Skuldauppgjör í skjaldborgum

Það er óábyrg meðferð á fjármunum að borga skuldir sínar, sagði útrásarvíkingurinn, sem jafnframt er (sakleysislegt) andlit íslenskrar siðblindu.

Bendi öllum á að smella hér og lesa greinina "Skuldauppgjör í skjaldborgum". Hún er á blaðsíðu 12 í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra.

Þetta er grein eftir Aðalstein Hákonarson, sem fyrir tæpu ári ritaði grein um viðskiptavild sem vakti mikla umræðu. Hún hét "Skuldsettar yfirtökur og öfugur samruni" og fjallaði m.a. um hvernig viðskiptavild var (mis)notuð til að auka veðhæfi og taka enn meiri lán.

Í nýju greininni er fjallað um niðurfellingar skulda lögaðila, sem til stendur að gera án þess að færa niðurfellingu til tekna.

... verður ekki betur séð en að þeir sem njóti mests skjóls í þessum tillögum séu sjálftöku- og óreiðumenn sem kenndir voru við útrásina.

Eftir lesturinn geta menn svo velt fyrir sér hverjum er verið að redda. Hvort ríkustu fjölskyldurnar sem skera sig úr njóti góðs af gjörningnum umfram aðra. Ég ætla að sleppa kommentum um efnið í bili, en þetta eru lokaorð greinarinnar:

Það er ótrúlegt hvernig hægt er að koma þessum málum í búning sem kenndur er við skjaldborg um fólkið, heimilin og fyrirtækin. Er ekki komið nóg af rugli í þessu þjóðfélagi?

 


mbl.is Þær ríkustu skera sig úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband