1.12.2009 | 20:06
Lögmálið um IceSave
Hverjar eru líkurnar á að allar örvhentar konur séu fylgjandi IceSave? En að allir rauðhærðir karlmenn séu á móti? Auðvitað engar. Þetta mál er þeirrar gerðar að svona regla getur ekki verið til.
Samt er til IceSave-regla, nánast lögmál. Reglan er svona:
Þeir sem eru fylgjandi því að Ísland gangi í ESB - og eingöng þeir - eru jafnframt fylgjandi því að IceSave skuldaklafinn verði lagður á íslenska þjóð.
Það er engin góð regla án undantekninga. Undantekningin sem sannar regluna eru fáeinir vinstri grænir, sem vegna pólitískrar skákblindu vilja kosta öllu til svo halda megi lífi í sitjandi vinstri stjórn.
Þessi samfylgni er ekki nein tilviljun. Skýringin er að langflestir IceSave sinnar koma úr Samfylkingunni. Þeir eru ekki að hugsa, tala eða kjósa um IceSave heldur um það eitt að koma Íslandi inn í Evrópuríkið.
Samfylkingin er hættulegur flokkur. Alveg stórhættulegur.
![]() |
Stenst Icesave stjórnarskrá? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 00:24
Flaggað í hálfa stöng
Dagurinn í dag er merkilegur. Runninn er upp 1. desember og við Íslendingar höldum upp á að 91 ár er liðið síðan Ísland öðlaðist fullveldi. Á sama tíma verður fullveldi 27 annarra Evrópuþjóða formlega skert.
Í dag tekur Lissabon stjórnarskráin gildi og þar með er Evrópuríkið formlega stofnað. Það sem í gær voru aðildarríki ESB eru í dag aðildarhéröð Evrópuríkisins. Meðfylgjandi mynd er vel við hæfi, en hún sýnir fána þjóðanna 27 blakta í hálfa stöng, ásamt bláa ríkisfánanum.
Nýlega kom út endurbætt útgáfa af samningum Evrópuríkisins eins og þeim er breytt með hinni dulbúnu stjórnarskrá sem kennd er við Lissabon. Samningurinn sjálfur hefur ekkert skánað, en bókin er skýr og auðlesin.
Þessa bók (pdf) er hægt að sækja ókeypis (hér).
Ég mæli sérstaklega með því að menn kynni sér töflu fremst í bókinni, þar sem sýnt er hvernig atkvæðaréttur fámennustu aðildarhéraðanna verður því sem næst þurrkaður út.
Ég óska öllum Íslendingum til hamingju með daginn og tek heilshugar undir kröfu Heimssýnar um að draga ESB-umsóknina til baka. Ég óska þess líka að á Íslandi verði áfram hægt að flagga í heila stöng 1. desember ár hvert. Að Íslandi verði aldrei breytt í aðildarhérað í nýja Evrópuríkinu.
![]() |
Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.11.2009 | 16:51
Hið ljóta ljóta leyndarmál
Hvað er það sem við fáum ekki að vita um IceSave? Ég hef lengi haft það á tilfinningunni að það sé eitthvað í þessu máli sem þjóðin fær ekki að vita um. Eitthvert ljótt leyndarmál.
Fyrir fjórum vikum skrifaði ég þessa athugasemd:
Hvert leyndarmálið er veit ég ekki. Kannski það sama og fékk Steingrím til að taka U-beygju í IceSave og AGS, þó það hafi ekki dugað til að snúa Ögmundi. En þarna eru greinilega upplýsingar sem við óbreyttir kjósendur höfum ekki aðgang að.
Stundum þurfa tiltekin gögn að vera trúnaðarmál. Hér er hins vegar gefið í skyn að eitthvað stórt búi að baki þvingaðri afstöðu ráðherra þessu stórmáli. Eitthvað sem mun hafa áhrif á velferð allrar þjóðarinnar.
Kannski er til einhver "skynsamleg" skýring á því hvers vegna Steingrímur Joð snérist á einu augabragði í AGS og IceSave. Á einu augabragði. Einarður stuðningur Samfylkingarinnar hefur hins vegar ekkert með skynsemi að gera, heldur drauminn um að ryðja úr vegi hindrunum á velferðabrúnni til Brussel.
Það er tæplaga ásættanlegt ef ráðherra stígur í ræðustól á Alþingi og fer með hálfkveðnar vísur. Gefur í skyn að okkur standi ógn af einhverju sem enginn má vita hvað er. Nú þarf Steingrímur að útskýra málið.
![]() |
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2009 | 16:43
Frostavetur eða ísöld? Þitt er valið!
Með því að fella nýja IceSave frumvarpið væru menn "að kalla yfir sig algeran frostavetur" sagði Jóhanna Sigurðardóttir í þinginu á fimmtudaginn.
Með því að samþykkja frumvarpið væru menn að kalla yfir sig ísöld. Jóhanna nefndi það ekki. IceSave verður IceAge.
Samningarnir frá 5. júní hafa að geyma ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga, byggðar á umdeildri túlkun á lögum sem voru gölluð. Þar er gengið eins langt og frekjan leyfir, út yfir sanngirnis- og velsæmismörk.
Verði þeim hafnað getur það sem kemur í staðinn aldrei orðið verra. Kannski einn frostavetur, en það er þess virði til að afstýra ísöld.
Ný lög ESB um innstæðutryggingar taka af allan vafa um að gömlu lögin voru gölluð. Bretar heimta ríkisábyrgð til að "tryggja eftirá" og ESB tekur undir til að velta skaðanum af eigin handvömm yfir á íslenska þjóð.
Samfylkingin lítur á uppgjöf sem besta kost í málinu. Hún er aðgöngumiði inn í Evrópuríkið. Mesta hættan sem nú steðjar að Íslendingum er að gæluverkefni nokkurra krata skerði lífskjör komandi kynslóða.
Hvort má bjóða þér, hugsanlegan frostavetur eða ávísun á ísöld?
Ertu ekki örugglega búin(n) að kvitta?
![]() |
Tíu þúsund skrifað undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
26.11.2009 | 18:42
Bannað að gagnrýna ESB
Þessi upptaka er með hreinum ólíkindum.
Hún er frá Evrópuþinginu í Strasbourg í gær, miðvikudaginn 25. nóvember. Og þar sem tengslin milli IceSave og ESB verða ljósari með hverjum deginum (hér) ættu menn að velta fyrir sér orðum Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag með hliðsjón af þessari ræðu.
Ræða Farage er um 5 mínútur og mjög áhugaverð, hann ræðir m.a. um "kjör" tveggja lítt þekktra einstaklinga í stór embætti hjá Evrópuríkinu. Viðbrögð forseta þingsins og orðaskipti þeirra tveggja sem á eftir fylgja eru athyglisverð og aðfinnslur forseta vægast sagt sérstakar.
Farage uppskar ávítur fyrir ræðuna. Rifjuðu menn upp mál sem rekið var fyrir European Court Of Justice (C 274/99) af því tilefni, en samkvæmt úrskurði telst það vera móðgandi og ósæmileg hegðun að gagnrýn Evrópusambandið. Já, það er bannað að gagnrýna ESB!
Það er alveg klárt að Samfylkingin er ekki að hugsa um IceSave (hér) heldur að komast inn í Evrópuríkið. Ríkið sem vill banna gagnrýni, sniðganga lýðræðið og afnema atkvæðisrétt fámennustu aðildarhéraðanna (hér).
![]() |
Frostavetur falli Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 18:19
Sjómannaafsláttur í 55 ár
21.11.2009 | 15:19
ESB-skatturinn sem Jóhanna nefndi ekki
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.11.2009 | 13:41
Ef þingmenn mættu
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2009 | 00:42
Lítt þekktir leiðtogar
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.11.2009 | 18:11
José vantar konur!
18.11.2009 | 19:16
Skattarnir: Önnur tekjuöflun
18.11.2009 | 09:02
Dýrasta símanúmer í heimi
17.11.2009 | 12:59
Kaldal á hvolfi
Evrópumál | Breytt 18.11.2009 kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.11.2009 | 13:00
Frelsi til sölu - kostar €3,5 milljarða
14.11.2009 | 23:29