Alveg magnaður Saari

Af öllu því sem skrifað hefur verið um IceSave hlýtur bloggfærsla Þórs Saari frá því í gær að teljast einna athyglisverðust. Hann og Birgitta Jónsdóttir áttu fund með fulltrúa úr samninganefnd Hollands í IceSave deilunni.

Það vekur athygli hversu skýrt kemur fram í færslunni að þingmenn Borgarahreyfingarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af þrælslund Samfylkingarinnar gagnvart ESB.

Hér eru dæmi úr færslu Þórs:

...að ljúka þessu andskotans ICESAVE máli því fyrr myndi ESB aldrei samþykkja aðildarviðræður (Haft eftir íslenskum samningamanni)

... forsætisráðherra með ömurlegan hræðsluáróður um yfirvofandi einangrun af hálfu allra Evrópuríkja ef við samþykktum ekki ICESAVE

... eru greinilega engin takmörk lengur fyrir hversu langt Samfylkingin er tilbúin að ganga í ESB vegferð sinni

aðild að ESB skal ganga framar öllu, þar með almannahag, þar með þjóðarhag ... 

Þar á bæ eru meira að segja farnar að heyrast raddir í fyrirlitningartón um Evu Joly


Það sorglega er að þessar þungu ásakanir Þórs Saari í garð Samfylkingarinnar koma engum á óvart. Samfylkingin hefur eitt og aðeins eitt markmið; að gera Ísland að hluta af Evrópuríkinu, sama hvað það kostar. Í deilum um drápsklyfjar eru hún tilbúin að afsala sér hefðbundnum úrræðum fullvalda þjóðar. Bara að komast til Brussel.

Það að þingmaðurinn noti frítíma sinn á þjóðhátíðardaginn til að skrifa bloggfærslu um IceSave segir mér að honum er mikið niðri fyrir. Mæli eindregið með lestri greinar Þórs Saari (hér) og einnig ágætri grein um IceSave sem Sigmundur Davíð birti á Eyjunni fyrir rúmri viku (hér).


mbl.is Icesave-samningar birtir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Færslan hjá Birgittu um sama efni er líka allrar athygli verð. Sérstaklega þáttur Þórs þar sem segir: "AGS teldi að við getum auðveldlega borgað allar okkar skuldir. Við þessi orð fékk Þór hláturskast enda verið hans vinna um nokkurt skeið að aðstoða lönd í Afríku sem AGS hefur rústað með sínum einstaklega skynsamlegu aðferðum. Hann taldi upp nokkur lönd sem AGS sagði nákvæmlega sama um og okkur og spurði fundargestinn um afdrif þeirra. "

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 18:02

2 identicon

Sæll Haraldur

Grein eftir Herdísi Þorgeirsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu í dag er einnig mjög áhugaverð lesning. Sjá: http://visir.is/article/20090620/SKODANIR/228195908

Jóhannes (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 14:36

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk báðir fyrir innlitið og athugsemdirnar.

Ég las grein Herdísar í Fréttablaðinu í morgun og er búinn að lesa færslu Birgittu líka. Þær eru báðar með bein í nefinu. Andóf Birgittu verður æ trúverðugra (sjá nýja færslu hennar um bandorminn) og Herdís setur hlutina í rökrétt samhengi og gerir það mjög vel. Virkilega góð grein.

Haraldur Hansson, 20.6.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband