Hallærislegur hanaslagur

Þegar ástandið er jafn alvarlegt og raun ber vitni ættu allir að vinna saman. Flokksskírteini eiga að vera aukaatriði. Taka ber öllum tillögum fegins hendi, skoða þær og meta.

Það hvernig brugðist er við hugmyndum um greiðsluvanda heimilanna sýnir að hinn pólitíski hanaslagur ræður ferðinni. Því miður. Það er ekki nýtt í pólitík og enginn flokkur öðrum skárri í þeim efnum. Það sem máli skiptir er hver talar en ekki hvað er sagt.

Cockfight

Tryggvi Þór Herbertsson, lagði fram tillögur sem hann kallaði Leiðréttinguna. En af því að Tryggvi Þór er í Sjálfstæðisflokknum var hún slæm. Ráðherra gerði bara kjánalegt grín að henni án þess að skoða hana.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði fyrir 20% leið Framsóknarmanna. En af því að hugmyndin er frá Framsókn fær hún stimpilinn "flatur niðurskurður" og er vísað frá í stað þess að skoða hugsanlegar útfærslur.

Lilja Mósesdóttir lagði fram hugmyndir um niðurgreiðslu til allra skuldara. Svo fór hún í prófkjör fyrir Vinstri græna og þar með var hennar hugmynd dæmd ónothæf.


Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur lagt fram hugmynd um niðurfærslu skulda. Hún er ekki merkt flokki. Þá er viðskiptaráðherra tilbúinn að skoða málið. Að sjálfsögðu, því hér er enginn flokkslitur að þvælast fyrir.

Það er alveg á hreinu að ef talsmaður neytenda hefði fengið lánað bréfsefni frá Framsókn, VG eða Sjálfstæðiflokknum hefði hugmyndin verði dæmd ónothæft án frekari skoðunar. Hinn faglegi ráðherra tekur þátt í pólitískum hanaslag, alveg eins og hinir. Það kom skýrast fram í viðbrögðum hans við plaggi Tryggva Þórs.

Það er kreppa. Ástandið er alvarlegt. Við höfum ekki efni á að þræta um rauðan og bláan. Burt með pólitískan hanaslag og gefum skynseminni tækifæri.

 


mbl.is Viðskiptaráðherra skoðar niðurfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað er þessi ríkisstjórn eiginlega búin að sitja lengi? Ekkert bólar á úrræðum. Verða þeir ekki að taka kúrsinn og gefa hann upp?

Baldur Hermannsson, 30.4.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Tryggvi, Sigmundur og Lilja eru menntaðir hagfræðingar sem hafa verið kosnir á þing sem hafa haldið þessari hugmynd uppi.  Það er svipuð leið sem Þór Saari sem er líka menntaður hagfræðingur hefur komið með útfærslu á.

En svo kemur flugfreyjan Jóhanna og segir að þetta sé arfavitlaust?  Ekki vissi ég að hún væri með hagfræðiþekkingu?  Eða jarðfræðingurinn Steingrímur?

Annars, flottir pistlar Haraldur !

Jón Á Grétarsson, 30.4.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æi Jón, farðu nú ekki að tala um þessa hagfræðinga eins og væru þeir guðir. Ég las með eigin augum ráðleggingar 10 Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði - þeir voru að ráðleggja Obama hvernig hann ætti að taka á kreppunni þegar hann yrði forseti. Þetta voru nálega 10 mismunandi skoðanir. Það var ótrúlegt að lesa þetta.

Þótt Jóhanna sé bæði þröngsýn og vitlaus þá treysti ég henni betur en hagfræðingum til að finna leið út úr vandanum.

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 08:41

4 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Mér finnst að kröfur um menntun eigi jafn vel við um ríkiststjórn og seðlabankastjóra. Jafnvel enn frekar.

Jón Á Grétarsson, 1.5.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband