"Bretar frömdu glæp"

Bretar frömdu glæp þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Til þess að koma í veg fyrir að þeir þyrftu að svara til saka fyrir þennan glæp og hugsanlega borga fyrir hann með hárri skaðabótagreiðslu, þá tóku þeir höndum saman við nokkra aðila og neyddu Ísland að samningaborðinu. Þetta tókst með því að koma í veg fyrir allar fyrirgreiðslur til landsins. Bretar, Hollendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og líklega yfirstjórn Evrópusambandsins stilltu landinu þannig upp við vegg.

Þannig hefst grein eftir Jóhannes Björn sem hann birti á vef sínum í gær. Síðar segir hann m.a.:

Við eðlilegar aðstæður hefðu íslenskir skattgreiðendur farið í mál við Breta ... en það var mjög mikilvægt fyrir Evrópusambandið að ekki yrði látið reyna á lögin með þessum hætti. Hugsanlegur sigur Íslands hefði þýtt töluverða röskun á evrópskri bankastarfsemi.

WelcomeÞað er athyglisvert fyrir okkur Íslendinga að Evrópusambandið er þátttakandi í glæpnum, sé mat Jóhannesar rétt. Það eru ekki síst hagsmunir þess sem valda því að þjóð sem var komin á hnén var kúguð með þessum hætti.

Líkurnar á alvarlegum andmælum eða aðgerðum að hálfu Íslands eru hverfandi á meðan Samfylkingin er í stjórn, enda er það hennar helst markmið að leggja niður Ísland í núverandi mynd og gera það að hluta af Evrópuríkinu; ríkinu sem Evrópusambandið er nú með í smíðum og verður tilbúið á næsta ári.


mbl.is „Vaxtakjör Icesave-samkomulags misskilin"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...voru það ekki íslensk yfir völd sem frömdu glæp þegar átti að mismuna fólki eftir í því í hvaða útibúi landsbankans fólk átti sparifé? ... samningurinn felur í sér að íslensk yfirvöld þurfa "aðeins" að tryggja reikninga landsbankans í bretlandi og hollandi upp að ca.4 milljónir ISK (22þús EUR) en neyðarlögin trygga ALLA almenna sparireikninga á Íslandi upp í topp - hvers vegna? hefði ekki verið eðlilegra að reikningar í bönkum á Íslandi hefðu eingöngu verið tryggðir að 4 milljónum?

Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 09:12

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er ljótt má og erfitt, sama hvernig á það er litið.

Neyðarlögin voru einmitt það: Neyðarlög. Það er alls ekki víst að þau standist. Með þeim var ekki aðeins innlánseigendum mismunað heldur röð kröfuhafa breytt. Ef eitthvað er, þá gefur það enn ríkari ástæðu til að fá skorið úr um lagalega þætti áður en gengið er frá samningum. 

Haraldur Hansson, 10.6.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband