30.12.2009 | 12:50
Að kyrkja lítið dýr
Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti" sagði Jón Hreggviðsson, ein frægasta persóna Halldórs Laxness. Líklega bar snærisþjófurinn frá Rein meira skynbragð á réttlæti en þau sem nú fara með stjórn Íslands og hafa ekki í sér dug til að stand vörð um rétt þjóðarinnar. Samt buðu þau sig fram og voru kjörin til þess.
Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því armsleingd frá sér, herðir takið um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þó tröll komi með blíðskaparyfirbragði og segist skulu frelsa það. Hitt er lífsvon þess að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess.
Ef varnarlaus þjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni einsog því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita.
Þetta sagði Arnas Arnæus, önnur fræg persóna úr Íslandsklukkunni, þegar honum var boðið að gerast landstjóri Þjóðverja á Íslandi. Og hann bætti við: "Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."
Því miður er reisn af þessu tagi ekki að finna meðal þeirra sem nú sitja á valdastólum. Mörg þeirra vilja játast undir tröllsvernd af dugleysi og hugleysi einu saman. Arne Arnæus sendi Jón Hreggviðsson frá Rein heim til Íslands með þessi skilaboð:
Þú getur sagt þeim frá mér að Ísland hafi ekki verið selt; ekki í þetta sinn. Þeir skilja það seinna.
Vonum að Ísland verði ekki selt núna heldur. IceSave uppgjöfin gæti verið forleikur að hinni endanlegu uppgjöf kratanna, sem enn trúa á blíðskaparyfirbragð og halda að Evrópuríkið sé bara efnahagsbandalag. Svo sterk er trú þeirra að þeir vilja leggja IceSave drápsklyfjar á þjóð sína til að komast þangað inn.
![]() |
Svavar neitaði að mæta á fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2009 | 02:12
Valgerður/valkostur í Kastljósinu
Er konan klikkuð? spurði ég sjálfan mig upphátt þegar ég horfði á Valgerði Bjarnadóttur í Kastljósinu í kvöld. Umræðuefnið var IceSave, hvað annað. Meðal annars var spurt um hvort bera ætti málið undir þjóðaratkvæði. Valgerður sagðist alls ekki vantreysta fólki, en bætti svo við:
Ég tel þetta mál hins vegar þess eðlis, að ég tel að það sé betra að kjörnir fulltrúar fjalli um það, beri ábyrgð á því takist á við afleiðingarnar og sé þá hent út af þingi þegar þar að kemur, ef fólkið telur að það hafi verið rangt.
Ef kjörnir fulltrúar taka ranga ákvörðun á að leysa málið með því að henda þeim út af þingi og kjósa nýja. IceSave skuldin hverfur ekki við það. Þjóðin situr samt eftir með drápsklyfjar, en það á að vera í lagi af því að það eru komnir nýir þingmenn.
Má ég biðja um nýjan valkost? Að henda kjörnum fulltrúum útaf þingi ÁÐUR en þeir valda skaða. Það er orðið deginum ljósara að þeim er ekki treystandi í þessu máli, því miður.
Bara í kvöld birti Mbl.is 6 fréttir um IceSave á þremur tímum. Eyjan og Vísir birtu 6 fréttir til viðbótar en DV virðist ekki vera með kvöldvakt. Fréttirnar eiga meira og minna rætur að rekja til bakhandarvinnubragða ríkisstjórnarinnar.
Stjórnin hefur klúðrað málum á öllum stigum, leynt gögnum, haft í hótunum og ítrekað orðið uppvís að því að segja þingi og þjóð ósatt. Hún eyðir kröftum sínum í að réttlæta vondan samning. Ver hagsmuni Breta og Hollendinga með kjafti og klóm en gætir ekki hagsmuna þjóðar sinnar. Íslenskur almenningur hefur enga ástæðu til að treysta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli.
Þingmenn Samfylkingar virðast í keppni um hver getur þagað mest í umræðunni um þetta stóra og erfiða mál. Þeir bíða bara eftir því að Jóhanna segi þeim að mæta í þingsal og styðja á já-hnappinn. Þá er nú heilbrigðara að láta þjóðina um að taka ákvörðun.
![]() |
Icesave-umræðu frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2009 | 19:21
Flokkurinn eða þjóðin
Það kemur æ betur í ljós hvílík mistök það voru að sækja um aðild að ESB á meðan IceSave var enn óklárað. Umsóknin hefur orðið að vopni í höndum Breta, meira að segja svo að Jóhanna Sigurðardóttir kvartaði undan því í stefnuræðu sinni. Þessi ótímabæra umsókn hefur skapað vonda umgjörð um IceSave og gert það mun erfiðara viðfangs en ella.
Það voru hræðileg mistök hjá Steingrími að láta Jóhönnu og Össur þvinga sig í þessa umsókn svo löngu áður en hún gat með nokkru móti talist tímabær.
Það hljómar alltaf jafn fáránlega þegar talað er um að afdrif frumvarpsins (sem er um að skemma IceSave lögin frá því í sumar) séu í höndum tveggja eða þriggja þingmanna. Það eru 63 kjörnir fulltrúar á þingi og þeir eiga allir að greiða atkvæði af skynsemi og með hagsmuni þjóðar sinnar að leiðarljósi. Líka Samfylkingarmenn, þótt engin virðist gera kröfu til þeirra um það.
Í viðtengdri frétt er sagt að Ásmundur Einar Daðason muni líklega styðja frumvarpið. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að formaður Heimssýnar láti þvinga sig til þess að skrifa upp á þennan aðgöngumiða Samfylkingarinnar að Evrópuríkinu.
Hvort er mikilvægara, ein ríkisstjórn eða framtíð þjóðarinnar? Einn stjórnmálaflokkur eða lífskjör okkar allra næstu áratugina?
Ég spyr vegna þess að í fréttinni er sagt að Ásmundur Einar muni styðja nýja skemmdar-frumvarpið um IceSave "til að ekki verði sundrung innan Vinstri grænna". Þegar menn líta til baka eftir þrjátíu ár verður það algjört aukaatriði hvort það varð sundrung í einhverjum stjórnmálaflokki árið 2009. Eða hvort vinstri stjórnin féll í janúar eða júní. Á næsta ári eða þarnæsta. Það væri algjörlega galið að segja já við skemmdar-frumvarpinu á þessum forsendum.
Í fréttinni segir líka "fáir vilja bera ábyrgð á því að hafa fellt vinstri stjórnina". Því spyr ég aftur, hvort skiptir í raun og veru meira máli, ein ríkisstjórn eða framtíð þjóðarinnar og lífskjör?
![]() |
Átök innan Vinstri grænna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2009 | 18:32
IceSave í stuttu máli - MYNDIR
Kaffibollinn og baukurinn eru löngu orðin tákn fyrir IceSave málið í augum þeirra sem lesa Mbl.is reglulega. Á sama hátt er mynd út-um-gluggann orðin að föstu viðhengið við sjónvarpsfréttir RÚV af málinu.
Núna er Alþingi með IceSave frumvarp til afgreiðslu sem snýst ekki um IceSave. Lög um ríkisábyrgð voru samþykkt í sumar. En svo illa vildi til að Darling sagði ekki strax já og Gordon Brown geispaði. Við það fóru kratar á taugum og bjuggu til nýtt frumvarp. Enda er Gordon Brown formaður bresku Samfylkingarinnar og ekki mega kratar styggja hann.
Nýja frumvarpið er um að skemma IceSave lögin frá því í sumar og veikja þannig varnir Íslands. Tilgangurinn er að halda lífi í Samfylkingunni og að fá Brown til að hætta að geispa.
Allir þingmenn Samfylkingarinnar voru tilbúnir að segja já við upphaflega frumvarpinu í sumar, án þess að hafa kynnt sér samninginn. Frumvarpið var ein grein (auk gildistökuákvæða) og án nokkurra fyrirvara. Alþingi henti því í pappírstætarann.
Í sumar lagði Alþingi mikla vinnu í að búa til alvöru frumvarp sem síðan varð að lögum um ríkisábyrgð vegna IceSave. En af því að Gordon Brown var ekki alveg nógu kátur vilja kratar nú frekar þóknast honum en gæta hagsmuna þjóðar sinnar.
Það dettur engum fjölmiðlamanni í hug að ganga á Samfylkingarmenn og krefja þá skýringa á afstöðu sinni. Þeir eru í sporum þeirra sem "bara hlýða skipunum" og telja sig þannig ekki bera ábyrgð á atkvæði sínu.
Þótt fram komi íslensk lögfræðiálit sem mæla gegn samþykkt á nýja skemmdar-frumvarpinu, breytir það engu. Þótt fram komi erlend álit unnin fyrir Alþingi, breytir það engu. Þótt Ingibjörg Sólrún komi fram með upplýsingar sem kippa stoðunum undan röksemdum krata, breytir það engu. Bara drífa málið í gegn í nafni Gordons Brown og Evrópusambandsins.
Það er löngu orðið ljóst að fyrir Samfylkingunni snýst IceSave málið um Samfylkinguna en ekki íslensku þjóðina. Aðild að ESB er eina stefnumál flokksins og það skaðast ef ekki er látið undan ofbeldi formanns bresku Samfylkingarinnar.
Sumir halda því fram að ríkisstjórnin springi ef nýja skemmdar-frumvarpinu verður hafnað. Sé það raunin, þá sýnir það okkur aðeins eitt; að Samfylkingin á ekkert erindi í þjóðmálin. Íslenska þjóðin á ekki að taka á sig umdeildar drápsklyfjar til þess eins að halda lífi í slíkum flokki.
Verði nýja frumvarpið að lögum hlýtur það að verða erfitt, fyrir þá sem segja "já", að líta um öxl eftir nokkur misseri. Þá verða menn komnir með meiri fjarlægð á málið og skýrari sýn. Þá verður sárt að sjá að menn hafa skaðað stöðu Íslands til þess eins að halda lífi í stjórnmálaflokki sem er orðinn vonlaus hvort sem er. En þá kann að vera orðið of steint að leiðrétta mistökin og það er íslenskur almenningur sem borgar.
![]() |
Skuldugasta þjóð á byggðu bóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.12.2009 kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2009 | 10:54
Það er kúl að segja "djók" á þingi
Það er algjört möst að þingforseti sé ekki að bögga þingmenn með svona sorrí aðfinnslum. Hún verður að díla við að málið breytist og kannski að taka smá test í málinu.
Orðið "djók" er í nýju íslensku orðabókinni, sem ber undirtitilinn Grundvallarrit íslenskrar tungu, en flokksbróðir Ástu Ragnheiðar og varaþingmaður ritstýrði verkinu.
Í bókinni má finna orðin möst, sorrí, djúsí, næs, bögga, fokk, díla, djók, sjitt, fokking, kúl, test og mörg fleiri ný- og slanguryrði.
Strax í næstu útgáfu þarf að öppdeita og adda nokkrum orðum. Við verðum að feisa það að bókin verður bara stjúpid og boring ef ekki er dánlódað nýju stöffi reglulega.
Ásta Ragnheiður var kjörin á þing til að sinna þjóðmálunum en ekki tungumálinu. En vilji hún gera það líka væri nær að hún berðist gegn yfirvofandi brusselsku en að amast við því sem stendur í íslenskri orðabók.
![]() |
Bannað að segja djók á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2009 | 21:34
Ummæli ársins 2009 á Jóhanna Sigurðardóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.12.2009 | 21:47
Jóka eða bara Joke?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.12.2009 | 18:22
Talar þú brusselsku?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2009 | 18:15
Hákarlarnir blómstra
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2009 | 12:54
1.875 ESB-vottorð um fisk!
6.12.2009 | 23:47
Þeir bara stjórna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.12.2009 | 18:25
Íslendingar vilja gefast upp
3.12.2009 | 22:00
Grjótkast úr glerhúsi ESB
2.12.2009 | 12:58