13.5.2009 | 16:55
Steingrímur J greindur ESB-jákvæður
Íslandsvinurinn Olli Rehn, útþenslukommissar ESB, birtist orðið reglulega í íslenskum fjölmiðlum. Ýmist til að hvetja Ísland til inngöngu eða til að útskýra að "engin frávik verði leyfð" frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins Nú segir hann að innganga okkar virkaði örvandi fyrir Norðmenn.
Eftir fréttum að dæma þarf ekki lengur að örva Steingrím Joð.
"Að sjálfsögðu geri ég það" sagði VG-formaðurinn, aðspurður um hvort hann greiddi atkvæði með tillögu um að Ísland sæki um aðild að ESB.
Katrín menntamálaráðherra upplýsti að "nokkrir liðsmenn Vinstri-grænna hefðu greinst ESB-jákvæðir", segir í frétt á amx.is. Formaðurinn er greinilega í hópi hinna sýktu. Dæmin sýna að þeir sem einu sinni sýkjast af ESB-veirunni læknast ekki svo glatt.Til hvers er lýðræðið?
VG fékk fjölmörg atkvæði út á andstöðu sína við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þó svo að "þjóðin eigi að fá að ráða" jafngildir það engan veginn því að VG greiði götu þeirra sem vilja byggja velferðarbrú til Brussel. Formaðurinn talaði skýrt á móti aðild fyrir kosningar. Hann talaði líka skýrt á móti í kosningasjónvarpinu. Núna segist hann "að sjálfsögðu" greiða atkvæði með umsókn um aðild Íslands að ESB.
Þó að mælskir menn og pennafærir geti pakkað vondum málstað í fallegar umbúðir breytist innihaldið ekki. Þetta eru svik við kjósendur flokksins. Hrein og klár. Þetta er afbökun á lýðræðinu.
Það minnsta sem VG getur gert er að ná því fram að kynna ESB almennilega hér á landi og leyfa fólki að sýna hug sinn í þjóðaratkvæði. Kjósa um hvort Íslendingar vilji að sótt sé um aðild. Viðhafa alvöru lýðræði, ekki þetta krata-lýðræðið að kjósa þegar Samfylkingunni hentar.
Get ég fengið að taka atkvæðið mitt til baka?
Leiðrétting:
Fréttin um ESB-sýkingu formanns Vinstri grænna, sem færslan var byggð á, reyndist á misskiningi byggð eins og fram kemur í athugasemdum hér að neðan.
Steingrímur J Sigfússon mun vera við hestaheilsu. Þeim flokksfélögum hans, sem glíma við Evrópusýkina, óska ég góðs bata.
![]() |
Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 14.5.2009 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.5.2009 | 12:41
Gamall sófi, meiri bjór.
Aukið atvinnuleysi er einn af þeim þáttum sem leiðir af sér samdrátt í neyslu. Í Morgunkorninu, fréttabréfi Íslandsbanka, er í dag lítið súlurit sem sýnir breytingar á neyslu, en kaup á munaðarvöru hafa dregist mikið saman. Það er verslun í apríl sem er borin saman við sama mánuð í fyrra.
Sala á húsgögnum dregst saman um 56% og raftækjum um 41%. Hafa verður í huga að sala á húsgögnum, innréttingum og raftækjum jókst gríðarlega í góðærinu og var e.t.v. orðin óhófleg.
Fatakaup hafa minnkað um 26% og skóverslun um 18%. Það má reikna með að erlendir ferðamenn rétti aðeins hlut smásalanna í þessum vöruflokkum.
Sala á áfengi hefur hins vegar aukist um fáein prósent. Það er klárt að við sparkfíklar eigum hlut í því. Nú fara menn ekki svo glatt á völlinn í Englandi, heldur tylla sér á barstól og horfa á risaskjá.
Ef maður vill vera sannur Íslendingum um helgina situr maður í gamla sófanum, horfir á Eurovision á raðgreiddum flatskjá og sötrar íslenskan bjór.
![]() |
Atvinnuleysi mælist 9,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2009 | 18:37
Persónukjör en ekki þjóðaratkvæði
Persónukjör er skref í áttina að því sem "þjóðin vill", eins og það heitir. Þetta er gömul hugmynd sem fékk byr undir báða vængi í búsáhaldabyltingunni. Þar var líka gerð krafa um stjórnlagaþing.
Á fundinum var lagt fram mál um "ráðgefandi stjórnlagaþing". Ekki þing sem setur okkur nýja stjórnarskrá, eins og hugmyndin var. Þetta hljómar eins og málamiðlun. Getur verið að þetta með persónukjörið sé bara dúsa til að stinga upp í potta- og pönnuliðið svo að það sætti sig frekar við að stjórnlagaþingið verði ekki ekta?
Það er ekki beint samhljómur í því að leyfa persónukjör vegna sveitarstjórnarkosninga en standa á sama tíma fast gegn því að þjóðin fái að greiða atkvæði um Evrópumálið, sem er miklu stærra mál og varðar hagi komandi kynslóða.
Persónukjör til sveitarstjórna, en sækja um aðild að Evrópusambandinu án umboðs frá kjósendum. Ég fatta ekki þetta krata-lýðræði.
![]() |
Persónukjör á næsta ári? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 14:40
Sorrý, EVRAN er dauð!
Hætta er á að evran veikist mikið og jafnvel hrynji, segir danskur bankasérfræðingur í viðtengdri frétt. Auðvitað eru ekki allir á einu máli. Og þrátt fyrir fyrirsögnina ætla ég ekki að spá meiriháttar harkförum evrunnar, hvað þá dauða.
Það sem hins vegar er athyglisvert er að stóra slagorð Samfylkingarinnar er týnt: Krónan er dauð - við verðum að taka upp evru. Þessu var klifað var á í 200 daga samfellt fyrir kosningar en heyrist ekki lengur. Enda var þetta gert til að búa til gulrót og veiða atkvæði.
Í stjórnarsáttmálanum er kaflinn um gjaldmiðilinn rýr, þrátt fyrir efnismesta (mælt í orðafjölda) sáttmála síðari ára. Þetta stóra mál varð að nánast engu í sáttmálanum.
Annað sem vert er að benda á eru lokaorð fréttarinnar: "Áhættan fyrir evruna sé fólgin í þeirri veiku stöðu sem sum lönd í Mið- og Austu-Evrópu búi við." Hver yrði staða Íslands á Evrusvæðinu? Eða réttara sagt, hversu veik yrði hún?
Í ljósi nýrrar fréttar RÚV, um að það tæki Ísland 30 ár að uppfylla skuldaskilyrði Maastricht sáttmálans hlýtur að vera orðið tímabært að hætta öllum evru pælingum og nýta kraftana til þarfari verka.
![]() |
Hugsanlegt hrun evrunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 20:56
Fiskur er framandi auðlind í ESB
Berlusconi er leiðtogi eins af þeim 27 ríkjum sem Ísland þyrfti að semja við um inngöngu í Evrópusambandið. Hann er óneitanlega nokkuð sérstakur. Í Silfri Egils í gær var m.a. fjallað um aðildarumsókn og ferlið sem henni fylgir.
Það er of seint að byrja á heimavinnunni þegar sest er niður við samningaborðið.
Þetta sagði Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur m.a. í Silfrinu, en hann telur að mesta hættan" varðandi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé að ekki náist niðurstaða í sjávarútvegi sem Íslendingar geti sætt sig við.
Þetta skýrði Auðunn með því að það sé framandi hugmynd fyrir flestum Evrópuþjóðum að það sé litið á fisk sem þjóðarauðlind." Sérstaða okkar hafi ekki verið kynnt og þar sem hún sé framandi sé ekki að vænta skilnings hinna 27 þjóða sambandsins. Afstaða þeirra geti orðið ósveigjanleg" og erfitt að ná niðurstöðu.
Að venju var margt fróðlegt í Silfrinu. Andrés Jónsson, ráðgjafi og Samfylkingarmaður, sagði meðal annars: Menn hafa alltaf vitað og gengið útfrá, bæði í Evrópusambandinu og á Íslandi, að við myndum borga meira til sambandsins en við fengjum. En vegna stöðunnar núna myndum við e.t.v. "fá einhverjar góðgerðir" og þess vegna kannski ekki vitlaust að ganga inn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta sem ölmusur eru notaðar sem rök fyrir inngöngu. Það er í takt við uppgjafarstefnu Samfylkingarinnar.
![]() |
Berlusconi Evrópu til skammar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 15:35
Verði ljós! Villuljós.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 01:13
Tímasprengja í farangrinum
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2009 | 23:27
Til hamingju! Með hvað???
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.5.2009 | 17:49
Til hvers að kjósa?
8.5.2009 | 14:54
Þetta kallar maður sko fjör!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.5.2009 | 23:17
Björgunarskipið e/s Titanic
5.5.2009 | 17:09
A4
5.5.2009 | 13:50
"Allt fyrir ekkert"
4.5.2009 | 12:35
Nú er það svart í ESB, enn svartara!
4.5.2009 | 09:41
Velferðarbrúin er týnd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)