SAMMÁLA - til hvers?

Þar höfum við það. Stjórnmálafræðingur segir að ríkisstjórnin þurfi ekki að vera sammála, Alþingi þarf ekki að vera sammála og þjóðin þarf ekki að vera sammála.

"Þetta er algjörlega borðleggjandi" segir stjórnmálafræðingurinn, ESB gerir engar kröfur um einhug um aðildarumsókn.

Sammála, til hvers?

Ef Samfylkingin vill getur hún sótt um ríkisborgararétt fyrir 320 þúsund Íslendinga í Evrópuríkinu, án þess að spyrja þá. Hún þarf ekki lýðræðislegt umboð frá þjóðinni, bara túlka kosningaúrslit sér í hag og láta vaða. Það er algjörlega borðleggjandi, segir stjórnmálafræðingurinn.

Einu "skýru skilaboðin" frá þjóðinni sem ég get lesið úr úrslitum kosninga eru að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að fara í ríkisstjórn. Mér er fyrirmunað að sjá skilaboð, hvað þá kröfu, um að ný ríkisstjórn leggi inn umsókn um aðild Íslands að ESB gegn vilja rúmlega helmings þjóðarinnar.

Hvað segir annars orðabókin um orðið "lýðræði"?

 

Áttu 18 sekúndur aflögu?
Þá mæli ég því að smella hér og lesa fáein erindi eftir skáldið Gunnar Dal.

 


mbl.is Þarf ekki einhug um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband