... þá geng ég í Sjálfstæðisflokkinn

Ég hef alltaf kosið til vinstri en aldrei Sjálfstæðisflokkinn. Aldrei. Núna fékk VG atkvæði mitt vegna andstöðu sinnar við ESB, tvö síðustu skiptin á undan setti ég x-ið við S-listann.

Vinstri grænir gefa sig út fyrir að vera staðfastur flokkur. Að maður geti treyst þeim.

Ef Steingrímur og VG gefa sig í þessu máli (sem er það eina sem kemst að hjá Jóhönnu og Samfylkingunni) þá eru allir og allt til sölu. Þá eru engin prinsipp til. Þá er fullreynt með félagshyggjuna og allt eins hægt að snú sér til hægri. Þá geng ég í Sjálfstæðisflokkinn.


Þó ekki skilyrðislaust.

Ef hann finnur kjarkinn sem hann týndi, fer í naflaskoðun, losar sig við þá sem hann hefði átt að losa sig við, afneitar frjálshyggjunni, hverfur aftur til gamalla borgaralegra gilda þar sem velferðin á samleið með einkaframtakinu, gerir kröfur um að ábyrgð fylgi frelsinu og að gagnsæi fyrirbyggi spillingu og stendur undir nafni, þá .... já, þá geng í flokkinn.

 

 


mbl.is Evrópumálið sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Heyr heyr. Með beztu kveðju.

Bumba, 27.4.2009 kl. 18:18

2 identicon

Ef þér finnst þú þurfa afsökun til að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, í ljósi alls þess sem á undan er gengið í íslensku samfélagi. Þá held ég að best væri fyrir alla að þú gerðir það bara.

Drengur (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 19:19

3 identicon

Vona að sjónarmið Atla Gíslasonar verði ofan á. Landinu hefur aldrei verið stjórnað af neinu vit án aðkomu Sjálfstæðisflokks. Sá flokkur mun koma inn sterkur í næstu kostningum sem verða sennilega eftir einhverja mánuði.

Palli (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 19:28

4 identicon

Hverjum er ekki sama?

Farið hefur fé betra.

Jón Stefán (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 19:29

5 identicon

Ég get nú ekki annað en tekið undir með Dreng enda er fátt sem skilur að þá sem kjósa flokka lengst til vinstri og lengst til hægri. Báðir hópar eiga það sameiginlegt að vera íhaldssamir í skoðunum! Ég man að mamma mín heitin sagði að maður gæti nokkurn veginn gefið sér að ef vinstri menn skiptu um flokk fær þeir beint í fangið á íhaldinu. Mér sýnist á þessari bloggfærslu að mikið sé til í því;)

Anna (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 19:36

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég gæti trúað að margir hugsuðu á líkum nótum. Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu vita flestir að önnur mál eru hjóm eitt í samanburði og láta þá afstöðu ráða þegar stjórnmálaflokkar eiga í hlut.

Páll Vilhjálmsson, 27.4.2009 kl. 19:41

7 identicon

VG hefur þá opinberu stefnu að þjóðin eigi að fá að ráða. Af hverju geta andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu ekki unnt þjóðinni þess að fá að taka afstöðu til raunverulegs aðildarsamningar? Hvaða leið er lýðræðislegri? Hvað rosalegi ótti er þetta við aðildarviðræðum með fyrirvara um samþykki sjálfrar þjóðarinnar?

Mér finnst eins og lítil elíta hafi ákveðið að hafa vit fyrir mér. Ég vil sjá aðildarsamning og fá að taka afstöðu til hans í stað þess að hlusta á hræðsluáróður. Ef þetta er jafn skelfilegt og þið óttist er spurningin hvort elítuhugsunarhátturinn sé slíkur að þið treystið ekki einu sinni þjóðinni?

Arnar (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 19:47

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þú ættir frekar að koma til okkar í L-lista fullveldissinna.  Miðað við okkar stefnu erum við aðeins hægra megin við miðju, en innanborðs er fólk sem skilgreinir sig bæði sem vinstri og hægri.  Ég læt þig vita hvenær við fundum næst og býð þig velkominn að tala við okkur og taka með þér gesti sem hugsa á sviðuðum nótum og þú.

Axel Þór Kolbeinsson, 27.4.2009 kl. 19:52

9 Smámynd: Þór Jóhannesson

Satt best að segja held ég að andúð þín á ESB nái ekki til eyrna þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem kepptust allir við strax eftir að hinn mikli ósigur var ljós - að það hefði verið andstöðu Landsfundar flokksins við ESB að kenna. Þingflokkur SJálfstæðisflokksins er mun Evrópusinnaðari en nokkru sinni hjá VG.

Þór Jóhannesson, 27.4.2009 kl. 19:54

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Drengur/Anna: Ég þarf ekki afsökun fyrir að skipta um flokk og vil enn síður þurfa afsökun fyrir að skipta ekki um flokk. Lestið samt skilyrðin.

Páll: Það er nákvæmlega þetta sem ég er með í huga. Vinstri og hægri eru hjóm eitt í samanburði við inngöngu í Evrópusambandið.

Arnar: Að sjálfsögðu á þjóðin að hafa síðasta orðið í lýðræðisríki. Til að fara í viðræður þarf að leggja inn umsókn um aðild. Stjórnvöld hafa ekki umboð til þess nema sækja það til þjóðarinnar. Það var ekki gefið í kosningum. Þess vegna má VG ekki kvika frá því samningsmarkmið verði skilgreind og kynnt og umboðið sótt til þjóðarinnar. Ekki sækja um strax og fara í viðræður.

Axel Þór: Takk fyrir gott boð. Hver veit ... 

Haraldur Hansson, 27.4.2009 kl. 20:02

11 Smámynd: Haraldur Hansson

Þór: Ég hef nákvæmlega enga andúð á ESB. Það má margt gott um sambandið segja. En það er bjargföst trú mín að Ísland eigi ekki heima í þeim klúbbi.

Haraldur Hansson, 27.4.2009 kl. 20:04

12 identicon

Mig langar að þakka þér fyrir að leggja þitt lóð á vogarskálir þess að ég þurfi að borga 18 miljóna króna húsnæðislánið mitt 17 falt til baka. Þakka þér einnig fyrir að vera öflugur í að koma í veg fyrir að vextir Íslendinga geti lækkað um 228 miljarðar á ári, já 228 þúsund miljónir í lækkun vaxta á ári hjá húsnæðislántakendum og fyrirtækjaeigendum þessa lands. Hvað fær fólk til að vera á móti slíkum kjarabótum fyrir almenning? Trúir þú kannski þeirri grýlusögu að við missum allar auðlindir okkar? Ef svo er, heldur þú að allar þjóðir sem hafa gengið í ESB hafi byrjað á því að afsala sér öllum sínum auðlindum? Heldur þú að Bretar ráði ekki yfir sínum olíuauðlindum og sínum kolanámum? Þetta er svo mikill áróður að það er í raun heimskulegt að taka mark á þessu. Það þarf ekki annað en að spyrja sjálfan sig gagnrýnna spurninga til að átta sig á að það stendur ekki teinn yfir steini í málflutningi þeirra sem eru á móti ESB.

Valsól (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 20:20

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Í hvað klúbbi þá? Ef við losum ekki um gjaldeyrishöft fljótlega eru líkur á að við fáum alvarlegar athugasemdir fyrir bort á EES samningi um frjálst fjármagnsflæði. Þetta er það alvarlegt bort að viðurlög geta verið að okkur verði vísað úr EES. Þá taka við samningar eins og voru fyrir þ.e. Fríverslunarsamningarnir með tilheyrandi tollum eins og fyrir EES.

Þá verður ekki mikið um útflutning hjá okkur þar sem við verðum ekki samkeppnisfær.

Og hvað með gengið? Hvernig náum við því stöðugu til lengri tíma?

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.4.2009 kl. 20:21

14 Smámynd: Einar Solheim

Haraldur: Þú skalt endilega fara í Sjálfstæðisflokkinn. Þú átt heima þar með hinum afturhaldskreddunum. Það er ágætt að safna ykkur 10-20% landsmanna sem sjáið ekki fram fyrir nefið á ykkur í þann flokk. Sjálfur býst ég þó við að Sjálfstæðisflokkurinn muni skipta um skoðun í ESB og ekki sætta sig við örlög sín sem smáflokkur (enda flestir þingmenn þeirra ESB sinnar inni við beinið), þannig að dvöl þín verður þá væntanlega ekki löng þar.

Einar Solheim, 27.4.2009 kl. 20:38

15 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Þú ert sem sagt ekki sáttur við það að þjóðin fái að kjósa um ESB?  Í hverju felst hættan við að leyfa þjóðinni að kjósa um þetta mál?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 27.4.2009 kl. 20:52

16 Smámynd: Haraldur Hansson

Valsól: Derringur undir dulnefni er aldrei marktækur. Þó þú sér rosa dugleg með copy/paste og búin að setja þessa klausu hjá öðrum hverjum bloggara sem er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Magnús Helgi: Þú hefur þessa skoðun og ég hef mína. Svo ræða menn málin, kynna málstað sinn og kjósa. Meirihlutinn ræður. Það er lýðræði. Það er ekki hægt að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að hafa til þess lýðræðislegt umboð.

Einar Solheim: Svona, svona, það er ekki eins og ég sé búinn að fylla út umsókn. En ég held að efnahagsleg rök séu ekki nóg. Kreppan tekur enda og þá verður annað mikilvægara.

Haraldur Hansson, 27.4.2009 kl. 20:53

17 Smámynd: Haraldur Hansson

Sigfús: Lestu betur.

Haraldur Hansson, 27.4.2009 kl. 20:56

18 identicon

Ísland á enga aðra kosti en að sækja um ESB. Eftir því sem lengra líður verður samningsstaðan verri. Krónan er ónýt og ekki mögulegt að taka upp annan gjaldeyrir nema með ingöngu í ESB. Með aðildarumsókn þá hafa fyrirtæki og almennigur einhverja von um að hér komist á einhver stöðuleiki til langframa. Andstaða sumra hagsmunasamtaka er lítt skiljanleg, td. bænda. Ríkar þjóðir geta vermdað greinar eins og landbúnað, en þjóðir sem eru á hausnum geta það síður. Það er ljóst að Íslendingar geta ekki borgað jafn mikið með landbúnaðinum og þeir hafa gert, því ætti að vera hagstæðara fyrir þá að ganga í ESB. Ég spái því að Ísland sæki um ESB á næstu tveimur árum. Sennilegra er að það verði innan sex mánaða. Ef ekki, þá fara fyrirtækin að týnast úr landi eitt af öðru. (sem eru ekki komin á hausin). og fólkið á eftir.

jkr (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:00

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú hló ég upphátt.

Stórskemmtileg færsla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 21:03

20 Smámynd: Þór Jóhannesson

Haraldur - þú segir í raun ekkert nema; "Ef Steingrímur og VG gefa sig í þessu máli..." en hvað áttu við? Hvað er ásættanleg niðurstað í málinu í þínum huga? Mjög forvitinn að heyra það.

Þór Jóhannesson, 27.4.2009 kl. 21:10

21 identicon

Hægri eða vinstri? Í mínum augum eru Sjálfstæðisflokkur og VG tveir íhaldsflokkar.

i (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:18

22 identicon

Bara endilega fara yfir í Sjálfstæðislfokkinn, ef VG sýnir smá ást á lýðræðinu. Ekki málið.

Annars munu örugglega renna á þig tvær grímur þar líka, því Sjálfstæðisflokkurinn er enn klofnari í ESB-málinu en VG - líklega er Sjálfstæðisflokkur nálægt því að vera 50/50 með og á móti, en VG kannski 30/70.

En Haraldur hefur ekki getað svarað því - frekar en VG - hvers vegna má ekki sækja um og kjósa síðan um aðildarsamninginn. Getur hann ekki svarað því?

Það er einfaldlega alltof óskýrt að kjósa núna um hvort það eigi að sækja um. Auk þess myndi slíkt skaða samningsstöðu okkar stórkostlega, alveg furðulegt að VG skuli ekki sjá það sjálfir.  

Það er líka rangt hjá Haraldi að halda því fram að ríkisstjórn Íslands hafi ekki umboð til að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þvert á móti, þá er nú þingmeirihluti fyrir því að sækja um aðild að ESB. S, B og  O lýstu öll yfir fyrir kosningar, að sækja ætti beint um aðild og leggja síðan samninginn í þjóðaratkvæði. Til að undirstrika þetta, þá hafa öll framboðin þrjú ítrekað þessa afstöðu sína eftir kosningar. Skýrara getur það ekki verið; það er einfaldlega þingmeirihluti fyrir því að sækja um aðild að ESB. Því er það skylda Alþingis, sem æðsta vald Íslands, að ganga frá því.

Þjóðin var að kjósa!! - það er einsog fólk vilji ignora kosningarnar...

Evreka (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:12

23 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég segi nú bara eins og ISG "Þið eruð ekki þjóðin"

Axel Þór Kolbeinsson, 27.4.2009 kl. 23:17

24 identicon

Hvernig væri að svara spurningunum í stað þess að vera með derring? Þið þessir afturhaldstittir komið með hverja lygina á fætur annarri til þess að blekja og hræða fólk svo það trúi málflutningi ykkur og ef þið fáið málefnalegar spurningar þá getið þið ekki svarað þeim öðruvísi en með skæting. Já það er alveg rétt að ég hef sett þessar sömu spurningar hjá mörgum ykkar sem eruð á móti ESB, en það get ég sagt þér að fátt hefur verið um svör annað en kjaftháttur á borð við þann sem þú sýnir af þér, en ekki var við öðru að búast. Svo má benda þér á að þó svo ég segði þér nafn mitt þá get ég lofað þér því að þú þekkir hvorki haus né sporð af mér þannig að ég get ekki séð að það skipti máli, ég er bara einstaklingur með skoðanir alveg eins og þú.

Valsól (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:51

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo ég taki mér Bessaleyfi til þess að svara Valsól, þá get ég lofað þér því, Valsól, að ESB aðild myndi ekki leysa þinn vanda. Þótt við tækjum Evruna upp strax í fyrramálið, þá myndu skuldirnar þínar ekki lækka um hálfa Evru. Þín eina von er að það komist skikk á gengisskráningu krónunnar okkar.

Kolbrún Hilmars, 28.4.2009 kl. 00:28

26 Smámynd: Hermann

Blablabla.....who cares.

Hermann, 28.4.2009 kl. 00:36

27 identicon

Sæll Haraldur. Ég veit þú hefur kynnt þér mjög vel þessi mál hvað varðar inngöngu í ESB og þú hefur mörg mjög góð rök sem ættu að fá ítarlegri umræðu. Það að ætla í fýlu við vinstri græna, vegna þess að þeir neyðast til að semja við samfylkinguna um ferill fyrir þetta hjartans mál S-flokksins, er nú ekki vænlegt til árangurs. Forustukona í VG benti einmitt á það að það mættu fleiri vera búnir að skoða málin eins vel og þú sjá þá vankanta fyrir Ísland sem fylgir ESB aðild. Þú ættir frekar að ganga í flokkinn og starfa innan hans til að koma skoðunum þínum betur á framfæri. Ég er ekki eins hræddur við ESB aðild þar sem VG er með puttanna í spilinu en ef Samfylkingin hefði einhverja aðra meðspilara. 

Lúðvík Lúðvíksson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 00:40

28 identicon

Hef nokkra áratuga reynslu á krónunni og efnahagstefnu sjáLfstæðisFLokksins  og

alltaf hækkar lánið mitt

(stend alltaf í skilum ) ég borga og borga og afhverju lækkar lánið mitt ekkert ?

Guð blessi Krónuna og FLokkinn !

Game over !

HG (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 00:46

29 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kreppan tekur enda, en við vorum í standandi vandræðum efnahagslega áður en kreppan skall á. Fyrst var krónan of hátt skráð, síðan féll hún viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og hrundi að lokum.

Þá eru ótaldar aðrar sveiflur og gengisfellingarnar á sínum tíma eftir pöntunum LÍÚ, ef fyrirtækin dirfðust að fremja þá óhæfu að hækka laun verkafólksins.

Það er ekki til það tímabil í lýðveldissögunni að efnahagsstjórnunin hafi verið nokkurn veginn í lagi. Annað hvort hefur gengið verið of hátt eða of lágt.

Þungavigtarfyrirtæki á landinu, Össur, Marel og CCP eru að gefast upp á að reka starfsemi hérna. Hvernig fer þegar hugvitið og verkkunnáttan flýr land? Öll verðmætasköpunin?

Theódór Norðkvist, 28.4.2009 kl. 00:49

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð færsla hjá þér, Haraldur, og góður málstaður.

En það liggur við, að ég spyrji þennan Axel Þór: Hver er þessi L-listi? – svo snöggt stökk hann af frá verkefninu, sem hefði sennilega skilað honum þingsæti/um (hugsið t.d. út í fráfallið frá Sjálfstæðisflokknum vegna styrkjamála hans síðustu vikurnar fyrir kosningar!); sjálfur hefði ég kosið L-listann, og eins var ástatt um marga sem ég veit af.

PS. Þvílíkt rugl hjá þessari Valsól. Það hefur aldrei neinn þurft að borga 17–18-falt verð á íbúð sinni á Íslandi; Valsól áttar sig greinilega ekki á greiðslutölum sínum.

Jón Valur Jensson, 28.4.2009 kl. 00:51

31 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Haraldur, fyrirgefðu að ég segi það, en þú hefur nú berlega ekki nokkurn áhuga á félagshyggju ef þú ætlar að láta það snúa þér til Sjálfstæðisflokksins ef VG „leyfði“ aðildarviðræðir sem lyki með því að samningur yrði lagður fyrir þjóðina sjálfa til samþykktar eða synjunar. - Þá væri þú að segja að sú leið væri miklu stærra mál en félagshyggjan.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.4.2009 kl. 01:28

32 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Þetta er voðalega einfalt í raun.

VG fær að setja auðlindaeign í stjórnarskrá

S fær að fara í aðildaviðræður

Þjóðin fær svo að kjósa ... VG segir "kjósið nei" og S segir "kjósið já".

Niðurstaðan er þjóðarinnar og enginn sveik neitt.

Björn Leví Gunnarsson, 28.4.2009 kl. 02:23

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er einfeldni, Björn minn Leví. Það er margt í hættu með svokölluðum aðildarviðræðum við bandalag sem vill fá okkur inn og er 1670 sinnum sterkara að mannafla en við sjálf erum. Ímyndaðu þér samningsstöðu Íslendinga gagnvart Norðmönnum á 13. öld, sem þá voru 3–4 sinnum fólksfleiri en við. Ímyndaðu þér svo u.þ.b. 500 sinnum meiri aflsmun! Og gleymdu ekki öllum þeim sjóðum Evrópubandalagsins sem það getur notað til slíkra áróðurs- og gylliboða-aðgerða – og hefur notað og það eftirlitslaust, af því að það lætur ekki endurskoða reikninga sína! (ekki síðustu 14 árin!). Hvernig fór t.d. í Tékklandi?! Þó er þjóðin þar meira en 30 sinnum stærri en okkar!

Jón Valur Jensson, 28.4.2009 kl. 02:30

34 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ég endurtek bara spurningar mínar, þú forðaðist að svara þeim áðan: 

Þú ert sem sagt ekki sáttur við það að þjóðin fái að kjósa um ESB?  Í hverju felst hættan við að leyfa þjóðinni að kjósa um þetta mál?

Þú skilgreinir ekkert í pistlinum hvað sé "eftirgjöf" af hálfu VG.  Yrði það t.d. eftirgjöf ef farið yrði í tvöfalda atkvæðagreiðslu?

Alvöru svar óskast....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 28.4.2009 kl. 03:21

35 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Jón "minn" Valur ... einfeldni eða ekki þá er þetta einföld lausn á þeirri aðstöðu sem við sköpuðum með þessum kosningaúrslitum.

Mér persónulega finnst líklegra að Íslendingar segi nei í atkvæðagreiðslunni þegar á hólminn er komið.

Ég er heldur ekkert svo viss um að ályktun þín um að ESB vilji endilega Ísland sé svo rétt ... Jú, það gæti verið áhugavert að nálgast miðin og mögulega orkuna. En orkuna er bara hægt að nýta hérna innanlands hvort eð er og ef miðin sem auðlind er stjórnarskrárbundin ... jah, hver veit.

Björn Leví Gunnarsson, 28.4.2009 kl. 04:08

36 Smámynd: Einar Solheim

Kolbrún:  Það  er líklega rétt að lánin hjá Valsól lækka ekki, en við verðum líka að hugsa um komandi kynslóðir.  Okkar kynslóð mun fara í sögubækunar sem þrælar vertryggingarinnar.  Ég óska engum framtíðar íslendingum sömu örlög.

Einar Solheim, 28.4.2009 kl. 06:04

37 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæl öll og takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Ég get ekki kvittað fyrir öll tilskrif enda á ég því ekki að venjast að færsla á þetta litla blogg mitt fái heimsóknir í þúsundatali.

jkr: Segir "Ísland á engan annan kost en ..." Það er sama hve staðan er slæm, það eru alltaf fleiri en einn kostur. Menn sem sjá aðeins einn kost verða að líta betur í kringum sig.

Þór: Ásættanleg niðurstaða er að kynna samningsmarkmið, upplýsa almenning vel um hvað Evrópusambandið er og hvað innganga þýðir, og leyfa almenningi að kjósa um það í lýðræðislegum kosningum hvort sækja eigi um aðild. Það liggur nákvæmlega ekkert á.

Dóra litla: Góð athugasemd. Þarna hefði átt að standa nýfrjálshyggja, þ.e. að úthýsa frelsi án ábyrgðar og regluverks. Að glæfrastarfsemi samkvæmt uppskrift Greenspans sé úr sögunni.

Evreka: Jú, ég vil einmitt láta kjósa. Sjá svar til Þórs og annað til Arnars fyrir ofan athugasemd þína. En varðandi umboð til umsóknar þá er ég ekki sammála þér og vísa í næstu færslu hér á undan.

Haraldur Hansson, 28.4.2009 kl. 08:28

38 Smámynd: Haraldur Hansson

Valsól: Góðar athugasemdir eru alltaf vel þegnar, líka undir dulnefni. En sjáðu orðin sem þú notar: Afturhaldstittir, lygi, skætingur, kjaftháttur. Reynslan sýnir að það þjónar engum tilgangi að reyna skoðanaskipti við fólk sem þannig talar. Enn síður ef það er í skjóli nafnleyndar. Við verðum bara að vera ósammála.

Lúðvík: Þú veist að það þarf alltaf að skoða "anda laganna" þegar rýnt er í lög. Skoðaðu líka anda færslunnar.

Helgi Jóhann: Ég tel mig ekki standa neitt fjær félagshyggjunni, enda eru D skilyrðin svona svipuð og skilyrði Framsóknar fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Ég tel tvöfalda atkvæðagreiðslu nauðsynlega þar sem lykilorðið er upplýsingar.
Það er ekki nóg að þú þekkir stjórnkerfið og sjávarútvegsstefnuna eða að ég hafi marg lesið Lissabon samninginn og ítarefni. Við eigum bara eitt atkvæði hvor.

Haraldur Hansson, 28.4.2009 kl. 08:46

39 Smámynd: Haraldur Hansson

Björn Leví og Jón Valur: Þið getið þetta upp ykkar á milli. Takk fyrir innlegg ykkar.

Sigfús: Jú, ég er einmitt sáttur við að þjóðin verði upplýst og fái að kjósa. Að borin verði virðing fyrir lýðræðinu. Það sem menn hafa kallað tvöfalda atkvæðagreiðslu er ásættanlegt. Að sækja um aðild án umboðs frá þjóðinni er það ekki.

Einar: Að flokka menn í nautnaseggi og masokista eftir afstöðu sinni til ESB er stimplagerð hins rökþrota (hvað liggja margar milljónir í auglýsingum fyrir sammala.is?). Fyrir mér er krónan ekki heilög kýr. Að nota hana sem verkfæri í stað launalækkana er eðlilegt en verðtryggingin er ekkert lögmál. Hún er mannanna verk sem má afnema.

Haraldur Hansson, 28.4.2009 kl. 08:54

40 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jón Valur:

Það var ekki mín skoðun að hætta við framboðið, og ég þrábað oddvita listana um að halda áfram.  Ég er alveg sammála þinni greiningu á mögulegu fylgi L-lista og taldi víst að við gætum fengið 3 þingmenn, einn í hverju landsbyggðarkjördæmi.  En það er ekkert ólíklegt að við munum halda áfram og bjóða fram í næstu þingkosningum, allaveganna ef ég fæ einhverju ráðið.  Fylgstu með bloggsíðu listans næstu daga l-listinn.blog.is, þar verður tilkynning um hvernig við höfum í hyggju að starfa áfram.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.4.2009 kl. 09:21

41 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Kæri Magielka! Ef þú vilt þjóðfélag okurvaxta og lénsskipulag þar sem LÍÚ eru lordarnir og við hin leiguþý þá ertu sjálfstæðismaður. Annars ekki!

Jón Halldór Guðmundsson, 28.4.2009 kl. 09:46

42 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er meira hvað fólk hefur áhuga á því hvar í flokki þú verður Haraldur

Axel Þór Kolbeinsson, 28.4.2009 kl. 09:47

43 Smámynd: Haraldur Hansson

Theódór: Kannski er ég að misskilja þig vitlaust, eins og þeir segja á Flateyri; að taka upp evru til að rétta af efnahaginn og koma á stöðugleika. Það gengur ekki þannig fyrir sig. Heldur þarf að laga efnahaginn og koma á stöðugleika til að geta tekið upp evru. Hún gerir það ekki fyrir okkur.
Líka spurning hvort ekki sé fljótlegra, einfaldara og ódýrara að skipta um stefnu og stjórnendur en að skipta um mynt.

Kæri Jón Halldór. Það er ekki Magielka heldur Maeglika (sem stendur fyrir Má ég líka?). Mér hugnast hvorki okurvextir né lénsskipulag. Hef þetta í huga.

Einar: Eyjan.is hefur áður tengt inn á færslur mínar og fjöldi heimsókna aukist við það, eins og nú. En þessi færsla hefur fengið átta sinnum fleiri gesti en hinar. Kannski er það Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur þetta mikla aðdráttarafl!

Haraldur Hansson, 28.4.2009 kl. 12:41

44 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jú, við uppfyllum ekki skilyrðin og það tekur a.m.k. nokkur ár segja flestir. Ég lít á ESB-aðild sem hugsanlega framtíðarlausn, ekki bara til að hífa okkur upp úr hrunpyttinum.

Allavega er sagt að umsókn um ESB-aðild ljái okkur meiri trúverðugleika og skapi meiri frið í kringum íslenskt efnahagslíf, hvort sem menn kjósa að trúa því eður ei.

Flökt á gengi krónunnar, aðallega niður á við, hefur verið vandamál alveg frá ca. 1960. Einhvern tímann verður kreppan búin og samstarf við þær þjóðir sem eru skyldastar okkur menningarlega tel ég að geti frekar hjálpað okkur að vinna okkur út úr vandanum, en að það verði til trafala.

Theódór Norðkvist, 28.4.2009 kl. 15:34

45 Smámynd: Einar Solheim

Haraldur: Það þykir einfaldlega sérlega fréttnæmt að einhver hóti því að ganga í Sjálfstæðisflokkinn eins og ástandið er þar núna :)

Einar Solheim, 28.4.2009 kl. 21:12

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Björn Leví (vegna innleggs þíns kl. 04:08), það, sem segir í æðstu lögum okkar um fiskimiðin, breytir því ekki, að veiðikvótar hafa verið og eru hér framseljanlegir.

Þetta er smuga til kvótahopps fyrir erlendar útgerðir og þar með til missis aflaheimilda til þeirra.

"Ég er heldur ekkert svo viss um að ályktun þín um að ESB vilji endilega Ísland sé svo rétt ... Jú, það gæti verið áhugavert að nálgast miðin og mögulega orkuna. En orkuna er bara hægt að nýta hérna innanlands hvort eð er og ef miðin sem auðlind er stjórnarskrárbundin ... jah, hver veit. Ég er heldur ekkert svo viss um að ályktun þín um að ESB vilji endilega Ísland sé svo rétt ... Jú, það gæti verið áhugavert að nálgast miðin og mögulega orkuna. En orkuna er bara hægt að nýta hérna innanlands hvort eð er og ef miðin sem auðlind eru stjórnarskrárbundin ... jah, hver veit," segirðu, og nú er ég búinn að svara þessu síðasta í þessu hér ofar (auk þess sem útlendingar hafa tvær aðrar leiðir til að fá hér rétt til fiskveiða).

En um áhuga EBé-manna á því að innlima Ísland þarf ekki lengur að efast – skoðaðu grein mína frá í dag, Slettirekan Olli Rehn segir Ísland eiga heima í Evrópubandalaginu! og ummæli hans þar, til þess að sannfærast um það!

Svo er það rangt hjá þér, að "orkuna [sé] bara hægt að nýta hérna innanlands hvort eð er," því að vel er hægt að nýta gríðarlega jarðorku norðan Mýrdalsjökuls (og víðar) til rafmagnsframleiðsu og senda hana með sæstreng til Skotlands.

Þar að auki verða olíulindir á Drekasvæðinu vitaskuld ekki nýttar, ef þær duga aðeins til innanlandsframleiðslu (hver borhola kostar 100 milljarða kr.), og þess vegna mun bandalagið ásælast hana sjálfu sér til góða – fyrst með því að setja sjálft alla æðstu og úrslita-löggjöf um þau mál (einkum um nýtingu olíunnar).

Vel að merkja: Sumir halda því fram, að við getum bara horft á Dani og sagt: "EBé fer ekki illa með Dani" (eða eins og Illugi Jökulsson í kjánaröksemd sinni, í viðleitni til að bjóða upp á reductionem ad absurdum: "Danir eru ekki þrælkaðir af ESB"!), og þeir bæta við: "T.d. taka Danir ekki af þeim auðlindir þeirra!" En vitaskuld tekur EBé ekki olíu af Dönum, af því að hún nægir ekki einu sinni til að anna olíuþörf Dana sjálfra! Öðruvísi yrði því farið um væntanlega olíuvinnslu okkar!

Jón Valur Jensson, 28.4.2009 kl. 22:29

47 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Amm, sá einmitt fréttina með honum Olla ... alger óþarfi að kalla hann sléttireku.

Sæstrengsdótið hefur verið skoðað áður ... ekki talið hagkvæmt enn sem komið er því það er ódýrara að flytja framleiðsluna sem orkan notar til landsins.

Við ættum ekki að einbeita okkur að olíu ... ef það er olía á drekasvæðinu, flott ... leyfum henni að rotna þar áfram. Eigum í nægum vandræðum með olíu svo við förum ekki að bæta á eldinn.

Leggst í smá lestur eftir próf...

Björn Leví Gunnarsson, 28.4.2009 kl. 22:37

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru full rök til að kalla Olla Rehn slettireku (sjá greinina og svör mín þar til Gísla Baldvinssonar), hann var með óumbeðin, ófyrirleitin afskipti af okkar innanríkismálum samkvæmt fréttum í dag (raunar þagað um þær á Stöð 2 og lítið gert úr þeim á Sjónvarpinu – hvers vegna?!).

Algerlega er ég þér ósammála um orkumálin, Björn Leví. Ég fæ ekki betur séð en þú sért á svipaðri línu og Kolbrún Halldórsdóttir, sem Íslendingar kunnu nú ekki einna bezt að meta í hópi frambjóðenda í nýafstöðnum kosningum!

Jón Valur Jensson, 28.4.2009 kl. 23:06

49 Smámynd: Offari

Ég held reyndar að þeir séu fjölmargir sem vildu taka atkvæði sitt til baka ef VG samþykkir aðildarviðræður. Ég þekki marga sem kusu þá vegna Esb andstöðunar svo þú verður ekki einn um að vera vonsvikinn.

Ég held samt sem áður að það hefði verið sama hvert þú settir atkvæði þitt þú hefðir aldrei geta komið í veg fyrir að næsta stjórn hver sem hún verður fari í aðildarviðræður. Ég held því miður að ekki verði hjá því komist meðan Espfylkingin hefur ótakmarkaðan tíma til að mynda nýja stjórn.

Offari, 28.4.2009 kl. 23:56

50 Smámynd: Haraldur Hansson

Offari: Ef gerð er sú sjálfsagða krafa til stjórnvalda að þau sæki lýðræðislegt umboð til þjóðarinnar er hægt að afstýra þessu. Ríkisstjórn á ekki að geta lagt inn umsókn um ríkisborgararétt í Evrópuríkinu fyrir 320 þúsund manns án þess að spyrja fyrst. Til þess þarf að kynna rækilega hvað ESB er, hvað felst í inngöngu, hvað ávinnst, hverju er til kostað og hverju fórnað. Útskýra hvaða vald er flutt úr landi, hver fær það í hendur og hvernig er farið með það.
Ef meirihlutinn segir já, þá má sækja um aðild og fara í viðræður, annars ekki. Til þess er lýðræðið.

Jón og Björn: Í umræðunni er þetta með fiskinn oft sett þannig upp að floti erlendra skipa komi í landhelgina til veiða, sem síðan er fullyrt að aldrei verði.
Ein spurning í þessu sambandi sem ætti að velta upp er þessi: Hvað þýðir að pólitísk formleg yfirráð yfir nýtingu auðlindarinnar séu flutt til Brussel? Ef það breytir engu (eins og S fullyrðir ítrekað) til hvers að flytja þau úr landi? Er hægt að tryggja að það breyti engu til framtíðar?

Haraldur Hansson, 29.4.2009 kl. 09:01

51 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er nokkuð sammála þér með tvöfalda atkvæðagreiðslu. Aðalatriðið er að hefja ferlið, hvort sem atkvæðagreiðslan er einföld eða tvöföld. Því fyrr því betra og fá niðurstöðu í málið. Ekki endalaust draga lappirnar, á morgun sagði sá lati.

Theódór Norðkvist, 29.4.2009 kl. 11:45

52 Smámynd: Einar Solheim

Tvöföld atkvæðagreiðsla er rugl.  Engin þjóð hefur farið inn í ESB á grundvelli atkvæðagreiðslu um það hvort sækja eigi um aðild.  Sú atkvæðagreiðsla hét hjá okkur "Alþingiskosningar", og sé meirihluti fyrir því að sækja um á þingi þá skal það gert.  Allir fá svo tækifæri til að segja sitt þegar það kemur að þeirri atkvæðagreiðslu sem máli skiptir.

Einar Solheim, 29.4.2009 kl. 12:46

53 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Jón Valur ... það kallast nú ekki bestu heimildir þegar maður vitnar í sjálfan sig.

Haraldur: Það er ekki hægt að fullyrða um fjarlæga framtíð nei, en miðað við núverandi kerfi sem byggist á sögulegri nýtingu ... þá sitja Íslendingar einir að Íslandsmiðum (þarf að lesa mér betur til um það samt, hef þessar upplýsingar bara frá þriðja aðila).

Jón Valur aftur ... að líkja skoðunum mínum um olíuna á drekasvæðinu við skoðanir Kolbrúnar Halldórs (þó það geti vel verið að þær hafi einhverja sameiginlega fleti) er andstyggileg aðferð í rökræðum. Þú gerir þér sjálfur upp þá mynd að það sem hún segir sé óvelkomin afstaða Íslendinga og yfirfærir þannig hennar skoðun yfir á mína án þess að gera frekar grein fyrir nokkrum fyrirvörum á þínu máli.

Það er einfaldlega bannað þegar verið er að reyna að færa rök fyrir máli sínu að slá upp samlíkingu sem þegar er "dæmd" á einn veg eða annan. Slíkt slær ryki í augu lesenda sem eru jafnvel ekki eins vel inn í umræðunum og höfundar.

Björn Leví Gunnarsson, 29.4.2009 kl. 15:02

54 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var mjög góð aths. hjá þér, Haraldur:

"Í umræðunni er þetta með fiskinn oft sett þannig upp að floti erlendra skipa komi í landhelgina til veiða, sem síðan er fullyrt að aldrei verði. – Ein spurning í þessu sambandi sem ætti að velta upp er þessi: Hvað þýðir að pólitísk formleg yfirráð yfir nýtingu auðlindarinnar séu flutt til Brussel? Ef það breytir engu (eins og S fullyrðir ítrekað) til hvers að flytja þau úr landi? Er hægt að tryggja að það breyti engu til framtíðar?"

Góð spurning!

Björn Leví, segðu okkur bara þitt eigið álit á Drekasvæðis-málinu, þá fá lesendur kannski ástæðu til að greina einhvern mun á þinni afstöðu og Kolbrúnar. En á meðan vitum við ekki annað um álit þitt en þetta: "ef það er olía á drekasvæðinu, flott ... leyfum henni að rotna þar áfram. Eigum í nægum vandræðum með olíu svo við förum ekki að bæta á eldinn." – Ekki sýnist mér þetta beysið álit né yfirvegað, og ekki verður slík afstaða okkur að stórkostlegum tekjuauka, sem okkur er einmitt full þörf á.

Þú vilt kannski bara leggja þetta í rúlettuna i EBé, leyfa þeim að nýta þetta, ef þeim sýnist, en að okkar eigin þjóð kúri hér áfram yfir sínu.

Jón Valur Jensson, 30.4.2009 kl. 00:38

55 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ég legg eftirfarandi rök á vogarskálarnar:

- Tímann sem það tekur að rannsaka svæðið og komast að því hvort það er í raun nýtanlegt magn olíu ... hingað til höfum við heyrt gríðarlegar tölur sem ég ætla svo sem ekkert að véfengja. Það má geta þess að rannsóknirnar koma frá Sagex olíufyrirtækinu í Noregi og eru frumrannsóknir. Ef frumrannsóknirnar sýna mikið af olíu þá er líklegra að þeir fái að halda áfram og gera tilraunaholur... ef frumrannsóknir sýna aftur á móti ekki svo mikið af olíu þá er ólíklegra að verkefni haldi mikið áfram.

Ég er bara að segja að áður en við förum að selja olíuna eða skuldsetja okkur út af henni, þá er best að vita hvað við erum að fara út í.

- Olía er EKKI framtíðareldsneyti ... ég tek því sem almenna vitneskju. Meira að segja Bandaríkjamenn viðurkenna það. Ef við tökum tillit til þess tíma sem fer í rannsóknir og svo hugsanlega nýtingu ... þá er orðið vel mögulegt að heimurinn líti þannig á að brennsla á olíu sé ... ekki svo góð hugmynd.

Ég er aftur að segja að það er best að fara vel yfir rannsóknirnar og leggjast í frekari vinnu til þess að staðfesta hvað er í raun á Drekasvæðinu og hversu langan tíma það kemur til með að taka okkur að fá olíu þaðan.

- Ísland er land hreinnar orku. Ég segi stoltur fólki hérna í US að 99,5% heimila eru knúin hreinni orku á Íslandi. Fólki finnst það æðislegt ...

Ég horfi hryggur til þeirra tíma þar sem ég gat sagt að Ísland hafi aldrei tekið þátt í eða stutt stríðsrekstur. Írak og að einhverju leiti Kosovo breytti því ... því miður. Mig langar ekki að sú saga endurtaki sig í orkumálum (fara yfir í "óhreina" orku).

Erum við virkilega svo illa sett að við verðum að hoppa á hverja einustu féhrúgu sem við finnum? Erum við svo öfundsjúk út í Norðmenn að við verðum bara að fórna því forskoti sem við höfum í hreinum orkumálum?

Stefnumót við veruleikann hérna takk fyrir. Heimurinn er á hraðri leið í að nýta aðrar orkulindir en olíu (þó að hún verði þarna í einhverja áratugi í viðbót... en því styttri tíma því betra). Íslendingar hafa MIKLA þekkingu á nýtingu slíkra auðlinda - þar er mun betra að bora takk fyrir.

Lokaniðurstaða mín er jú, endilega rannsaka Drekasvæðið. Við getum ekki tekið ákvörðun fyrr en við vitum í raun hversu mikið af olíu er þarna og allt þar fram eftir götunum... Ég myndi hins vegar alveg vilja taka það veðmál að segja bara við Norðmenn til dæmis ... þið megið eiga alla olíuna sem er þarna ef þið borgið allar skuldir okkar. Þannig losnum við við þá fyrirhöfn að ná olíunni (eitthvað sem við höfum enga þekkingu á), við losnum við skuldirnar OG Ísland er áfram land hreinnar orku.

Björn Leví Gunnarsson, 30.4.2009 kl. 15:01

56 Smámynd: Haraldur Hansson

Björn Leví: Þetta með Noreg og skuldirnar er nýstárlegt. Talandi um orku og framtíðina þá er Jóhannes Björn með fínan pistil á síðu sinni sem heitir Hvað gerir Ísland við orkuna? sem ég mæli með. Þetta eru tvær færslur. Þakka ykkur Jóni annars fyrir hressileg innlegg.

Haraldur Hansson, 30.4.2009 kl. 16:32

57 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Takk, afsaka hvað þetta hefur farið hist og her í umræðunni...

Björn Leví Gunnarsson, 30.4.2009 kl. 17:13

58 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Nokkrar heimildir um Drekasvæðið og olíudótið þar:

http://www.offshore-mag.com/display_article/359633/120/ARTCL/none/none/1/Leasing-under-way-off-Iceland-and-Jan-Mayen,-Norway/

http://www.rigzone.com/news/article.asp?a_id=74168
"strong but indirect evidence ... "

http://www.oilvoice.com/n/New_Studies_Underpin_Oil_Potential_in_the_Dreki_Area_Northeast_of_Iceland/1c21b8a6.aspx

... bara fara rólega á meðan það er verið að kanna þetta.

Björn Leví Gunnarsson, 30.4.2009 kl. 19:45

59 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Haraldur þetta eru áhyggjur sem ég efast ekki um að margir kjósenda VG deila með þér.   Það er til fyrirmyndar hvernig þú svarar og þetta eru oft á tíðum ágætar umræður hérna sem eru öllum til sóma.

Helgi Kr. Sigmundsson, 30.4.2009 kl. 21:55

60 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ég gaf VG líka mitt atkvæði í þetta skipti (enginn flokkur getur treyst því að fá mitt atkvæði) ... en mér er alveg sama um þetta ESB dót hjá þeim. Það er ekki ástæðan fyrir því að ég kaus þá og ég vil fremur að þeir verði staðfastir í öðrum málum en ESB. Enda hefur það líka komið skýrt fram að þeir styðja lýðræði þjóðarinnar varðandi kosningu um ESB ... samhliða því að þeir koma til með að segja fólki að kjósa "nei".

Fínt mál bara finnst mér.

Björn Leví Gunnarsson, 2.5.2009 kl. 17:54

61 Smámynd: Heiðar Birnir

Sæll Haddi. 

Ég er sannfærður um að öll þessi skilyrði uppfyllir FLokkurinn aldrei.

Ef hann finnur kjarkinn sem hann týndi, fer í naflaskoðun, losar sig við þá sem hann hefði átt að losa sig við, afneitar frjálshyggjunni, hverfur aftur til gamalla borgaralegra gilda þar sem velferðin á samleið með einkaframtakinu, gerir kröfur um að ábyrgð fylgi frelsinu og að gagnsæi fyrirbyggi spillingu og stendur undir nafni, þá .... já, þá geng í flokkinn.

Bjarni Benediktsson daðraði sjálfur við hugmyndina um inngöngu í ESB áður en hann var kjörinn formaður.  Lúffaði um þau mál rétt á meðan landsfundi stóð.  Strax eftir kosningar heyrðist mér hann vera byrjaður aftur.

Vinstri grænir fengu mitt atkvæði núna, Samfylkingin síðast.  Mér líður ágætlega utan flokka, algjör óþarfi að múlbinda sig einhversstaðar.

Heiðar Birnir, 2.5.2009 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband