3.5.2009 | 17:56
Samfylkinguna burrrt!
"Hver sem afstaða okkar til ESB kann að vera, þá ættu flestir skynsamir Íslendingar að meta það svo að a.m.k. séu takmörk fyrir því hvað aðgöngumiðinn má kosta." Þetta segir m.a. í grein sem Viktor J. Vigfússon verkfræðingur, skrifar í Morgunblaðið 1. maí. Grein hans ber yfirskriftina Er Samfylkingunni treystandi fyrir stjórn Íslands? og rétt að kíkja á hana nú þegar ESB-stjórn virðist í burðarliðnum.
Í grein sinni veltir verkfræðingurinn upp ýmsum hliðum IceSave málsins; samningum um það, lagalegri skyldu og umfangi skuldbindinganna. Einnig samningsstöðu Íslands sem hann efast um að Samfylkingin sé tilbúin að beita, af ótta við að það valdi neikvæðri afstöðu Breta til umsónar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Síðan segir Viktor:
Ef Samfylkingin sér engan annan valkost en að ganga í ESB og vill ekki hætta á neitt sem kann að skaða það ferli, þá er viðbúið að fulltrúar hennar séu tilbúnir að samþykkja fjárhagslegar álögur á Íslendinga sem ella hefði ekki þurft.
Líkur á að gengið verði til samninga um inngöngu í ESB hafa aukist nú að loknum kosningum. Almennt séð gildir það í viðskiptum, litum sem stórum, að þú vilt halda þeim möguleika opnum að samningar takist ekki. Ef viðhorf þitt er að þú eigir engan annan valkost, þá getur það leitt til þess að þú gangir að samningi sem annars teldist óásættanlegur.
Því miður virðist sem Samfylkingin ætli að setja allt sitt traust á velvilja ESB þegar kemur að samningum. Á sama hátt og það eru öfgar að finna ESB allt til foráttu, þá er það barnaskapur að halda að ESB muni sjá til þess að ekki verði lagðar á okkur of miklar eða ósanngjarnar álögur. Við sjálf og engir aðrir verðum að gæta eigin hagsmuna.
Viljum við ríkisstjórnina burrrt?
Viljum við kosningar í vor?
Viljum við stjórn seðlabankans burrrt?
Viljum við stjórn fjármálaeftirlitsins burrrt?
Þessar spurningar voru bornar upp vikulega á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni. En það var ekki nema hálf ríkisstjórnin sem fór burrrt. Hinn flokkurinn sat áfram og situr enn. Í kosningunum flaggaði Samfylkingin Jóhönnu og ESB og tókst ótrúlega vel að skauta framhjá ábyrgð sinni á hruninu. Síðasti hluti greinar Viktors fjallar um "uppgjör" Samfylkingarinnar við mistökin í fyrri ríkisstjórn. Ég ætla ekki að fjalla um þann þátt hér, en læt lokaorð greinarinnar enda þessa bloggfærslu.
Sá sem ekki getur viðurkennt eigin mistök, fyrir sjálfum sér eða öðrum, mun að líkindum endurtaka þau.
Myndinni var hnuplað án leyfis af Hægrisveflunni
![]() |
Ný ríkisstjórn um næstu helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2009 | 15:23
Loddari með töfralyf á flösku
Það er ekki hægt að lækna magasár með því að setja rauðan plástur á vinstra hnéð. Það vita allir.
En það er allt eins líklegt að innhverf íhugun sem David Lynch kynnir geti verið til bóta. Kannski ekki ein og sér fært þjóðinni heilbrigði, sköpunarmátt, velmegun og frið, en Lynch gerir í það minnsta ekki út á snákaolíu. Enda er alþýðan bæði læs og skrifandi og betur upplýst en á tímum villta vestursins.
Fyrr á öldum ferðuðust loddarar þorpa á milli í vestrinu og seldu töframeðal. Lykillinn að velgengni var tungulipurð loddarans og vanþekking alþýðunnar á sjúkdómum. Töframeðalið gat læknað hvað sem er. Sumir höfðu með sér brellumeistara til að setja á svið "kraftaverk" og blekkja lýðinn. Því fleiri sem létu blekkjast, því betri var salan.
Þó tölvuöldin sé gengin í garð eru enn til loddarar af ýmsu tagi. Einn hópur þeirra ferðast um með Töframeðalið ESB á flöskum og reynir að selja lýðnum. Lykillinn er tungulipurð loddarans og vanþekking alþýðunnar á innihaldinu. Brellumeistarinn heitir Evra.
Það ljóta við loddarana er að þeir nýta sér vanþekkingu fórnarlamba sinna. Með aukinni almennri þekkingu á heilsu og sjúkdómum hættu menn að geta selt töframeðal í villta vestrinu. Alveg eins er það með Töfralyfið ESB. Því betur sem viðskiptavinirnir þekkja það, því erfiðara verður að selja. Þess vegna ríður mikið á að selja varninginn strax, áður en kaupendur sjá að varan er plat.
Jacques Chirac, fyrrum forseti Frakklands, sannreyndi þetta árið 2005. Þá lét hann prenta Stjórnarskrá Evrópusambandsins í stóru upplagi og bera í öll hús í Frakklandi áður en þjóðaratkvæði var greitt. Á einni viku jókst andstaðan um 10 prósentustig og stjórnarskráin var felld.
Samfylkingin vill ekki brenna sig á þessum lýðræðisæfingum og leggur ofurkapp á að sækja um aðild strax í maí og hefja viðræður um í júní. Selja vöruna áður en kaupendur geta kynnt sér innihaldið og það er um seinan.
ESB stendur fyrir Eitruð Samfylkingar-blanda. Innihaldið er tveir skammtar af úrræðaleysi, þrjú villuljós, dass af skrumi og uppgjöf í ómældu. Ekki er veittur afsláttur af kaupverði.
![]() |
Kynna sér innhverfa íhugun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2009 | 12:10
Hallærislegur hanaslagur
Þegar ástandið er jafn alvarlegt og raun ber vitni ættu allir að vinna saman. Flokksskírteini eiga að vera aukaatriði. Taka ber öllum tillögum fegins hendi, skoða þær og meta.
Það hvernig brugðist er við hugmyndum um greiðsluvanda heimilanna sýnir að hinn pólitíski hanaslagur ræður ferðinni. Því miður. Það er ekki nýtt í pólitík og enginn flokkur öðrum skárri í þeim efnum. Það sem máli skiptir er hver talar en ekki hvað er sagt.
Tryggvi Þór Herbertsson, lagði fram tillögur sem hann kallaði Leiðréttinguna. En af því að Tryggvi Þór er í Sjálfstæðisflokknum var hún slæm. Ráðherra gerði bara kjánalegt grín að henni án þess að skoða hana.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði fyrir 20% leið Framsóknarmanna. En af því að hugmyndin er frá Framsókn fær hún stimpilinn "flatur niðurskurður" og er vísað frá í stað þess að skoða hugsanlegar útfærslur.
Lilja Mósesdóttir lagði fram hugmyndir um niðurgreiðslu til allra skuldara. Svo fór hún í prófkjör fyrir Vinstri græna og þar með var hennar hugmynd dæmd ónothæf.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur lagt fram hugmynd um niðurfærslu skulda. Hún er ekki merkt flokki. Þá er viðskiptaráðherra tilbúinn að skoða málið. Að sjálfsögðu, því hér er enginn flokkslitur að þvælast fyrir.
Það er alveg á hreinu að ef talsmaður neytenda hefði fengið lánað bréfsefni frá Framsókn, VG eða Sjálfstæðiflokknum hefði hugmyndin verði dæmd ónothæft án frekari skoðunar. Hinn faglegi ráðherra tekur þátt í pólitískum hanaslag, alveg eins og hinir. Það kom skýrast fram í viðbrögðum hans við plaggi Tryggva Þórs.
Það er kreppa. Ástandið er alvarlegt. Við höfum ekki efni á að þræta um rauðan og bláan. Burt með pólitískan hanaslag og gefum skynseminni tækifæri.
![]() |
Viðskiptaráðherra skoðar niðurfærslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2009 | 22:25
ESB: "The gutless nanny-state"
Þetta er of fyndið til að vera satt.
Evrópusambandið hefur gefið út reglur sem banna hættuleg barnaföt. Það er nauðsynlegt að setja reglur sem tryggja öryggi barna, t.d. um bílstóla og um smáhluti í leikföngum fyrir yngstu börnin. En öllu má nú ofgera.
Algengustu vöruflokkarnir þar sem finna má "hættulegar vörur", að mati kommissars neytendamála ESB, eru leikföng, raftæki, ökutæki og fatnaður. Til að bregðast við hættunni eru settar reglur um föt fyrir yngri en 7 ára. Þær gilda líka um lengd á reimum í fatnaði barna allt að 14 ára aldri.
Þó hægt sé að hafa gaman af svona vitleysu er tilefni bloggfærslunnar það sem Declan Ganley skrifar um lögin á heimasíðu sinni. Ganley, og flokkur hans Libertas, er fylgjandi Evrópusambandinu þó hann berjist hart gegn spillingu innan þess og fyrir auknu lýðræði. Hann telur þessa lagasetningu sorglega einkennandi fyrir yfirvaldið í Brussel.
It's hard to know what to say. This is the front line of the battle against the bureaucrats, where common sense has no place, and risk is no longer seen as character developing, but something to be avoided at all costs.
Let's hope that the Libertas ideologi of promotion of small businesses and risk taking, to rebuild the damaged economies of Europe, will directly challenge the gutless nanny-state being built in Brussels.
Það er til hópur fólks sem vill gera Ísland að hluta af The gutless nanny-state! Og viðræður halda áfram.
![]() |
Viðræðum haldið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2009 | 12:14
SAMMÁLA - til hvers?
Þar höfum við það. Stjórnmálafræðingur segir að ríkisstjórnin þurfi ekki að vera sammála, Alþingi þarf ekki að vera sammála og þjóðin þarf ekki að vera sammála.
"Þetta er algjörlega borðleggjandi" segir stjórnmálafræðingurinn, ESB gerir engar kröfur um einhug um aðildarumsókn.
Ef Samfylkingin vill getur hún sótt um ríkisborgararétt fyrir 320 þúsund Íslendinga í Evrópuríkinu, án þess að spyrja þá. Hún þarf ekki lýðræðislegt umboð frá þjóðinni, bara túlka kosningaúrslit sér í hag og láta vaða. Það er algjörlega borðleggjandi, segir stjórnmálafræðingurinn.
Einu "skýru skilaboðin" frá þjóðinni sem ég get lesið úr úrslitum kosninga eru að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að fara í ríkisstjórn. Mér er fyrirmunað að sjá skilaboð, hvað þá kröfu, um að ný ríkisstjórn leggi inn umsókn um aðild Íslands að ESB gegn vilja rúmlega helmings þjóðarinnar.
Hvað segir annars orðabókin um orðið "lýðræði"?
Áttu 18 sekúndur aflögu?
Þá mæli ég því að smella hér og lesa fáein erindi eftir skáldið Gunnar Dal.
![]() |
Þarf ekki einhug um umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2009 | 17:11
"Frávik koma ekki til greina"
27.4.2009 | 18:09
... þá geng ég í Sjálfstæðisflokkinn
27.4.2009 | 17:04
Glannaskapur Jóhönnu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2009 | 22:46
Hús Evrópu
24.4.2009 | 18:53
ESB dæmir rök Samfylkingar ómerk!
24.4.2009 | 17:31
ESB: Fagur fiskur í sjó ...
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 18:58
"Only for you, my friend"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 10:41
Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2009 | 12:59
"Er ekkert plan B?"
20.4.2009 | 21:00
Velferðarbrú til Brussel
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)