12.10.2011 | 08:25
NEI þýðir NEI (nema "þeir" vilji að það þýði JÁ)
Í gær sagði hún Slóvakía litla NEI. Hún vill ekki láta þröngva sér til samvinnu. Hún er of lítil og veikburða fyrir verkefnið. Menn, sem eiga mikið undir sér, munu gera út sendinefnd" til Bratislava, snúa upp á höndina á henni af brusselskri kurteisi og útskýra hvað er henni fyrir bestu.
Annars er úti um evruna" segir sendinefndin. Ef hún hrynur þá myndi það "eyðileggja jafnvel fjármálakerfi heimsins" segja Soros og hópur fyrrverandi ráðamanna.
Nei þýðir Nei" sagði í góðu slagorði hér um árið. En það er ekki algilt. Nei þýðir ekki annað en það sem "þeir" vilja að það þýði. Slóvakía litla getur ekki breytt því. Nú þarf Radicova forsætisráðherra að finna leið til að segja Já.
VG er eina vonin
Eina von Radicovu til að þóknast sendinefndinni" er að finna slóvakíska útgáfu af VG. Einhvern flokk sem er tilbúinn að selja sálu sína; segja bara Já og fá stóla og góð embætti í staðinn.
Sendinefndin kann sitt verk. Þaulæfð í fantaskap kom hún fram vilja sínum á Írlandi. Hún heimsótti líka forseta Tékklands og las honum pistilinn. Honum hafði orðið það á í hátíðarræðu að hvetja til alvöru lýðræðis í ESB, sem féll í grýttan jarðveg í Brussel.
Þegar Þjóðverjar hafa hátt, skjálfa hinir.Þegar Pólverjar hafa hátt, segir forseti Frakklands þeim að hafa lágt.
Þegar Frakkar kjósa rangt, hrynja stjórnarskrárdrög ESB.
Þegar Írar kjósa rangt, eru þeir látnir kjósa aftur.
Þetta er tilvitnun í 14. grein Tómasar Inga Olrich í vönduðum greinarflokki um Evrópusambandið. Nú má bæta við: Þegar Slóvakía segir Nei verður hún látin "hugsa sig um" og segja Já.
Evran gæti leitt til hruns á heimsvísu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2011 | 21:20
Blindur ber haltan
Eftir enn einn neyðarfundinn þar sem ákveðið var að fresta því að halda annan neyðarfund um að taka ákvörðun síðar, er allt í steik í Evrulandi. Þetta er orðið bæði sorglegt og hættulegt.
Presseurope birti þessa mynd þar sem blindur Sarkozy ber halta Merkel á bakinu.
Eftir að slóvakíska þingið sagði NEI í dag við björgunarpakkanum" er ástandið orðið mjög alvarlegt. Slóvakía, fátækasta ríki innan ESB, átti að leggja talsverða fjárhæð í sjóðinn; peninga sem Slóvakar eiga ekki til.
Radicova forsætisráðherra lagði ríkisstjórnina undir og nú er hún í raun fallin. Síðasta hálmstráið er að henni takist að vinna hugmyndinni aukið fylgi á næstu dögum og láta kjósa um pakkann" aftur. Þegar lítil ríki í ESB segja nei eru þau alltaf látinn kjósa aftur.
Þangað til sitja þau hnípin, milli vonar og ótta. Merkel segir ekkert, Sarkozy sér ekkert og Barroso heyrir ekkert og veit ekkert heldur.
Slóvakar fella björgunarsjóðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2011 | 00:00
Barnaleikföng og bjánarnir í Brussel
Reglurnar eru hver annarri vitlausari: Hámark skal sett á hávaða af barnahringlum, börnum yngri en 8 ára er bannað að blása í blöðrur og ekki má selja partýflautur þeim sem eru yngri en 14 ára.
Þá er leikfangavaralitur bannaður og ekki má nota segulstál í leikföng. Þar með hverfa litlir leikfangakranar og gamall fiskaleikur úr búðarhillunum. Svo geta leikfangabangsar orðið óhreinir og hættulegir og við því þarf að bregðast. Er þá ekki allt upp talið, en vatnsbyssur eru ekki bannaðar. Ekki ennþá.
Öryggisfulltrúi, sem hefur eftirlit með framleiðslu leikfanga, segir að þetta muni auka enn á pappírsfjallið sem framleiðendur glíma við. Kostnaður við prófanir og vottun eykst, sem leiðir til verðhækkana.
Bjánarnir í Brussel
Peter Oborne fékk skammir fyrir að kalla embættismann the idiot in Brussels" í beinni á BBC. Sá var talsmaður kommissars Rehn og talaði eins og vélmenni. Núna, hins vegar, þykir blaðmönnum sjálfsagt að tala um the idiots in Brussels" þegar þeir skrifa fréttir af afrekum möppudýranna.
Lesendur eru sammála. Einn segir þetta sömu möppudýr og fyrirskipuðu að setja skuli aðvörunina Gæti innihaldið hnetur" á hnetupakka. Annar spyr hvort ekki verði skylda að stappa allan mat fyrir börn yngri en 8 ára í öryggisskyni.
Ekki kenna ESB um, segir einn lesandinn. Þetta er ekki þeim að kenna heldur stjórnmálamönnunum okkar, sem hafa ekki burði eða kjark til að koma okkur út úr Evrópusambandinu
Mæli með grein á Mail og kommentum lesenda. Líka er fjallað um afrek möppudýranna á Express, Telegraph og fleiri miðlum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2011 | 16:24
Maðurinn sem rústaði evrunni
Ætlar þú að skrá nafn þitt á spjöld sögunnar sem maðurinn sem rústaði evrunni? Þannig hljóðar fyrsta spurningin í viðtali sem Spiegel átti við Richard Sulik, slóvakískan þingmann. Viðhorfið sem tónninn lýsir er ekki geðfellt.
Írland þekkir þetta líka. Írska þjóðin gekk til kosninga undir brusselskum hótunum þegar hún var þvinguð til að kjósa aftur og samþykkja Lissabon sáttmálann. Tékkar hafa einnig fengið að kenna á yfirgangi valdhafanna í Brussel.
Mr. Sulik, do you want to go down in European Union history as the man who destroyed the euro?
Richard Sulik er 43 ára hagfræðingur, sérfróður um skattamál. Hann situr á þingi fyrir einn af stjórnarflokkunum. Sulik er á móti björgunarpakkanum" og færir fyrir því prýðis góð rök. Atkvæðagreiðsla um málið fer fram í þinginu á þriðjudaginn.
Slóvakar unnu sig nýlega út úr efnahagsþrengingum, af fádæma dugnaði. Svo tóku þeir upp evru 2009. Nú er þess krafist að þeir leggi til peninga (sem þeir eiga ekki) til að hjálpa öðrum að gera það sama og þeir þurftu að gera hjálparlaust. Það vill Sulik ekki, enda gengur slík aðstoð" gegn 125. grein Lissabon sáttmálans.
Í Slóvakíu eru tekjur manna lægstar í Evrópusambandinu. Slóvakar eiga að borga mest, hlutfallslega, miðað við þjóðartekjur.
Aðeins Slóvakía og Malta eiga eftir að samþykkja björgunarpakka" Evrulands. Eru einhverjar líkur á að slík smáríki í ESB fái að taka sínar ákvarðanir, án afskipta, sem sjálfstæð fullvalda ríki? Ó nei, fyrsta spurningin í viðtalinu segir allt sem segja þarf. Hún endurspeglar hugarfar stóru ríkjanna í ESB gagnvart þeim minni.
Í dag sátu Merkel og Sarkozy fund um evruvandann, en hin evruríkin 15 sem eiga rödd við borðið" sitja heima. Þeim verður sagt hvað þau eiga að gera.
Dexia-bankanum skipt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2011 | 01:24
Egill Helgason varð sér til skammar
Það er hiti í framsóknarkonum og eflaust fleirum yfir fádæma smekklausu myndbandi. Þar hefur bloggarinn Lára Hanna klippt saman nokkur brot með Vigdísi Hauksdóttur alþingismanni.
Myndbandið er gert Vigdísi til háðungar, eingöngu. Egill Helgason birti það á vefsíðu sinni, án athugasemda eða mildandi skýringa, undir fyrirsögninni Úr þinginu.
Vigdís Hauksdóttir er ekki fullkomin frekar en ég og þú. Hún getur kannski verið fljótfær og áköf í málflutningi sínum. Hugsanlega stundum seinheppin. En það réttlætir ekki einelti. Ekkert réttlætir einelti.
Myndbandið er ekki um nein málefni, ekki um pólitísk reikningsskil, heldur eru mismæli þingmannsins megin efnið. Inn á milli er svo skotið athugasemdum höfundar, sem taka af allan vafa um tilganginn. Svo endar það á hæðnishlátri.
Tilgangurinn er að hæðast að þingmanninum.
Að niðurlægja. Það er einelti.
Egill Helgason er ekki bara "einhver úti í bæ". Hann stýrir stærsta þjóðmálaþætti íslenskra fjölmiðla og verður því að gera meiri kröfur til sjálfs sín en "óbreyttur bloggari". Birting hans á myndbandinu gefur því aukna vigt. Meiri særingarkraft.
Til að bæta gráu ofan á svart bregst Egill við gagnrýni á fádæma hallærislegan hátt: "Ég gerði nú bara ekkert annað en að linka á þetta myndband."
Ha, ég? Nei, ég er saklaus. Ég setti bara link.
Myndbandið er smekklaust og Láru Hönnu ekki til framdráttar. Birting Egils lýsir hugsunar- eða dómgreindarleysi. Afsakanir hans eru fáránlegar.
Þau Egill og Lára Hanna ættu bæði að skammast sín.
Benti einungis á myndbandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2011 | 18:12
Sukk og svínarí. Patró og Álftanes.
6.10.2011 | 22:43
Súkkulaðigosbrunnur þarfnast viðgerðar
6.10.2011 | 08:45
Ný stjórnarskrá útilokar ESB aðild
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.10.2011 | 00:58
Græðgin magnast - skaðlegt kerfi heldur velli
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2011 | 17:38
Vinsæll lýðskrumari
3.10.2011 | 21:49
Excel hefur enga sál
3.10.2011 | 08:40
Naflaframboð Guðmundar/Gnarr
1.10.2011 | 21:46
Jæja Össur, var evran bara þýðingarvilla?
1.10.2011 | 13:19
Höfuð Árna Þórs er "vondur staður"
30.9.2011 | 12:52