"Völd litlu ríkjanna fara minnkandi"

Ef marka má viðtengda frétt lítur SVÞ á Evrópusambandið sem gjaldmiðil. Það er í takt við margtuggin slagorð Evrópusinna. Framsal á löggjafarvaldi í fjölmörgum málaflokkum er aukaatriði. Varanleg breyting á forræði yfir eigin velferð, sem komandi kynslóðir þurfa að búa við. Bara að fá evruna (þessa sömu og er að sliga Íraland, Grikkland, Spán o.s.frv.).


Fyrirsögnin bloggfærslunnar er fengin úr blaðaauglýsingu Heimssýnar, sem er hreyfing fólks sem er andvígt því að Íslendingar gefist upp á að stjórna eigin málum og framselji þau völd til Brussel.

Því miður er fullyrðingin rétt.

Ef gluggað er í síðustu fjóra sáttmálana sem varða réttargrunn ESB, kemur í ljós að þeir eiga eitt sameiginlegt. Þetta eru Einingarlögin (1986), Maastricht sáttmálinn (1992), Amsterdam sáttmálinn (1999) og Nice sáttmálinn (2002). Í þeim öllum er fjölgað þeim ákvörðunum þar sem ekki er krafist einróma samþykkis en hægt að afgreiða með auknum meirihluta í staðinn.

Þessar breytingar eru fámennum aðildarríkjum ekki í hag.

Með Lissbon samningnum, sem fljótlega verður lögtekinn (gegn lýðræðisreglum sambandsins) heldur þessi þróun áfram. Þá verða afnumin veto-ákvæði í 54 málaflokkum. Auk þess verður reglum um atkvæðavægi breytt þannig að íbúafjöldi vegur þar þyngra en hingað til. Þær breytingar koma til framkvæmda á næsta kjörtímabili.

Með auknum pólitískum samruna, sem breytir Evrópusambandinu í Evrópuríkið, munu fjölmennu einingarnar verða alls ráðandi. Þýskaland verður í þungavigt, Bretland, Ítalía og Frakkland í millivigt, en Spánn og Pólland í veltivigt. Flest hin ríkin verða í fjaðurvigt, nema þau allra smæstu, þau lenda í mýfluguvigt. Ísland myndi lenda þar ef landið villist inn í Evrópuríkið, en vigt þess mælist nú 0,064%.

 

 


mbl.is SVÞ vilja aðildarumsókn að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

ísland ræður núna 0% í sínum málum og hefur sennileg ca mínus áhrif á ESB einsog staðan er í dag. Bretar geta sagt það sem þeim sýnist án truflunar við 27 þjóðir. Ef Ísland ætti fulltrúa væri þó hægt að tala um áhrif á jákvæðu nótunum. Það er ekki svo slæmt miðað við minna en engin áhrif.

Nú er það svo að heimsmálin eru ekki einog þau voru þegar við vorum litlir. Það er tími til kominn að læra allt upp á nýtt. Við sleppum ekki svo auðveldlega frá því. ( ESB er ekki ríki svo þú vitir það hér með án þess að það muni breyta hegðun þinni enda orð valin til að villa um en ekki upplýsa. Mér er hætt að blöskra þó menn noti blogg til að rugla fólk í ríminu. Heimsýn er ekki selskapur sem maður vitnar í nema reka einhliða áróður.)

Gísli Ingvarsson, 10.6.2009 kl. 19:24

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll Gísli og takk fyrir athugasemdina.

Þegar ég segi "Með auknum pólitískum samruna, sem breytir Evrópusambandinu í Evrópuríkið" er ég að vísa til þess sem koma skal.

Það skiptir ekki máli hvort maður er með eða á mót inngöngu Íslands í ESB, hinn pólitíski samruni er staðreynd. Með Lissabon samningnum er lagt fyrir enn frekari þróun í þá átt. Þar er t.d. þáttur sambandsins í utanríkismálum aukinn, ný pólitísk valdaembætti stofnuð og löggjöf á sviði orkumála færð til Brussel, svo dæmi séu nefnd.

Þetta er ekki eitthvað óljóst og heldur ekki leyndarmál, heldur beinlínis stefnan. Uppbygging sambandsins, stofnanir þess og völd munu bera öll einkenni ríkis. Þess vegna er réttara að tala um ríki en ríkjasamband þó að það heiti það ekki á pappírnum.

Haraldur Hansson, 11.6.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband