Lögfræðiálit í boði Baugs?

Það fyrsta sem maður rekur augun í er merki LOGOS í bréfhausnum. Það eru ekki nema þrjár vikur síðan lögreglan og sérstakur saksóknari gerðu húsleit hjá lögmannsstofunni vegna meintra auðgunarbrota. Það er ekki heppilegt að álitið sé merkt LOGOS.

Lögfræðingurinn, Jakob R. Möller, var verjandi í Baugsmálinu og lögmannsstofan hefur víðtæk tengsl við Baug. Nú, þegar trúverðugleiki er talinn lykilatriði, verður val ríkisstjórnarinnar á lögmanni að teljast klaufalegt.

Svo hefst lesturinn.
„Mér er tjáð ..." kemur fyrir tvisvar í inngangi og bendir til að ekki hafi verið unnið eftir skjalfestum gögnum. Orðalagið gefur til kynna að ekki hafi verið rætt við hlutaðeigandi til gagnaöflunar heldur upplýsingar fengnar munnlega frá þriðja aðila. Var þessu hespað af í flýti?

lawyersNokkrar athugasemdir eru áhugaverðar. T.d. um vaxtakjör í 7. gr. og gjaldfellingarákvæði í 12. gr., þar sem í báðum tilfellum er borið saman við almenn lán. Hér er þó um að ræða nauðasamninga um ríkisábyrgð, þar sem þvingunum var beitt. Fleiri dæmi má nefna sem sýna frekar hollustu við verkkaupann (ríkisstjórnina) en faglegan metnað lögfræðings. 

Oftar en einu sinni er vísað í yfirlýsingar fyrri ríkisstjórnar frá haustmánuðum, sem gefnar voru við óeðlilegar kringumstæður, löngu áður en línur fóru að skýrast. Þær voru þó aldrei staðfestar af Alþingi. Maður fær á tilfinninguna að tilgangurinn sé að koma pólitískri sök á fyrri stjórnvöld, þó það sé alls ekki hlutverk lögfræðilegs álitsgjafa. Það er síðan undirstrikað í lokaorðum.

Það er rúsínan í pylsuendanum.

Í lokaorðunum á bls. 7 tekur höfundur fram að hann hafi ekki sérþekkingu á sviði þjóðarréttar. Í kjölfarið kemur svo setning sem efnislega þýðir „Þetta IceSave vesen er sko ekkert Samfylkingunni að kenna."

Ég spurði tvo lögfræðinga, hvorn í sínu lagi, álits á álitinu. Það fyrsta sem báðir nefndu var skortur á lögfræði hjá lögfræðingnum og „ótrúlega léleg röksemdafærsla".

Þó Jakob R Möller sé eflaust hinn mætasti maður og lögmaður góður þá verð ég að segja að þetta lögfræðiálit virkar hvorki trúverðugt né hlutlaust. Meira eins og niðurstaðan hafi verið pöntuð. Tengingin við Baug og útrásina er ekki til að hjálpa.

 


mbl.is Hagstæð ákvæði Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

792 milljónir á dag

Mat á eignum Landsbankans sem kunngert var í gær sýnir að þær hafa rýrnað um 95 milljarða. Þær hafa rýrnað um 792 milljónir á dag frá 20. febrúar. Þetta eru ekki litlar fjárhæðir. Engin trygging er fyrir að rýrnunin verði ekki enn meiri.

Vextirnir af IceSave láninu, óskiptum höfuðstól, eru 100 milljónir á dag.

Ef þetta er sett í samhengi við atvinnu- og gjaldeyristekjur Íslendinga á næstu árum, þá liggur beinast við að mæla þetta í þorski. Þorskkvótinn verður væntanlega 150 þús tonn. Verð á þorski sem landað er í Bretlandi var í gær um 338 kr/kg að meðaltali. Verðmæti alls þorskafla í heilt ár er því um 50 milljarðar.
Það þýðir að 3/4 þorskafla Íslendinga fer í að greiða vexti af IceSave láninu.

financial-crisisÞað þarf ekki snilling til að sjá að þetta getur aldrei gengið nema með óbærilegum fórnum. Þessar fórnir eru þegar byrjaðar að birtast, t.d. í niðurskurði og kostnaðarauka í heilbrigðiskerfinu. IceSave skuldaklafinn gæti dæmt þjóðina alla til þrenginga og jafnvel fátæktar í 2-3 áratugi.

Til að bæta gráu ofan á svart er líklegt að þeir sem "kjósa með fótunum" og yfirgefa landið næstu 7 árin verði ungt fólk á vinnumarkaði, sem gerir byrðarnar enn þyngri fyrir þá sem eftir sitja.

Það er endalaust hægt að þrefa um hverjir bera mesta sök. En það er hin skelfilega staða dagsins í dag sem þarf að glíma við. Ég myndi ekki treysta á að Björgólfur Thor komi með lausnir sem létta þjóðinni byrðarnar og því miður ber ég ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar heldur. Nauðasamningurinn um IceSave gefur ekki tilefni til þess.

 

 


mbl.is Hugsar daglega um Icesave-klúðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Grænland

Við Íslendingar erum tæplega 6 sinnum fjölmennari en Grænlendingar (57.500). Þeir búa í landi sem er 21 sinni stærra en Ísland og telst strjálbýlasta ríki veraldar. Þar er náttúran víðast óblíðari en hér, menntakerfi og heilsugæsla ekki á sama stigi og atvinnuhættir fábrotnari. En Grænlendingar eru vissir um að það sé vænlegra til árangurs að stjórna málum sínum sjálfir en að vera undir aðra settir.

greenland

Grænlendingar fengu heimastjórn 1979 og sex árum síðar forðuðu þeir sér burt úr Efnahagsbandalagi Evrópu, forvera ESB. Megin ástæðurnar voru bann sambandsins við selveiðum og "hin skaðlega fiskveiðistefna ESB", svo notuð sé lýsing Roberts Wade.

Í gær héldu Grænlendingar upp á þjóðhátíðardaginn með því að öðlast fullveldi. Þar með fá þeir ýmsa málaflokka í sínar hendur, sem og yfirráð yfir eigin auðlindum. Danir fara þó áfram með utanríkis- og öryggismál o.fl.

Í austri eru svo önnur fámenn nágrannaþjóð, Færeyingar (48.800). Þegar kosið var til þings í Færeyjum fyrir tveimur árum var viðruð hugmynd um þátttöku í EFTA en engar fréttir eru um að þeir hafi áhuga á að ganga í ESB.

greenland-kayak 

Á sama tíma og Grænlendingar fagna fullveldi eru til Íslendingar sem vilja fórna því. Það væri nær að samfagna með Grænlendingum og strengja þess heit að láta fullveldið aldrei af hendi. Og ekki væri verra ef Ísland gerði fríverslunarsamning við Grænland, sams konar þeim sem gerður var við Færeyjar. Það myndi ýta undir aukin samskipti þjóðanna.

Við eigum meiri samleið með fámennum nágrannaþjóðum okkar en fjölmennum iðnríkjum á meginlandi Evrópu. "Tími sjálfstæðra smáríkja er liðinn" sagði einn íslenskur uppgjafar- og ESB-sinni á bloggi í síðustu viku. Hvorki Færeyingar né Grænlendingar eru á því að smáríki geti ekki verið sjálfstæð. Við eigum ekki að ljá máls á því heldur.

Til hamingju Grænland.

 


mbl.is Grænland vill aukin samskipti við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það hlýtur að vera EITTHVAÐ gott við ESB"

Í meðfylgjandi viðtali er spurt hvort ekki sé eitthvað gott við ESB. Viðmælandinn er þingmaðurinn Daniel Hannan, sem á sæti á Evrópuþinginu fyrir breska Íhaldsflokkinn. Svar hans er í stuttu máli: Nei, ekkert!

Svör þingmannsins eru skýr og athyglisverð, en viðtalið er 3ja mín. langt. Hannan er líka spurður hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon samninginn (reform treaty), sem Gordon Brown, formaður bresku Samfylkingarinnar, sveik breska kjósendur um þrátt fyrir hátíðleg loforð.



Að loknu viðtalinu eru nokkrir breskir borgarar teknir tali. Þeir kvarta yfir skertu fullveldi og sterku Brusselvaldi. Einn segir að Norðmenn hafi valið réttu leiðina með veru utan sambandsins og aðild að EES.

Bretarnir kvarta líka yfir því að ESB sé ekki lengur það efnahagsbandalag sem þeir gengu í á sínum tíma heldur pólitískt sambandsríki Evrópu (political Federal state of Europe). Einn vill láta endurskoða málin og hverfa aftur til efnahagssamvinnu en ekki fara inn í Evrópuríkið (Federal Europe) sem nú er í burðarliðnum. 

Daniel Hannan hefur skrifað greinar í Fréttablaðið þar sem hann varar Íslendinga sterklega við því að ganga í ESB. Það sem fram kemur í þessu myndbandi eru allt atriði sem Íslendingar ættu að skoða núna. Ekki bíða, ráfa inn í ESB í kreppu og vera svo vitur eftirá. Það er of seint.

 


Alveg magnaður Saari

Af öllu því sem skrifað hefur verið um IceSave hlýtur bloggfærsla Þórs Saari frá því í gær að teljast einna athyglisverðust. Hann og Birgitta Jónsdóttir áttu fund með fulltrúa úr samninganefnd Hollands í IceSave deilunni.

Það vekur athygli hversu skýrt kemur fram í færslunni að þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af þrælslund Samfylkingarinnar gagnvart ESB.

Hér eru dæmi úr færslu Þórs:

...að ljúka þessu andskotans ICESAVE máli því fyrr myndi ESB aldrei samþykkja aðildarviðræður (Haft eftir íslenskum samningamanni)

... forsætisráðherra með ömurlegan hræðsluáróður um yfirvofandi einangrun af hálfu allra Evrópuríkja ef við samþykktum ekki ICESAVE

... eru greinilega engin takmörk lengur fyrir hversu langt Samfylkingin er tilbúin að ganga í ESB vegferð sinni

aðild að ESB skal ganga framar öllu, þar með almannahag, þar með þjóðarhag ... 

Þar á bæ eru meira að segja farnar að heyrast raddir í fyrirlitningartón um Evu Joly


Það sorglega er að þessar þungu ásakanir Þórs Saari í garð Samfylkingarinnar koma engum á óvart. Samfylkingin hefur eitt og aðeins eitt markmið; að gera Ísland að hluta af Evrópuríkinu, sama hvað það kostar. Í deilum um drápsklyfjar eru hún tilbúin að afsala sér hefðbundnum úrræðum fullvalda þjóðar. Bara að komast til Brussel.

Það að þingmaðurinn noti frítíma sinn á þjóðhátíðardaginn til að skrifa bloggfærslu um IceSave segir mér að honum er mikið niðri fyrir. Mæli eindregið með lestri greinar Þórs Saari (hér) og einnig ágætri grein um IceSave sem Sigmundur Davíð birti á Eyjunni fyrir rúmri viku (hér).


mbl.is Icesave-samningar birtir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna 17. júní?

Hvers vegna höldum við 17. júní hátíðlegan? Það er ekki vegna þess að þann dag árið 1397 var Eiríkur af Pommern krýndur fyrsti konungur Kalmarsambandsins. Heldur vegna þess að þann dag árið 1811 fæddist Jón Sigurðsson, á Hrafnseyri við Arnarfjörð....

ESB: Þú fattar ekki eftirá!

Það er ljóst á fréttum dagsins að nauðasamningar um IceSave eru forsenda fyrir lánafyrirgreiðslu frá Norðurlöndunum , ólíkt því sem tveir norrænir ráðherrar sögðu í síðustu viku. Samningarnir tengjast einnig hinni ólæknandi ESB-veiru sem hrjáir...

Enn endurtekið ESB-efni

Ef spurt er: - Ertu fylgjandi aðildarviðræðum við ESB? segir meirihlutinn JÁ Ef spurt er: Ertu fylgjandi því að sækja um aðild að ESB? segir meirihlutinn NEI Samt er þetta sami hluturinn . Það þarf að sækja um fyrst, svo koma viðræður. Það er endalaust...

Við erum öll snillingar

Ein lítil setning í viðtengdri frétt byrjar svona: " Að skortselja skuldabréf með því að kaupa samning um skuldatryggingaálag ... " Var bara að spá í hversu margir gætu skýrt í stuttu máli hvað þetta þýðir. Við hrunið breyttust allir Íslendingar í...

Gengur á með góðum fréttum!

Mitt í öllu hruninu, samdrætti og pólitísku þjarki er fín tilbreyting að rekast á eina og eina góða frétt. Ekki er verra ef þær koma í kippum, eins og í dag. Álverð hækkar Í Moggafrétt er talað um 18% hækkun álverðs það sem af er júní. Íslandsbanki slær...

Gullverðlaun fyrir kreppuklám!

Þessi frétt er víst ekki í gríni. Evrópusamtökin hafa útnefnt "Evrópumann ársins fyrir árið 2009". Sá sem hlaut gullverðlaunin vann það afrek á árinu að setja nýtt og glæsilegt Íslandsmet í kreppuklámi. Margir fjölmiðlar gleyptu við krassandi greininni,...

"Völd litlu ríkjanna fara minnkandi"

Ef marka má viðtengda frétt lítur SVÞ á Evrópusambandið sem gjaldmiðil. Það er í takt við margtuggin slagorð Evrópusinna. Framsal á löggjafarvaldi í fjölmörgum málaflokkum er aukaatriði. Varanleg breyting á forræði yfir eigin velferð, sem komandi...

"Bretar frömdu glæp"

Bretar frömdu glæp þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Til þess að koma í veg fyrir að þeir þyrftu að svara til saka fyrir þennan glæp og hugsanlega borga fyrir hann með hárri skaðabótagreiðslu, þá tóku þeir höndum saman við nokkra aðila og...

IceSave fyrst og handjárnin svo

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar segir m.a. í viðtali við Mbl.is: ... þurfum að takast á við þær breytingar sem verða samfara umskiptunum frá Nice-sáttmálanum yfir til Lissabon-sáttmálans Það er enginn vafi í huga hans, frekar en annarra sem koma...

ÍSAFOLD Á SÉR DRAUM

Ísafold á sér stóran draum. Drauminn um að þræla í veislunni hjá ömmu Brussu í útlöndum; helst að hreinsa motturnar þar sem stórmenni stappa skít af skónum sínum. Hún er tilbúinn að gera hvað sem er. Bera tröllið Tjalla á bakinu í sjö sumur og sjö vetur,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband