna og nefndi Finnland sem dæmi. Hún benti á styrki sem Finnar hafa fengið frá Brussel (hér). En það sem hún nefndi ekki er meðal annars þetta:

  • Finnar borga miklu meira til ESB en þeir fá til baka.
  • Vera Finna í ESB hefur kostað þá 668 þúsund milljónir króna til þessa.
  • Aðal orsök erfiðleika Finna í dag er að þeir hafa ekki sinn eigin gjaldmiðil og neyðast til að nota evruna.

Tölulegar staðreyndir um kostnað Finna af ESB-aðild má lesa hér.

Kostnaður finnsku þjóðarinnar er nú orðinn €3.619 milljónir, eða 668.200 milljónir króna á fjórtán árum. Séu öll ESB-Norðurlöndin skoðuð kemur í ljós að Danir og Svíar greiða enn meira en Finnar fyrir ESB aðildina. Nettó kostnaður þessara þriggja landa á síðasta ári var að meðaltali um €150 á hvert mannsbarn.

Ef vera Íslands í Evrópuríkinu yrði okkur jafn dýr jafngildir þetta 110 þúsund krónum í ESB-kostnað á hverja íslenska fjölskyldu á ári. Þeir peningar verða ekki sóttir annað en í vasa íslenskra skattgreiðenda. Þykir mörgum nóg komið þótt ekki verði bætt á ESB-skatti, til að fá að vera með í klúbbi sem hentar okkur engan veginn.

Þá er ótalinn stærsti skatturinn sem Samfylkingin vill leggja á þjóðina.

 


mbl.is Gagnrýnir stjórnarandstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

mér sýndist nú maltverjar vera mjög ánægðir í ESB samkvæmt þætti sem var sýndur á RUV. eins og allt væri á uppleið hjá þeim eftir ESB inngöngu.

GunniS, 21.11.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið GunniS

Frekar en ég endurtaki mig bendi ég á þessa færslu mína um Fréttaauka RÚV og fréttaskýringu hans um Möltu, ef þú getur gefið þér 5 mín. í lestur.

Haraldur Hansson, 21.11.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Haraldur 

Forsætisráðherrann hlýtur að halda að Evrópusambandið sé alþjóðleg félagsmálastofnun. Hún var jú félagsmálaráðherra svo hún hefur vissa reynslu á því sviði. Annars myndi hún ekki koma með svona þvætting. 

En fyrir utan það að forsætisráðherra Íslands hefur ekki vit á því sem hún er að tala um (nema þá að hún ljúgi vísvitandi að almenningi) því hún veit ekki hvað ESB er búið að kosta Finnland í heildina frá því að þeir gengu í ESB, þá ætti hún að hringja í kollega sinn í Finnlandi núna og spyrja hann hvernig standi á því að samdráttur í landsframleiðslu Finnlands (hagvexti) sé núna ennþá meiri og verri en hann var í kreppunni miklu í byrjun 10. áratugs síðustu aldar, þegar Sovétríkin hrundu ofan á Finnland. Sú kreppa hefur jú alltaf verið notuð til að útskýra hversu slæmt það var að vera ekki í ESB.

Enginn minnist á þetta. Enginn talar um að Evrópusambandið og gjaldmiðill þess sé hruninn ofan á Finnland í dag - og hefur reyndar verið að smá-hrynja ofan á landið allar götur frá árinu 2000.   

Gunnar Rögnvaldsson, 21.11.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú hefur væntanlega reiknað inni þetta líka þróun verðlags og fleira. Bendi þér á að þó að t.d. Svíar borgi senniega meira en þeir fá frá ESB þá hefur matvöruverð þar lækkað um minnst 30% að raunvirði sem hlýtur þá að koma á móti sem hagur fyrir fjölskyldurnar. Geri ráð fyrir að það sé svipað í Finnlandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2009 kl. 08:16

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og eins gleymir þú að Finnar þurfa ekki að greiða eins mikið og þeir gerðu í beina stryrki til Landbúnaðar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2009 kl. 08:18

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þakka þér fyrir þetta HARALDUR.

Finnar kunna ekki viðskipti frekar en aðrir skandínavar. Furðulegt að Íslendingar skuli vera í vandræðum núna einsog þeir er miklir viðskiftasnillingar og reiknimeistarar einsog þú ert fulltrúi fyrir. Allir í evrópubandalaginu eru með allt niðurum sig einsog þú veist.

Bara íslendingar standa uppúr hvað varðar sjálfstæða hugsun og arðbært hagkerfi. Krónan er náttúrulega einog þú veist eini bjargvættur okkar í þessari kreppu. ísland er Landið á að verða þjóðsöngurinn og mottó okkar til endurreisnar þjóðveldisins frá landnámi til sturlungaaldar.

við eigum alls ekki að taka þátt í neinum skuldbindandi samningum við aðrar þjóðir.

Miklu betra er að semja við alþjóðlegar lánastofnanir og alþjóðlega auðhringa til að flytja út orkuna. Þjóðernislýðræðið er það sem bífur. Er það ekki kjarni málsins hjá okkur Helsýnarmönnum?

Útlendingar og allt sem þeir hugsa eru spilliefni einsog þú veist að ég veit og allir aðrir vita.

Gísli Ingvarsson, 22.11.2009 kl. 13:44

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gott að sjá að Gísli er að sjá ljósið. Íslenzkt lýðræði er auðvitað málið, ekki yfirþjóðlegt einræði Evrópusambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.11.2009 kl. 16:04

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Kostnaðurinn við skrifræði ESB er þrisvar sinnum meiri en það hagræði sem það á að skila. Ég vísa hér í upplýsingar frá kommissar í stjórn ESB og álit frá sjálfri Framkvæmdastjórn Barrosos: 

Commissioner Gunter Verheugen estimated in 2006 that the cost of regulation to the European economy as a whole is £405 billion a year, while the Commission itself believes that between 1986 and 2002 the Single Market only brought benefits of £110 billion. Even after taking inflation into account, that means that the EU Commission itself believes the costs are three times larger than the benefits.

Sagan um lækkað matarverð við inngöngu í Evrópusambandið er lífseig þótt hún eigi sér ekki stoð í sænskum raunveruleika. Og Finnar spara ekki með því að borga minna í landbúnað, til að senda peningana til Brussel og fá hluta af þeim til baka. Staðreyndirnar tala sínu máli.

Annars á ESB umræðan ekki að snúast svona mikið um efnahagsmál, þótt ég hafi tekið þetta saman að gefnu tilefni.

Haraldur Hansson, 23.11.2009 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband