Vinsæll lýðskrumari

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, ritar kröftugan pistil á Pressuna í dag. Þar setur hann m.a. fram gagnrýni á stjórnlagaráð. Að því marki sem ég hef sökkt mér niður í texta stjórnlagaráðs get ég tekið undir þá gagnrýni. Tíunda það ekki frekar hér, kannski síðar.

Það er annar kafli í grein hans sem mér finnst magnaður.


Það er ekkert að því að fólk taki sig saman og stofni nýja stjórnmálaflokka. Það er hins vegar nauðsynlegt að það fólk deili svipaðri pólitískri hugmyndafræði og lífsýn.

Stofnun nýrra flokka kringum vinsæla frasa eins og lýðræði, frjálslyndi, jafnrétti, siðferði og umhverfisvernd er á sandi byggt og hefur aldrei reynst vel. Slíkir flokkar splundrast gjarnan á fyrsta þingi eftir kosningar.

Svo þegar betur var að gáð reyndist þetta ágæta fólk hvorki vera lýðræðissinnaðra, frjálslyndara, jafnréttissinnaðra, siðlegra né umhverfisvænna en aðrir. En það eina sem það átti kannski sameiginlegt var lýðskrum og tækifærismennska.
 

Nú veit ég ekki hvort Brynjar er að beina þessum orðum sínum að einhverjum sérstökum, en nýtt og nafnlaust afl kom strax upp í huga mér við lesturinn. Þingmanni þess gekk vel að hitta kjósendur í ræðu í gær, einmitt með frösum. "Það er nefnilega ekki það sama að vera vinsæll lýðskrumari og standa sig vel í að gæta hagsmuna lands og þjóðar" eru lokaorðin í pistli Brynjars.

Mæli eindregið með að menn lesi pistil lögmannsins. Það sem hann segir um stjórnlagaráð er áhugavert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Haraldur, takk fyrir að vekja athygli á grein Brynjars. Best að lesa hana. Sammála að lýðskrumari elegans er fæddur og flutti tunnuræðu úr ræðustól Alþingis í gær.

Jón Baldur Lorange, 4.10.2011 kl. 20:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má vera að tunnuræða Gumma hafi hitt einhverja kjósendur, en fyrir þá sem hafa fylgst með honum og vilja fá að vita fyrir hvað hann stendur í pólitík, þá var niðurstaðan söm og áður. Hann vill ganga í ESB og búið. Önnur mál sem hann imprar á eru dægurmál sem eru fallin til þess að lokka fólk, en þó gætir hann þess vandlega að gefa ekki upp hvar hann stendur raunverulega í þeim málum. Hann opnar á þau en tekur aldrei neina afstöðu, svo kjósendur standa eftir jafn lokaðir fyrir honum og áður.

Grein Brynjars er góð.

Gunnar Heiðarsson, 4.10.2011 kl. 21:31

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þetta er mögnuð grein hjá Brynjari Níelssyni – leikur þá grátt hina ýmsu sjálfskipuðu "frjálslyndu" menn og umhverfisvænu og ég veit ekki hvað og hvað.

Umfram allt er þó fengur að ábendingum Brynjars um "stjórnlagaráð", óráðstal þess um bæði umboð sitt og um viðfangsefni eins og t.d. mannréttindi og ruglingskennda stefnuna um vald forsetans í stjórnskipan landsins.

Svo ætlast þau ekki aðeins til þess að fá að knýja í gegn viðstöðulausa þjóðaratkvæðagreiðslu um "frumvarp" sitt, þvert gegn gildandi stjórnarskrá, í krafti hótunar um að stofna ella stjórnmálaflokk, heldur er krafan sú, að ENGINN, hvorki Alþingi né þjóðin, fái að breyta stafkrók í þessu frumvarpi þeirra, þar verði bara kosið á milli "nýju stjórnarskrárinnar" og hinnar "gömlu"! – og eins þótt sú nýja flytji inn ákvæði frá Brussel um að framselja megi fullveldi landsins til Brussel !

Jón Valur Jensson, 5.10.2011 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband