ESB dæmir rök Samfylkingar ómerk!

Framkvæmdastjórn ESB hefur upplýst að reglan um "hlutfallslegan stöðugleika" verði að líkindum lögð af. Hún hefur verið grunnurinn að ekkert-að-óttast málflutningi Samfylkingarinnar um fiskveiðar Íslendinga eftir inngöngu í ESB.

Skal gert, heitir bókin sem geymir stjórnamálályktun S-lista. Þar segir á bls. 65:

Söguleg veiðireynsla er hornsteinn sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og við honum hefur aldrei verið hróflað allt frá upphafi.

Óttinn við að Evrópusambandið ákveði að breyta þessum hornsteini sjávarútvegsstefnunnar er með öllu ástæðulaus.


Æ, æ. Nú gildir þetta ekki lengur.

Því miður var ástæða til að óttast. Nú á að hrófla við reglunni og jafnvel leggja hana af! Hvað kemur í staðinn? (Sjá um fréttina hér.)

Þetta er vægast sagt óheppileg tímasetning. Að Framkvæmdastjórn ESB skuli ógilda aðal "rök" Samfylkingarinnar, kortéri fyrir kosningar. Og það þrátt fyrir að kommisar sjávarútvegsmála sé "vinur okkar" frá Möltu. Hann er kannski búinn að senda Jóhönnu SMS og biðjast afökunar á þessari fljótfærni. Að hafa ekki þagað yfir sannleikanum fram yfir kosningar.

Á bls. 67 í Skal gert er svo þessi klausa:

Að auki má festa regluna um hlutfallslegan stöðugleika og þar með að Ísland eitt sitji að kvóta í íslenskri lögsögu í aðildarsamning Íslands við Evrópusambandið.

Þetta er ekki hægt þegar reglan er ekki lengur til. Hún hefur reyndar aldrei verið til nema sem samkomulag, en ekki skráð í lög. Svo það er létt verk að leggja hana af. 
mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú tekur 18 miljón króna lán þá þarftu að borga það 17 falt til baka hér á landi, en rétt rúmlega einu sinni til baka í evru landi. Vaxtalækkunin sem þjóðin fær við inngöngu í ESB, bæði fjölskyldur og fyrirtæki, yrði 228 þúsund miljónir, já 228 miljarðar króna á ári hverju. Vextir á lánum gætu farið niður í 3% og lánið lækkar við hverja borgun við hver mánaðarmót. En ef þú hefur efni á að borga 18 miljón króna lánið 300 falt til baka, þá kýstu einhvern sem er á móti ESB. En ég veit alveg hvað ég ætla að gera, ég ætla kjósa með sjálfum mér og fjölskyldu minni, ég ætla kjósa Samfylkinguna. X-S

Valsól (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:11

2 identicon

Eigum við ekki að fara bara í aðildarviðræður og láta svo þjóðina ráða þessu. Þetta er eins og að vera með lottómiða og henda honum vegna þess að maður er viss um að það sé enginn vinningur á honum, þvílíkt rugl að skoða ekki alla möguleika.

Valsól (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:14

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tók einmitt eftir þessari frétt í útvarpi (eða var það á Stöð 2?) um regluna um "hlutfallslegan stöðugleika", Haraldur, og skynjaði óðara mikilvægi hennar. Við eigum eftir að hugleiða og fjalla betur um þetta, vænti ég, hvor með sínum hætti, því að þetta eru mikil tíðindi, sem sýna náttúrlega, hve óstöðug og raunar óútreiknanleg sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins getur verið, og svo eru sumir hér að leggja allt sitt traust á tímabundnar myndbirtingar hennar! En svo bregðast krosstré þeirra sem önnur tré.

Já, það var gott hjá þér að vekja athygli á þessu, takk fyrir það..

PS. Þetta er fánýt falsvon um vextina hjá Valsól þessari, sem ég hygg reyndar að sé karlmaður. Jafnvel á evrusvæðinu eru vextir ekki þeir sömu hjá einstökum löndum, og fráleitt er að gera ráð fyrir, að rekstrarkostnaður banka sé alls staðar eins – vitaskuld er hann meiri í smærri einingum en þeim risastóru, og það hlýtur að endurspeglast í framboðnum vöxtum, því að þeim tengjast vitaskuld tekjur og útgjöld banka.

En kerfishugsandi menn halda, að þeir geti reiknað allt út með tommustokk, reglustiku og reiknitölvu, alhæft út í bláinn og reynt í huganum að búa sér til draumaveröld. Staðreyndin um vextina er hins vegar sú, að þeir eiga eftir að húrra niður með dvínandi verðbólgu, raunar hverfandi verðbólgu, og lækka sem sé þannig um mun meira en það sem næðist af vaxtalækkun með upptöku annarrar myntar – sem þyrfti vel að merkja ekki að vera evra; langtum greiðari vegur og fljótfarnari væri að fá dollarann.

Jón Valur Jensson, 25.4.2009 kl. 00:27

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo eru þessar fullyrðingar Valsólar um 18-földun lána með endemum vitlausar.

Jón Valur Jensson, 25.4.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:40

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Valsól: Það hefur enginn efni á að borga lán 17 falt til baka, hvað þá 300 falt. Taka 18 milljónir að láni og borg 5.400 milljónir til baka. Enda gerir það enginn. Færslan er um Grænbók ESB um sjávarútvegsstefnuna; að reglan um hlutfallslegan stöðugleika kunni að verða aflögð.

Þetta er reglan sem átti að vera hinn óbrigðuli öryggisventill okkar. Veistu að útflutningur sjávarfangs er minnst 300 sinnum mikilvægari hér en t.d. í Frakklandi? Ef við misstígum okkur varðandi auðlindir sjávar getur það leitt yfir okkur skaða sem verður mikill og langvarandi. Svo stór að IceSave verður að smámunum í samanburði.

Jón Valur: Þú stendur vaktina. Ekki veitir af þegar slagsíðan í ESB umfjöllun er jafn mikil og raun ber vitni. Það eru svo margir með Samfylkingarleppa fyrir báðum augum að það er grátlegt að horfa upp á það.

Marteinn Unnar: Þessi kæra er ekki fagmannlega gerð. Ef tilefni er til að leggja fram svona alvarlega kæru þarf að vinna hana betur og styðja gögnum.

Haraldur Hansson, 25.4.2009 kl. 12:13

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér þetta, Haraldur.

Og vel svararðu Valsól.

Ég tek líka undir svar þitt til Marteins.

En kjósum rétt!

Jón Valur Jensson, 25.4.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband