Sigur í stríðinu gegn lýðræði

Enginn Breti, yngri en 54 ára, hefur nokkurn tímann fengið að greiða atkvæði um þátttöku Bretlands að Evrópusambandinu. Það er angi af hinu brusselska lýðræði.

  
eu-democracy1Undirskriftalisti frá almenningi var undanfari tillögu í breska þinginu. Hún var um „leiðbeinandi þjóðaratkvæði" um aðild Bretlands eða tengsl þess við ESB. Tillagan var felld með 483 atkvæðum gegn 111.

Fyrir kosningar lofaði David Cameron þjóðaratkvæði um tengsl Breta við ESB og Nick Clegg hafði stór orð um að færa Bretum langþráð tækifæri til að greiða atkvæði um málið. Þeir fengu tækifæri í gær en guggnuðu. Svik Cleggs myndu gera hvaða VG-liða sem er stoltan.

Allir formenn stóru flokkanna; Cameron, Clegg og Miliband lögðust gegn tillögunni. Nú væri ekki rétti tíminn! Óvissan um framtíð ESB og dauði evrunnar hræddi. Þeir svíkja kjósendur frekar en að styggja valdhafana í Brussel, sem þar með unnu enn einn sigurinn í stríði sínu gegn lýðræðinu.


Íslenskir kjánar fagna sigri

Það er ekkert meira ögrandi en að nota orðið „kosningar" í Brussel. Þar vilja valdhafar fá að starfa í friði fyrir kjósendum. Ekkert lýðræðisvesen.

Evrópusamtökin eru svo blinduð af aðdáun sinni á ESB að þau fögnuðu sigri þegar í ljós kom að lýðræðið var látið víkja. Kalla þetta "and-ESB tillögu" í fyrirsögn, en koma örugglega ekki auga á kaldhæðnina í því.

Þegar 41 af þingmönnum Verkamannaflokksins greiddi atkvæði gegn Maastricht samningnum um árið, þótti það "mikið áfall" fyrir Tony Blair.

Í gær sagði 81 þingmaður Íhaldsflokksins Já við þjóðaratkvæði og 12 sátu hjá. Fjölmiðlar telja það kjaftshögg fyrir Carmeron, sem sitji eftir með blóðnasir. Það er svipað áfall og það yrði fyrir Össur ef einn þingmaður Samfylkingarinnar myndi ekki segja Já í atkvæðagreiðslu um að bruna blindandi inn í ESB.


Evran er dauð! Lengi lifi evran!

Þegar einn kóngur deyr tekur annar við. Eða drottning. Stundum heitir nýi kóngur sama nafni en fær þá númer til aðgreiningar frá forverunum; annar, þriðji eða fjórði, eftir atvikum. Eins er það með evruna.

Evran er dauð.

Það er nú orðið opinbert og viðurkennt. Í staðinn kemur "Evra 2" sem júrókratar vona að lifi lengur. Spiegel Online segir að neyðarfundurinn á miðvikudaginn "muni ekki bjarga evrunni, aðeins veita gálgafrest".

Frestinn þarf að nýta vel og búa í haginn fyrir Evru 2 með því að öll ríki Evrulands láti af hendi væna sneið af því fullveldi sem þau eiga enn eftir og sendi það til Brussel. Vissulega ógeðfellt, en eina lausnin sem menn telja að virki.


The euro needs fiscal union to survive in the long term -- but how will leaders ever forge such a union if they can't even agree on the most urgent firefighting measures ...
 

Samninganefnd Íslands hefur ekkert umboð til að semja við ESB um aðild á þessum gjörbreyttu forsendum. Fyrst var sambandinu breytt með Lissabon sáttmálanum og nú verður fullveldi skert og reglum breytt til að evran geti skrimt í útgáfu 2.

Alþingi verður að taka málið til sín aftur, taka nýjar ákvarðanir og gæta þess að Össur og kratarnir skaði ekki þjóðina meira en orðið er. Bera svo undir þjóðina hvort halda eigi áfram blindfluginu til Brussel.


mbl.is Binding við evru ekki lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kratar látnir kjósa aftur

doormatSamfylkingin gefur sínar skýringar á ógildingu kosningarinnar. Menn geta ráðið hvort þeir trúi þeim.

Mér finnst líklegra að Jóhönnu og Össuri hafi ekki líkað úrslitin og gripið tækifærið til að æfa sig í brusselsku lýðræði og láta lýðinn kjósa aftur, þangað til rétt úrslit fást.

Enda sagði Össur á RÚV í vikunni, þegar hann lýsti draumi Samfylkingarinnar um að vera dyramotta í Brussel: "ESB er okkar eina framtíðarsýn".


mbl.is Kosning til flokksstjórnar ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt að afnema lýðræðið

Að breyta sáttmála er ekkert áhlaupaverk. Það tók hátt í áratug að finna krókaleiðir framhjá lýðræðinu til að tryggja gildistöku Lissabon sáttmálans.

Þá börðu júrókratar sér á brjóst: Þetta var sáttmáli allra sáttmála. Þar var séð við öllu. Svo fullkominn að með "self amendment" ákvæði var hægt að auka völdin í Brussel án þess að spyrja almenning. Engar lýðræðisflækjur.

laga_laga_lagaHinn fullkomni sáttmáli er ekki orðinn tveggja ára og þegar farið að brjóta hann, í nafni evrunnar. Nú vilja menn breyta honum, í nafni evrunnar. Sáttmálinn hafði rétt tekið gildi þegar evru-vandinn kom upp á yfirborðið og við þeim vanda eru engin ráð í óbreyttum sáttmála.

Herman Van Rompuy, sem enginn kaus, vill breyta. Til þess að falla ekki á tíma er nauðsynlegt að afnema þær litlu leifar sem eftir eru af lýðræði á stöku stað í Evrulandi.

Einhverjir ráðherrar lýstu sig strax mótfallna og írska stjórnarskráin gæti þvælst fyrir, eina ferðina enn. Á morgun er svo atkvæðagreiðsla í breska þinginu sem gæti bætt gráu ofan á svart.

Framtíð ESB er í óvissu. Tilvist evrunnar er ógnað.

En samt mun ekkert fá haggað ásetningi Össurar og samfylkingarkrata um að koma þjóðinni inn í Evrópusambandið. Ætli Guðbjartur félagi hans réttlæti það ekki og segi "það hefur ekkert breyst" eins og jafnan?


mbl.is Íhuga að breyta sáttmála ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf frá Hong Kong til Samfylkingarinnar

Þessi texti var ritaður í Hong Kong fyrir 11 árum og birtur á Gold Digest. Hann á fullt erindi inn á landsfund Samfylkingarinnar. Og alla fundi Samfylkingarinnar.  


Evran er fiat-gjaldmiðill og hana hrjáir sami veikleiki og aðra fiat-gjaldmiðla, eins og að engin hlutlæg takmörkun er á framboði.

Að auki hefur evran sín sérstöku vandamál. Þar vegur þyngst að ekki er hægt að marka peningastefnu sem mætir þörfum ólíkra notenda í Efnahags- og myntbandalaginu (EMU).

Mismunandi hagvöxtur, verðbólga og atvinnuleysi milli aðildarríkjanna, sem og ólíkt skatta- og rekstrarumhverfi, þýðir að "sama stærð fyrir alla" stefnan mun að lokum lenda á gríðarlegri hindrun.
 

Menn hafa hrópað aðvaranir við gallagripnum í meira en áratug, úr öllum heimshornum. Sú tegund manna sem hefst við á Hallveigarstíg eða býr á efstu hæðum fílabeinsturnanna í Brussel hefur gætt þess vandlega að heyra ekki.

Nú sitja þeir uppi með vanda sem ekki verður leystur nema með aðgerðum sem almenningur í Evrulandi getur aldrei sætt sig við, en verður látinn sætta sig við.

----- -----

Ef þú vilt lesa alla greinina þá heitir hún The Fall and The Fall of the Euro og var rituð af Steve Saville, sem fjallað hefur um peninga, fiat-gjaldmiðla, gull og fleira í rúma tvo áratugi. Hann er Ástrali, búsettur í Hong Kong sem á engra hagsmuna að gæta í Evrópu og fjallaði um evruna sem hlutlaus fræðimaður eingöngu.


mbl.is Jóhanna sjálfkjörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðarefsingar - alveg sjálfsagðar

Kínverjar fundu upp ýmsa hluti langt á undan öðrum þótt vitneskjan bærist ekki vestur um álfur. Meðal annars pappír og byssupúður. Þeir fundu líka upp pappír sem getur sprungið eins og púðurtunna í höndum óvita; peninga. Elstu heimildir um pappírspeninga...

Sjálfur „faðir ESB“ varar við evrunni!

Hann er kallaður faðir Evrópusambandsins og ekki að ástæðulausu. Jacques Delors var forseti framkvæmdastjórnarinnar 1985-1995. Í hans valdatíð var Maastricht samningurinn saminn; EBE lagt niður og ESB stofnað, innri markaðurinn varð til, fjórfrelsið,...

Hver þarf nú að sparka í köttinn?

Það eru ekki nema fimm dagar síðan snúið var upp á handlegginn á einum af smælingjunum og honum sagt að haga sér. Þá var enginn annar kostur í boði en að taka kúguninni sem hverju öðru hundsbiti og fara svo heim og sparka í köttinn. Štefan Füle gæti...

Ísland er sjálfstætt strandríki (en ekki Danmörk, Skotland, Þýskaland, Spánn ...)

RÚV birti á vef sínum frétt um makrílviðræður. Fréttin er tvær setningar: Formlegar samningaviðræður strandríkjanna fjögurra ; Íslands, Noregs, Færeyja og ESB um makrílveiðar hefjast í Lundúnum á morgun. Viðræðurnar munu standa fram að helgi. Þarna er...

Hver er Obama? En Rompuy?

Allir Evrópubúar vita að Obama er forseti Bandaríkjanna. Meirihluti Evrópubúa hefur ekki hugmynd um hver Van Rompuy er. Hann er forseti Evrópusambandsins sem enginn kaus. Aðeins fleiri þekkja Barroso, en almenningur kaus hann ekki heldur. Þarna sitja...

Rottugangur í Reykjavík

Þetta er gott viðtal. Mjög gott. Ekki aðeins skýr og afdráttarlaus svörin heldur einnig það álit sem fram kemur í spurningum fréttamanns. Viðtalið var birt í vikunni á Russia Today. Yfirskriftin er ekki "bailout" heldur "failout" af augljósum ástæðum. Ef...

Nýir ráðherrar niðurskurðarmála

Hugmyndirnar eru margar, það vantar ekki. Allt frá því að refsa ríkjum með því að flagga fána þeirra í hálfa stöng yfir í að taka af þeim atkvæðisréttinn. Umfang evruvandans er ekki að fullu komið fram en ljóst að hann er mikill. Alveg hrikalegur. Sumar...

Kletturinn, Gylfi, evran og ankerið

Fyrir tveimur vikum líkti Gylfi Arnbjörnsson evrunni við "klett í hafinu". Í Evrulandi steyta nú jaðarríkin hvert af öðru á því hættulega blindskeri og hljóta af ómældan skaða. Hann var samt ekki að reyna að vera fyndinn. Í gær bætti hann um betur. Í...

Evrusvaðið

Ekki furða að Norðmenn vilji ekki líta við evrunni. Í þessari stuttu frétt koma fram fjölmargir punktar sem hver um sig jafngildir falleinkunn. Nokkrir þeir helstu eru þessir: Dvínandi trú á að evrusvæðið lifi af í núverandi mynd Nokkur evruríki ná ekki...

ESB-herinn er víst á dagskrá

Lamandi evruvandinn er svo alvarlegur að hann hefur skyggt á flestar aðrar fréttir úr Evrópusambandinu, vikum saman. Meðal annars fréttir af árformum um sameiginlega hernaðarmiðstöð (EU military headquarters). Áform sem þó eru komin á rekspöl. Fimm af...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband