Maðurinn sem rústaði evrunni

Ætlar þú að skrá nafn þitt á spjöld sögunnar sem maðurinn sem rústaði evrunni? Þannig hljóðar fyrsta spurningin í viðtali sem Spiegel átti við Richard Sulik, slóvakískan þingmann. Viðhorfið sem tónninn lýsir er ekki geðfellt.

Írland þekkir þetta líka. Írska þjóðin gekk til kosninga undir brusselskum hótunum þegar hún var þvinguð til að kjósa aftur og samþykkja Lissabon sáttmálann. Tékkar hafa einnig fengið að kenna á yfirgangi valdhafanna í Brussel.


Mr. Sulik, do you want to go down in European Union history as the man who destroyed the euro?
 

Richard Sulik er 43 ára hagfræðingur, sérfróður um skattamál. Hann situr á þingi fyrir einn af stjórnarflokkunum. Sulik er á móti „björgunarpakkanum" og færir fyrir því prýðis góð rök. Atkvæðagreiðsla um málið fer fram í þinginu á þriðjudaginn.

SlovakiaSlóvakar unnu sig nýlega út úr efnahagsþrengingum, af fádæma dugnaði. Svo tóku þeir upp evru 2009. Nú er þess krafist að þeir leggi til peninga (sem þeir eiga ekki) til að hjálpa öðrum að gera það sama og þeir þurftu að gera hjálparlaust. Það vill Sulik ekki, enda gengur slík „aðstoð" gegn 125. grein Lissabon sáttmálans.

Í Slóvakíu eru tekjur manna lægstar í Evrópusambandinu. Slóvakar eiga að borga mest, hlutfallslega,  miðað við þjóðartekjur.

Aðeins Slóvakía og Malta eiga eftir að samþykkja „björgunarpakka" Evrulands. Eru einhverjar líkur á að slík smáríki í ESB fái að taka sínar ákvarðanir, án afskipta, sem sjálfstæð fullvalda ríki? Ó nei, fyrsta spurningin í viðtalinu segir allt sem segja þarf. Hún endurspeglar hugarfar stóru ríkjanna í ESB gagnvart þeim minni.

Í dag sátu Merkel og Sarkozy fund um evruvandann, en hin evruríkin 15 sem eiga „rödd við borðið" sitja heima. Þeim verður sagt hvað þau eiga að gera.
 


mbl.is Dexia-bankanum skipt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og í þetta batterí vilja Össur og Jóhanna endilega komast og það sem fyrst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 16:48

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Og ég líka.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.10.2011 kl. 01:00

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

O, jæja - allt er þegar þrennt er.

Kolbrún Hilmars, 10.10.2011 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband