Samfylkinguna burrrt!

"Hver sem afstaða okkar til ESB kann að vera, þá ættu flestir skynsamir Íslendingar að meta það svo að a.m.k. séu takmörk fyrir því hvað aðgöngumiðinn má kosta." Þetta segir m.a. í grein sem Viktor J. Vigfússon verkfræðingur, skrifar í Morgunblaðið 1. maí. Grein hans ber yfirskriftina Er Samfylkingunni treystandi fyrir stjórn Íslands? og rétt að kíkja á hana nú þegar ESB-stjórn virðist í burðarliðnum.

Í grein sinni veltir verkfræðingurinn upp ýmsum hliðum IceSave málsins; samningum um það, lagalegri skyldu og umfangi skuldbindinganna. Einnig samningsstöðu Íslands sem hann efast um að Samfylkingin sé tilbúin að beita, af ótta við að það valdi neikvæðri afstöðu Breta til umsónar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Síðan segir Viktor:

Ef Samfylkingin sér engan annan valkost en að ganga í ESB og vill ekki hætta á neitt sem kann að skaða það ferli, þá er viðbúið að fulltrúar hennar séu tilbúnir að samþykkja fjárhagslegar álögur á Íslendinga sem ella hefði ekki þurft.

Líkur á að gengið verði til samninga um inngöngu í ESB hafa aukist nú að loknum kosningum. Almennt séð gildir það í viðskiptum, litum sem stórum, að þú vilt halda þeim möguleika opnum að samningar takist ekki. Ef viðhorf þitt er að þú eigir engan annan valkost, þá getur það leitt til þess að þú gangir að samningi sem annars teldist óásættanlegur.

Samfo_gefst_upp

Því miður virðist sem Samfylkingin ætli að setja allt sitt traust á velvilja ESB þegar kemur að samningum. Á sama hátt og það eru öfgar að finna ESB allt til foráttu, þá er það barnaskapur að halda að ESB muni sjá til þess að ekki verði lagðar á okkur of miklar eða ósanngjarnar álögur. Við sjálf og engir aðrir verðum að gæta eigin hagsmuna.

Viljum við ríkisstjórnina burrrt?
Viljum við kosningar í vor?
Viljum við stjórn seðlabankans burrrt?
Viljum við stjórn fjármálaeftirlitsins burrrt?

Þessar spurningar voru bornar upp vikulega á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni. En það var ekki nema hálf ríkisstjórnin sem fór burrrt. Hinn flokkurinn sat áfram og situr enn. Í kosningunum flaggaði Samfylkingin Jóhönnu og ESB og tókst ótrúlega vel að skauta framhjá ábyrgð sinni á hruninu. Síðasti hluti greinar Viktors fjallar um "uppgjör" Samfylkingarinnar við mistökin í fyrri ríkisstjórn. Ég ætla ekki að fjalla um þann þátt hér, en læt lokaorð greinarinnar enda þessa bloggfærslu.

Sá sem ekki getur viðurkennt eigin mistök, fyrir sjálfum sér eða öðrum, mun að líkindum endurtaka þau.


Myndinni var hnuplað án leyfis af
Hægrisveflunni


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Get ekki verið meira sammála þér Haraldur Nú þarf bara að virkja Austurvöll aftur svo að Samfylkingin skylji það að við viljum hana ekki við stjórn landsins.Miðað við hvernig atvinnuleysið er í dag ætti sá fjöldi sem myndi mæta núna á Austurvöll að vera talsvert meiri...

Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.5.2009 kl. 18:02

2 identicon

Töluðu ekki kosningarnar sínu máli?? Þarf að segja meira?

Óli Árni (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband