ESB verður lagt niður eftir 19 daga

state of europe

Á sama tíma og Ísland sækir um inngöngu, er Evrópusambandið lagt niður. Í staðinn verður Evrópuríkið stofnað. Það gerist eftir nítján daga.

1. desember tekur Lissabon-stjórnarskráin gildi og þjóðhöfðingi Evrópuríkisins verður kjörinn. Þó ekki af þegnum ríkisins í lýðræðislegri kosningu, heldur af evrópsku stjórnmálastéttinni.

Art. 47 TEU: "The Union shall have legal personality".

Þessi 6-orða setning er líklega stysta lagagreinin sem kemur með Lissabon samningnum. Hið nýja ESB, Evrópuríkið, fær stöðu lögpersónu, þ.e. verður sjálfstætt ríki. Ríki með forseta og stjórnarskrá, löggjafarvald og ríkisstjórn, dómstóla og seðlabanka. Og með sinn eigin fána, þjóðsöng, mynt og her.

Evrópuríkið er næsta skrefið í þróuninni sem hófst 1951 með stofnun Kola- og stálbandalagsins. Síðan tók Efnahagsbandalagið við 1957, þvínæst Evrópusambandið 1993 og núna Evrópuríkið 2009. Þetta er stærsta skrefið í þessu ferli. Það gengur út á pólitískan samruna, en ekki efnahagslega samvinnu eins og kratar vilja telja okkur trú um.

 


mbl.is Fyrsti fundur ESB-nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Skemmtileg útfærsla á fánanum.

Eitt sem er tengt pistlinum þínum:  Evrópusamtökin íslensku eru félagar í European Movement, en helsta baráttumál þeirra samtaka er einmitt stofnun evrópsks sambandríkis, svo ég vitni beint í heimasíðu þeirra:

Its objective is to "contribute to the establishment of a united, federal Europe...

Tvisvar hef ég spurt Evrópusamtökin út í þetta á blogsíðu þeirra en engin svör fengið.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.11.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Axel Þór, ég hef lesið allnokkrar færslur Evrópusamtakanna, sem eru margar aðeins copy/paste af þóknanlegum greinum. Þar eru evran og efnahagsmálin í forgrunni. Eins og þetta sé "efnahagslegur samstarfsvettvangur sjálfstæðra ríkja" eða hvað menn kjósa að kalla það.

Maður fær á tilfinninguna að Evrópusamtökin vilji að Ísland gangi í Efnahagsbandalagið sem lagt var af árið 1993. Þrátt fyrir að hinn pólitíski samruni sé bláköld staðreynd fær hann ekki pláss í umfjöllun þeirra.

Haraldur Hansson, 12.11.2009 kl. 12:29

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er einmitt málið með Evrópusinna yfir höfuð, þeir skiptast í tvo flokka; annarsvegar þá sem vilja EB fyrir tíma Maastricht og svo þeir sem vilja ganga alla leið.  Sama má segja um almenning í ESB-löndunum og svo lítill hluti íbúa sem vilja bakka alla leið út (max 20%).

Ég held einmitt eins og þú að margir Evrópubandalagssinnar á Íslandi geri sér ekki grein fyrir hversu mikið sambandið hefur breyst síðan '93.

Persónulega hefði ég verið opnari fyrir inngöngu í gamla bandalagið ef maður hefði haft vissu fyrir því að það myndi ekki þróast áfram.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.11.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég held að það hafi sýnt sig að íslendingar geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér og því líklega heillavænlegast að gerast hérað í €vrópu.

hins vegar er gaddavístútfærslan af €vrópufánanum tær snilld.

Brjánn Guðjónsson, 12.11.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

aha, þetta minnir mig á deiluna um fyrirhugað ákvæði laga um þjóðareign á auðlindum

Þjóðin gat ekki verið lögaðili en Ríkið gat verið vörsluaðili fyrir hönd þjóðarinnar. Þegar upp var staðið breytir túlkunin engu um eðli hlutanna.

Legal personality means nothing

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.11.2009 kl. 14:44

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk allir fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Axel Þór: Bretar samþykktu inngöngu í Efnahagsbandalagið á áttunda áratugnum. Thathcer talaði um "treaty to end all treaties" og að hvorki yrði um frekari samruna né valdaframsal að ræða. Svo kom Maastricht.

Sama á við um Dani. Þeir gengu í Efnahagsbandalagið undir því loforði/slagorði að þetta myndi aldrei breytast í ríkjasamband. Svo kom Maastricht. Hvorugri þjóðinni dugði að vissu fyrir því að þetta yrði ekki að yfirþjóðlegu valdi á öllum sviðum.

Haraldur Hansson, 12.11.2009 kl. 17:24

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Brjánn; það er því miður rétt hjá þér að íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið sig vel. Við getum þó veitt þeim aðhald.

Það yrði ekki til bóta að gera Jaques Barrot, Siim Kallas, Lázló Kovács og Neelie Kroes að ráðamönnum Íslands. Þau eiga öll sæti í Framkvæmdastjórn ESB og eiga öll vafasama fortíð.

Barrot fékk fangelsisdóm fyrir fjárdrátt árið 2000 og fyrirtæki í eigu Koos tengist vafasömum vopnaviðskiptum. Svo má bæta Peter Mendelson á listann þótt hann sé snúinn aftur heim til Bretlands. Hann var látinn afplána fjögur ár í Brussel eftir skandal heimafyrir.

Ætli Androulla Vassiliou og Vladimír Spidla geti bent á Ísland á kortinu? Við getum ekki kosið þau; hvorki í embætti né úr þeim.

Haraldur Hansson, 12.11.2009 kl. 17:27

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Jóhannes: Ef "legal personality" skiptir ekki máli, hvers vegna var þá verið að festa þetta í lög? Meira að segja splæst sjálfstæðri lagagrein undir þessa einu setningu! Ekki var það upp á grín.

Hvað með nýja forsetann, skiptir hann ekki máli? En utanríkisráðherrann? Eða stjórnarskráin, er hún kannski aukaatriði líka? Eða allar þessar miklu lagabreytingar sem fylgja Lissabon, eru þær léttvægar? Svo ekki sé talað um breyttar reglur um atkvæðavægi, þær skipta kannski ekki máli heldur.

Evrópusambandið er gott. Af því bara. Nei, come on!

Haraldur Hansson, 12.11.2009 kl. 17:32

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru þá forsendurnar fyrir umsókninni farnar, fyrst þessi gríðalega breyting á eðli sambandsins verður?  Ég hefði haldið það. 

Ég tók annars eftir að Jóhanna er að leggja fram lög um þjóðaratkvæðagreiðslur, þar sem eina viðbótin er að hægt verði að efna til "leiðbeinandi " atkvæðagreiðslna utan þeirra kvaða sem stjórnarskráin kveður á um.

Til hvers? Jú, svo hægt verði að vísa umsókninni beint í þjóðaratkvæði áður en forsetinn sker úr um málið.  Einnig opnar það á að það verði hægt að halda slíkar atkvæagreiðslur eins oft og þurfa þykir til að fá "Rétta" niðurstöðu. 

Það er vert að skoða þetta frumvarp í ljósi þessa, því þarna eru einhver klókindi á ferð, sem eru í beinum tengslum við evrópusambandsinngöngu. 

Það eina sem þarf að breyta í þessari lögjöf er að gera þjóðaratkvæði, sem koma til vegna inngripa samkvæmt stjórnarskrá, bindandi og einnig binda í lög að ákveðinn lágmarkstími líði á milli slíkra atkvæðagreiðslna um sama mál, t.d. 10-15 ár, nema í neyð beri. 

Það er gott að hafa það í huga, þegar rætt var um þjóðaratkvæði í tilfelli forsetaáfríunnar í undanfara umsóknarferlisins, þá gengu samfykingarmenn fram hver af öðrum og hét ví ljóst að hunsa slíkar niðurstöður ef þeim líkaði ekki, á forsendum þess að þær væru ekki bindandi samkvæmt lögum. Sögðu þjóðaratkvæði aðeins leiðbeinandi og að sannfæring ríkistjórnarinnar trompaði slíkt út.  Það var öll virðingin fyrir lýðræðinu. Þessvegna þarf að gera þetta bindandi.

Þessu á að lauma í gegn í upplausninni í von um að menn sjái ekki brelluna.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2009 kl. 17:59

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta frumvarp er einungis gert til að ryðja úr vegi hugsanlegum hinsdrunum í lýðræðisferlinu.  Það á að beita ofbeldi í þessu máli og lagaklækjum þrátt fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á móti.  Einhver hefði kallað þetta landráð, en þar sem það er þykir ekki par fínt, þá ætla ég að sleppa því hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2009 kl. 18:03

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Haraldur, fantagóður hér síðustu dagana.

Þú bendir á meinið, þrýstir á kýlin, lætur ekki þagga niður þína skýru rödd sem talar mái sannleikans.

Heilar þakkir.

Jón Valur Jensson, 12.11.2009 kl. 18:04

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Myndin minnir mig á krabbaþokuna í belti Óríon. En ESB breytist bara miklu hraðar eða á zilljón sinnum ljóshraða miðað við Óríon.

Það er hægt að skoða krabbaþokuna með venjulegum sjónauka. En endurskoðendur eru ennþá að leita að lögmæti ESB með smásjám. Hafa leitað í 15 ár. Þar dugar enginn smá sjónauki, feluleikurinn er svo stórkostlegur.

Takk fyrir þetta Haraldur

PS: Ef þið sjáið norðurljós á himni bráðum þá vitið þið að það er ára Brussel sem þið sjáið á himninum. Glampinn frá massífu atvinnuleysi í ESB. Kattaskíturinn í tunglsljósinu. 

"Óh babe . .¨!"#!"#$  in the moonlight . . "

Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2009 kl. 18:13

13 identicon

Þessi bloggfærsla fer inná topp 10 yfir þær bloggfærslur sem munu verða sér mest til skammar og niðurlægingar vegna bjánaskapar og heimsku.

Þetta mun ekki taka nema 20 daga að koma í ljós það sem ég er að segja hérna. Ég þarf ennfremur ekki að eyða mörgum orðum í það af hverju  þú hefur rangt fyrir þér í fullyrðingum þínum hérna. Þær munu falla um sig sjálfar eftir 19 daga.

Nýtt og nútímalegra ESB mun taka við eftir 19 daga.  ESB sem þjónar hagsmunum aðildarríkja sinna og fólksins sem þar býr.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 20:06

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvar stæðu nú evropusinnar án málefnastuðnings og rökfestu Jóns Frímann?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2009 kl. 20:25

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei, hvað er að sjá. Jón Frímann kommentar og hann talar ekki um að pistlahöfundur sé að fara með rökleysu og sér til stuðnings þá bætist við tengill inn á einhverja wiki síðu.

Fannar frá Rifi, 12.11.2009 kl. 20:57

16 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk allir fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Frumvarp til laga um þjóðaratkvæði er plagg sem vert er að fylgjast vel með. Jafnframt myndi ég vilja að sett væru lög sem útilokuðu erlend afskipti af afgreiðslu þjóðarinnar á viðkvæmum málum, svo ESB geti ekki viðhaft sömu ljótu lögbrotin hér á landi og gert var á Írlandi. Það var skammarlegt.

Haraldur Hansson, 13.11.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband