Enn endurtekið ESB-efni

Ef spurt er:
 - Ertu fylgjandi aðildarviðræðum við ESB? segir meirihlutinn

Ef spurt er:
Ertu fylgjandi því að sækja um aðild að ESB? segir meirihlutinn NEI

Samt er þetta sami hluturinn. Það þarf að sækja um fyrst, svo koma viðræður.

Það er endalaust hægt að þræta um hvort spurning sé skýr og allir skilji hana eins. Sama gildir um könnun Heimssýnar í vikunni, sumir töldu spurninguna ekki nógu skýra. Misvísandi niðurstöður í mörgum könnunum sýna, svo ekki verður um villst, að það er rík þörf fyrir því að dreifa góðum upplýsingum til almennings. Hlutlausum, vönduðum og málefnalegum.

EvruklinkBesta ráðið er að dreifa upplýsingariti inn á hvert heimili. Skipa má 5 manna ritstjórn á vegum Alþingis, þar sem ættu sæti tveir ESB-sinnar og tveir ESB-andstæðingar ásamt hlutlausum ritstjóra. Hann hlýtur að vera til. Í bæklingnum má taka saman allt það helsta um stjórnskipan innan Evrópusambandsins, hvað felst í valdaframsali, upplýsingar um ætlaðan hag af sambandsaðild og kostnað við hana og meginreglur og stefnu í helstu málaflokkum. Þá er líka von til þess að ekki verði einblínt um of á evruna, heldur líka fjallað um þætti sem skipta meira máli.

Það væri innlegg í málefnalega umfjöllun.

Í framhaldinu gæti hver og einn tekið upplýsta afstöðu í málinu. Þar með væri stjórnvöldum ekkert að vanbúnaði að sækja umboð til þjóðarinnar með lýðræðislegum hætti. Ef þjóðin segir já er hægt að sækja um aðild og vinna að málinu að fullum krafti með óskorað umboð.

En því miður virðast þeir sem vilja komast til Brussel vera hræddir við bæði upplýsingar og lýðræðið. Það er ekki merki um traustan málstað. 


mbl.is 58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Reyndar ef tekið er tillit til bókstafarins þé heitir ferlið sem byrjar eftir að umsókn hefur verið móttekin accession process, eða inngöngu ferli upp á íslenskuna.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.6.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvaðan hefur þú þessa niðurstöðu:

"Ertu fylgjandi því að sækja um aðild að ESB? segir meirihlutinn NEI"

Það þýðir ekki að vitna í kannanir Heimsýnar því þar ekki spurt hreint út heldur hvort að fólk sé mjög fylgjandi, nokkuð fylgjandi hvorki né og svo framvegis. Þannig að út úr þeim könnunum sem þeir gera má lesa að nær allir Íslendingar séu frá þvi að vera mikið fylgjandi inngöngu í ESB niður í það að leggja litla áherslu á það. Þannig að engin er algjörlega á móti. skv þeim könnum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.6.2009 kl. 14:07

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hérna er símakönnun Gallup sem SI lét gera fyrir sig í febrúar(pdf) Magnús.  Blaðsíður 10 og 11 taka fyrir spurninguna um aðild.

Það er áhugavert að skoða greininguna varðandi áhrif fjölskyldutekna á afstöðu fólks.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.6.2009 kl. 19:03

4 Smámynd: Haraldur Hansson

"Kannanir SI hafa gegnumsneitt mælt almennan stuðning við aðildarviðræður en mun minni stuðning við sjálfa aðild Íslands að ESB."

Þetta segir m.a. í frétt á Eyjunni fyrir nokkrum vikum, þar sem fjallað var um misvísandi niðurstöður í könnunum. 

Haraldur Hansson, 15.6.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband