Gullverðlaun fyrir kreppuklám!

GullverðlaunÞessi frétt er víst ekki í gríni. Evrópusamtökin hafa útnefnt "Evrópumann ársins fyrir árið 2009". Sá sem hlaut gullverðlaunin vann það afrek á árinu að setja nýtt og glæsilegt Íslandsmet í kreppuklámi. Margir fjölmiðlar gleyptu við krassandi greininni, sem var ætlað að hvetja menn til að styðja málstað þeirra sem vilja gera Ísland að hluta af Evrópuríkinu.

Hér er smá færsla frá því í apríl, um Íslandsmetið góða.


mbl.is Benedikt útnefndur Evrópumaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þessar athugasemdir eru ómálefnalegar og jafnvel illskiljanlegar nema sem illmælgi í garð þess, sem er öndverðrar skoðunar.  Með málflutningi af þessu tagi er verið að loka á skynsamlega umræðu þeirra tveggja fylkinga, sem þjóðin skiptist í, þegar til ESB er litið. 

Sigurbjörn Sveinsson, 10.6.2009 kl. 21:45

2 identicon

Ágæt grein hjá þér og með góðu háði.

Ég verð nú að segja það að ekki sé ég neitt ómálefnanlegt við að gera smá grín af þessum beinlínis hlægilegu upphafningu Evrópusamtakanna í þessari hallærislegu orðuveitingu. 

Velja sér sérstakan "Evrópumann ársins" með orðuveitingu og það þann mann sem þeim fannst ganga fremstur í því að vilja koma landi okkar og þjóð undir yfirráð Stór-Evrópuríkisins og það með sérlega óþjóðlegum og ósmekklegum hræðsluáróðri.

Þetta er svoná álíka bjálfalegt og hégómlegt og á Brjessneff tímabilinu í Sovéttinu þegar "Æðsta Ráðið" var búið að sæma Brjesneff 5 sinnum í röð æðstu medalíu Sovétríkjanna "Hetja Sovétríkjanna" 

Ég hef örgustu skömm á svona sjálfsupphafningu og hégóma !

Hann er þá alla vegana ekki Íslendingur ársins þessi óþjóðlegi orðuhafi og ESB- dindill !  

Ég segi nú ekki meira !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 00:08

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er ekkert til sem heitir Evrópuríkið og verður líklega aldrei til. Alla veganna ekki á næstu 3-5 mannsöldrum.

Páll Geir Bjarnason, 11.6.2009 kl. 00:10

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Sælir allir og takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Sigurbjörn, lastu grein Benedikts í apríl? Hann er að fá verðlaunin vegna hennar, það kom beinlínis fram við afhendingu verðlaunanna.

Ef þú skoðar færslur á þessari bloggsíðu sérðu að þær eru málefnalegar þó eflaust megi gera við þær athugasemdir. Einnig að ég nota ekki niðrandi ummæli um nafngreint fólk. Ef þú setur fyrir þig fyrirsögnina á færslunni sem linkurinn vísar í mæli ég með að þú lesir færsluna alla. Og helst grein Benedikts líka, sem er skólabókardæmi um hræðsluáróður og inniheldur dómsdagsspá í sjö liðum. Það myndi skýra málið.

Gunnlaugur: Sammála þér að verðlaunin eru hálf kjánaleg. Ekki bætir að rökin fyrir valinu í ár voru að hafa "sýnt þor með því að ganga gegn ríkjandi öflum í sínum flokki".

Páll Geir: Það er rétt að Evrópuríkið verður ekki til á skipuritum, en ég er að vísa til veruleikans. Hægfara breytingar á síðustu tveimur áratugum þar sem efnahagsbandalag hefur breyst í rammpólitískt ríkjasamband. Sú þróun heldur áfram og með Lissabon samningnum opnað á áframhaldandi samruna og þróun til sambandsríkis. ESB er þá komið með öll einkenni ríkis; forseta, sérstakan utanríkisráðherra, löggjafarvald, framkvæmdavald hjá eigin ríkisstjórn, gjaldmiðil, seðlabanka, dómstóla, o.s.frv.

Haraldur Hansson, 11.6.2009 kl. 09:08

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Las grein Benedikts á sínum tíma.

Sigurbjörn Sveinsson, 11.6.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband