IceSave krossapróf

 ... meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.


Nú þegar Icesave er komið á dagskrá, eina ferðina enn, er við hæfi að rifja upp þessi orð Ingibjargar Sólrúnar, í viðtali í DV í júní. Þetta þýðir að kostirnir á krossaprófinu eru tveir:


#1
 
Standa fast á kröfunni um að fá skorið úr um ábyrgð að lögum áður en samið er um greiðslur. Það myndi skapa réttaróvissu, mælast illa fyrir meðal háttsettra í Brussel og verða mikil hindrun á veginum inn í Evrópusambandið.

#2
Að gefa Gordon Brown óskorað vald í málinu. Hann er þá sækjandi, verjandi, dómari og böðull. Með því eru lagðar umdeildar drápsklyfjar á íslenska þjóð, en hindrunum á "velferðabrúnni" til Brussel rutt úr vegi.


Allir kratar krossa við #2 vegna þess að Samfylkingin raknar upp ef aðildarumsóknin er slegin út af borðinu. Herópið sem heldur henni saman virkar þá ekki lengur. Tilgangurinn með tilvist hennar hverfur. Við þetta bætist yfirvofandi leiðtogakreppa þar sem Jóhanna situr ekki lengi enn á formannsstóli.

Ákafi krata í að samþykkja IceSave skýrist af þessu. Þeir eru ekki að hugsa um þjóðina, skuldirnar, lífskjörin og framtíðina, heldur um að halda flokknum gangandi.

Hvort skiptir Íslendinga meira máli, lífskjör komandi kynslóða eða líftími Samfylkingarinnar?

 


mbl.is Icesave ekki á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvort er þetta Icesave for dummies eða Krossapróf fyrir lengra komna?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.10.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ja, hvað skal segja? Ég byrjaði með fyrirsögnina "Krossapróf handa krötum" ef það svarar spurningunni.

Haraldur Hansson, 20.10.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Stólarnir í Brussel hljóta að vera rosalega mjúkir...

Haraldur Baldursson, 21.10.2009 kl. 09:01

4 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ég er ansi hræddur um að Sjallar og Framsókn myndu samþykkja þetta með bros á vör ef þeir væru í stjórn. Þetta er samt góð greining á samfylkingunni hjá þér.

Það er  eitthvað meira í húfi en bara ESB. Það er til dæmis gríðarleg pressa frá fjármagnseigendum að fá gjaldeyrinn sem kemur frá AGS í staðinn fyrir krónurnar sínar. Sá gjaldeyrir kemur ekki nema við skrifum undir Icesave

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 21.10.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Það er eflaust rétt að til eru stjórnmálamenn sem myndu snúast á einu augabragði ef þeim væri vippað yfir borðið. Þannig eru hún þessi pólitík.

Benedikt bendir sterkan punkt: Gríðarleg pressa frá fjármagnseigendum.

Er það ekki sama mynstrið og í Litháen, nema hvað þar eru það sænskir bankar sem vinna hryðjuverk gegn þjóðinni með aðstoð AGS og ESB?

Haraldur Hansson, 21.10.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband