NEI þýðir NEI (nema "þeir" vilji að það þýði JÁ)

Í gær sagði hún Slóvakía litla NEI. Hún vill ekki láta þröngva sér til samvinnu. Hún er of lítil og veikburða fyrir verkefnið. Menn, sem eiga mikið undir sér, munu gera út „sendinefnd" til Bratislava, snúa upp á höndina á henni af brusselskri kurteisi og útskýra hvað er henni fyrir bestu.

„Annars er úti um evruna" segir sendinefndin. Ef hún hrynur þá myndi það "eyðileggja jafnvel fjármálakerfi heimsins" segja Soros og hópur fyrrverandi ráðamanna.

„Nei þýðir Nei" sagði í góðu slagorði hér um árið. En það er ekki algilt. Nei þýðir ekki annað en það sem "þeir" vilja að það þýði. Slóvakía litla getur ekki breytt því. Nú þarf Radicova forsætisráðherra að finna leið til að segja Já.

VG er eina vonin

Eina von Radicovu til að þóknast „sendinefndinni" er að finna slóvakíska útgáfu af VG. Einhvern flokk sem er tilbúinn að selja sálu sína; segja bara Já og fá stóla og góð embætti í staðinn.

Sendinefndin kann sitt verk. Þaulæfð í fantaskap kom hún fram vilja sínum á Írlandi. Hún heimsótti líka forseta Tékklands og las honum pistilinn. Honum hafði orðið það á í hátíðarræðu að hvetja til alvöru lýðræðis í ESB, sem féll í grýttan jarðveg í Brussel.


Þegar Þjóðverjar hafa hátt, skjálfa hinir.

Þegar Pólverjar hafa hátt, segir forseti Frakklands þeim að hafa lágt.

Þegar Frakkar kjósa rangt, hrynja stjórnarskrárdrög ESB. 

Þegar Írar kjósa rangt, eru þeir látnir kjósa aftur.
 

Þetta er tilvitnun í 14. grein Tómasar Inga Olrich í vönduðum greinarflokki um Evrópusambandið. Nú má bæta við: Þegar Slóvakía segir Nei verður hún látin "hugsa sig um" og segja Já.
 


mbl.is Evran gæti leitt til hruns á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hræðslu vitleysa og alveg rangt fyrir þér vinur.....þetta er allt um politík í slovakíu eins og vitleysan hér og vald yfir litlu krónuni okkar.

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 08:39

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Held að Þorsteinn Halldórsson þurfi að kynna sér sögu Evrópusambandsins... Þetta er nefnilega nokkuð rétt ályktað hjá síðuhaldara varðandi knésetningu lýðræðis í Evrópu. Menn eru látnir kjósa þangað til viðunandi niðurstaða fæst. Einnig er þaggað niður í mönnum sem segja eitthvað sem ekki er "æðri máttarvöldum" þóknanlegt.

tek fram að "æðri máttarvöld" í þessu sambandi er hið æðsta "sovét" í Brussel.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.10.2011 kl. 10:50

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Richard Sulik, sem málið strandið á í Bratislava, er aldeilis ekki sammála Þorsteini. Málið á sér líka aðdraganada sem verður að hafa í huga.

Hitt er rétt að það var pólitísk skák í því að tengja björgunarpakkann vantrausti á ríkisstjórnina. Áskorun Soros og endalausar krísufréttir létta ekki spennunni af Slóvakíu, sem yrði gerð að blóraböggli ef ef pakkinn kemst ekki í gegn.

Haraldur Hansson, 12.10.2011 kl. 12:48

4 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er hárrétt greining hjá Haraldi. Aðildarríkin munu ekki taka á sig þessar byrðar og táknar þetta því upphafið á endalokum Evrusvæðisins. Segjum nú að sambandinu tækist að berja leiðtogaráðið til hlýðni í þessu máli, þá væri það bara rétt byrjunin.

Evrópusambandið er bara komið að hindrun sem það kemst ekki yfir.

Gunnar Waage, 12.10.2011 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband