Loddari með töfralyf á flösku

Það er ekki hægt að lækna magasár með því að setja rauðan plástur á vinstra hnéð. Það vita allir.

En það er allt eins líklegt að innhverf íhugun sem David Lynch kynnir geti verið til bóta. Kannski ekki ein og sér fært þjóðinni heilbrigði, sköpunarmátt, velmegun og frið, en Lynch gerir í það minnsta ekki út á snákaolíu. Enda er alþýðan bæði læs og skrifandi og betur upplýst en á tímum villta vestursins.

snakeoilFyrr á öldum ferðuðust loddarar þorpa á milli í vestrinu og seldu töframeðal. Lykillinn að velgengni var tungulipurð loddarans og vanþekking alþýðunnar á sjúkdómum. Töframeðalið gat læknað hvað sem er. Sumir höfðu með sér brellumeistara til að setja á svið "kraftaverk" og blekkja lýðinn. Því fleiri sem létu blekkjast, því betri var salan.

Þó tölvuöldin sé gengin í garð eru enn til loddarar af ýmsu tagi. Einn hópur þeirra ferðast um með Töframeðalið ESB á flöskum og reynir að selja lýðnum. Lykillinn er tungulipurð loddarans og vanþekking alþýðunnar á innihaldinu. Brellumeistarinn heitir Evra.

Það ljóta við loddarana er að þeir nýta sér vanþekkingu fórnarlamba sinna. Með aukinni almennri þekkingu á heilsu og sjúkdómum hættu menn að geta selt töframeðal í villta vestrinu. Alveg eins er það með Töfralyfið ESB. Því betur sem viðskiptavinirnir þekkja það, því erfiðara verður að selja. Þess vegna ríður mikið á að selja varninginn strax, áður en kaupendur sjá að varan er plat.

j_chiracJacques Chirac, fyrrum forseti Frakklands, sannreyndi þetta árið 2005. Þá lét hann prenta Stjórnarskrá Evrópusambandsins í stóru upplagi og bera í öll hús í Frakklandi áður en þjóðaratkvæði var greitt. Á einni viku jókst andstaðan um 10 prósentustig og stjórnarskráin var felld.

Samfylkingin vill ekki brenna sig á þessum lýðræðisæfingum og leggur ofurkapp á að sækja um aðild strax í maí og hefja viðræður um í júní. Selja vöruna áður en kaupendur geta kynnt sér innihaldið og það er um seinan.

ESB stendur fyrir Eitruð Samfylkingar-blanda. Innihaldið er tveir skammtar af úrræðaleysi, þrjú villuljós, dass af skrumi og uppgjöf í ómældu. Ekki er veittur afsláttur af kaupverði.

 


mbl.is Kynna sér innhverfa íhugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svo er hin hliðin, þverhausarnir

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Jón Á Grétarsson

ég er osammala.is  

Jón Á Grétarsson, 2.5.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er fremur broslegt grínblogg hjá þér. Þú ert sennilega að tala þér þvert um hug. Það getur ekki annað verið. 

Það er nefnilega eitt sem passar ekki í þessari grein. Það er hópur hér á landi sem vill ekki láta efnagreina töfralyfið. Af hverju vilja ESB andstæðingar ekki fá sannleikann á borðið?

Þá kemur í ljós hvort blandan er eitruð.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.5.2009 kl. 18:57

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jón, innihaldið er listað á miða aftan á flöskunni.  Það þarf ekki að setja stórfé í að efnagreina blönduna á rannsóknarstofu þegar það nægir að snúa flöskunni við og lesa.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.5.2009 kl. 11:41

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk allir fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Jón Halldór, nei ég tala mér ekki þvert um hug. Ég er einmitt í hópi þeirra sem vilja efnagreina innihaldið og fá sannleikann upp á borðið, áðuren lögð er inn pöntun. Enda eru allar forsendur til þess.
Fylking Jóhönnu treystir á að sjá-hvað-er-í-boði söngurinn nái eyrum fólks og vill sækja um aðild í skjóli þess. Sniðganga lýðræðið og viðhafa lýðskrum. Það er ljótur leikur.
En við getum þó fagnað sama 3:0 sigrinum í leiknum í gær, þó það sé allt annar handleggur.

Brjánn: Ég verð að játa að ég skil ekki kommentið þitt, takk samt fyrir innlitið.

Jón Á og Axel Þór: Ég er sammála ... ykkur!

Haraldur Hansson, 3.5.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband