"ÞJÓÐINA Á ÞING" sögðu þau

Kjörorð Borgarahreyfingarinnar í kosningunum var Þjóðina á þing.

Mikið er fjallað um hvernig fulltrúar O-listans greiði atkvæði í ESB málinu. Nú er ekki pláss í þinghúsinu fyrir þá 227.896 sem hafa atkvæðisrétt. Og enn síður alla þá 319.368 sem búa á Íslandi.

Það sem þau geta komist næst því að setja "þjóðina á þing" er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er eðlilegt að gera í lýðræðisríki þegar mjög stór mál eru til umfjöllunar. Í Sviss var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort sækja skyldi um aðild að ESB.


Aðild að ESB er stærsta mál sem Alþingi hefur fjallað um frá stofnun lýðveldisins. Bara það að sækja um er svo stórt mál að það réttlætir fullkomlega þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna var það gert í Sviss.

Hvort er Borgarahreyfingin nær því að standa undir kjörorði sínu

  • með því að samþykkja að sækja um aðild án umboðs frá þjóðinni?
  • með því að leyfa þjóðinni að ráða í almennum lýðræðislegum kosningum?


Ef meirihluti þjóðarinnar segir já í kosningum um aðildarumsókn er búið veita stjórnvöldum óumdeilt umboð til að sækja um. Eftir allt fúskið og klúðrið veitir okkur ekki af að temja okkur fagleg vinnubrögð og vandaða stjórnsýslu. Þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB væri verðugt fyrsta skref. Það er ekkert hættulegt við lýðræði, því ekki að nota það?

Bara ekki skora sjálfsmark.


mbl.is Rætt verður til þrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráinn skorar sjálfsmark!

Stundum skiptir ekki aðeins máli hvað er sagt heldur líka hvernig það er sagt.

Ef Þráinn Bertelsson styður tillögu Samfylkingarinnar er hann að skora klaufalegt sjálfsmark; ganga þvert gegn því sem Borgarahreyfingin stendur fyrir. Brjóta prinsippið. Hún var stofnuð sem andóf gegn gömlu valdaklíkunni og sem krafa um aukið lýðræði og öflugra Alþingi. Skilgetið afkvæmi búsáhaldabyltingarinnar.

Málatilbúnaður Samfylkingarinnar brýtur gegn öllu sem Borgarahreyfingin átti að standa fyrir.

Eftir kosningar knúði Samfylkingin fram málamiðlun við VG um að leggja fram þingsályktun um ESB umsókn og "fela Alþingi að taka ákvörðun". Núna skal tillagan samþykkt undir hótunum um stjórnarslit. Framkvæmdavaldið segir kjörnum fulltrúum á löggjafarþinginu fyrir verkum. Ekki er það til að efla Alþingi eða auka virðingu þess. Þetta er það sem Borgarahreyfingin vildi burt og fá gagnsæi og heiðarleika í staðinn.  

Vissulega vill Þráinn standa við það loforð að leyfa þjóðinni að ráða. Það er bara ekki sama hvernig það er gert. Það væri miklu nær að spyrja þjóðina álits, sem líka er í samræmi við kjörorð Borgarahreyfingarinnar um "þjóðina á þing".

Nema auðvitað að menn hafi ekki verið að meina neitt með tali sínu um Nýja Ísland. Þá hjakka menn bara áfram í gamla farinu. Borgarahreyfingin líka.


Ráðherra sagði satt!

"Landbúnaðarskýrslan er trúnaðarmál" segir í viðtengdri frétt og það það mjög í anda ESB. Ef innihaldið hentar ekki Evrópusambandinu er sannleikanum haldið leyndum. Það má líta á feluleikinn með skýrslu Háskóla Íslands sem æfingu í Brusselskum Evrópufræðum.

Það er ekki vel séð í Brussel þegar embættismenn segja satt. Síst af öllu ef þeir eru hátt settir og tala um „lýðræðið" innan ESB. Hér er eitt alveg nýtt dæmi.

Fulltrúi Íra í Framkvæmdastjórn ESB er Charlie McCreevy, fyrrum fjármálaráðherra landsins. Hann er ráðherra málefna innri markaðarins (Internal Market and Services Commissioner). Fyrir mánaðamótin sat hann ráðstefnu endurskoðenda í Dublin.

Ég held að stjórnmálamenn í Evrópu viti að ef sama spurning hefði verið borin undir þjóðaratkvæði í löndum þeirra hefði niðurstaðan í 95% landanna orðið „nei" líka.

McCreevyÞetta sagði McCreevy um Lissabon samninginn. Honum varð það á að segja satt og hefur mátt þola gagnrýni fyrir. Írar verða látnir kjósa aftur um samninginn í október af því að þeir kusu ekki „rétt" í fyrra, að mati ESB. Írar eru eina þjóðin innan ESB sem fékk að kjósa, en venjulega fá þegnar Evrópuríkisins aldrei að kjósa um neitt sem skiptir máli.

Niðurstaða kosninganna í október liggur fyrir. Meirihlutinn mun segja já þar sem ríkisstjórn Evrópuríkisins er staðráðin að spara sig hvergi og sjá þannig til að „mistökin" frá því í fyrra endurtaki sig ekki. Þeir gerðu þetta líka 2002 og kunna handtökin.

ESB hótar Írum
Eftir þessi mistök er ljóst að McCreevy verður ekki á ráðherralistanum sem José Manuel Barroso, forsætisráðherra Evrópuríkisins, leggur fram í haust. Og það sem meira er, ef Írar gera ekki eins og þeim er sagt og kjósa "já" er líklegt að þeir fái engan fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þessi dæmigerða ESB hótun gegn lýðræðinu kemur fram í máli Barrosos í Irish Times í gær.

 


mbl.is Landbúnaðarskýrslan sögð trúnaðarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona bara gerir maður ekki

Ef við ætlum að halda einhverri reisn þá verður að taka ESB-umsókn af dagskrá á meðan IceSave deilan er óútkljáð. Um það ættu allir að vera sammála, hvort sem þeir eru með eða á móti aðild Íslands að ESB.

ESB var/er beinn þátttakandi í IceSave deilunni. Afstaða þess var ekki hlutlaus og að margra dómi vafasöm; sambandið stóð vörð um eigið kerfi frekar en að leita réttlætis. Það má lesa úr gögnum málsins, nýlegum svörum Ingibjargar Sólrúnar og ýmsum skrifum um málið.

Nú er talað um að samþykkja ríkisábyrgð með fyrirvara. 

Enn hvílir leynd yfir ýmsum gögnum. Á meðan sannleikurinn í málinu er ekki á hreinu, á meðan eitthvað bendir til þess að ESB hafi ekki komið fram gagnvart Íslandi af réttlæti, þá eigum við ekki að sækja um aðild. Það þarf að klára IceSave fyrst og hreinsa andrúmsloftið. Þessu má líka stilla upp í tvær spurningar.

#1  -  Hvenær sækir maður um aðild að ESB?

  • Þegar öruggur meirihluti þjóðarinnar styður það
  • Þegar aukinn meirihluti þingheims vill það
  • Þegar ríkisstjórnin er einhuga og vill sækja um
  • Þegar IceSave deilan hefur verið útkljáð

#2  -  Hvenær sækir maður EKKI um aðild að ESB?

  • Þegar eitt eða fleiri ofangreindra skilyrða er ekki uppfyllt

Í augnablikinu er ekkert skilyrðanna uppfyllt. Því ber að taka málið af dagskrá.


Það eitt að umsókn sé á dagskrá eru skilaboð um að við séum tilbúin að láta hvað sem er yfir okkur ganga. Slík þrælslund er Alþingi ekki sæmandi. Það er verra veganesti en samninganefnd Íslands hafði með sér á fund Breta og Hollendinga.

Að taka málið af dagskrá er yfirlýsing um að við ætlumst til þess að ESB fari eftir eðlilegum leikreglum og sýni okkur tilhlýðilega virðingu. Það verður að eyða öllum grun um meinta þátttöku þess í kúgun gegn Íslendingum áður en lengra er haldið.

 


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TÖFRALAUSN ER FUNDIN

Það þarf nákvæmlega sömu stafina til að rita orðin töfralausn og launastörf.*

Töfralausn á kreppu er ekki til. Síst af öllu felst hún í því að gefa fullveldið upp á bátinn og skríða inn í Evrópuríkið. Það er ekki "aðgerð í efnahagsmálum" eins og sumir vilja meina.

Leiðin út úr kreppu er gömul og vel þekkt: Að skapa atvinnu, nýta auðlindirnar, afla gjaldreyis og eyða ekki um efni fram. Lausnin er til og það þarf enga töfra.

Vissulega skekkir IceSave deilan myndina, en ef stjórnvöld vilja í alvöru að Ísland vinni sig út úr kreppunni á áherslan að vera á launastörf. Hætta leitinni að töfralausn sem aldrei finnst og gleyma Evrópusambandinu.

Athyglisverðast í viðtengdri frétt eru fyrsta og síðasta setningin:

Engar tölur eru fyrirliggjandi um áætlaða skuldabyrði vegna Icesave-samkomulagsins og verður leyndinni ekki aflétt fyrr en að lokunum fundum í efnahags- og skattanefnd og fjárlaganefnd á morgun.
og
Að því loknu hefst síðari umræða um mögulega aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

 
Þessi mál eru iðulega tvinnuð saman, ekki síst vegna aðkomu ESB að IceSave deilunni. Það er óskiljanlegt að umsókn um aðild Íslands að ESB sé á dagskrá Alþingis á sama tíma og IceSave deilan er óútkljáð.
ESB er beinn þátttakandi í þeirri deilu eins og alls ekki hlutlaus, eins og málsgögnin bera með sér.

 

*  Eins konar ps:
Þetta með töfralausn vs launastörf er fengið úr hinni frábæru krossgátu í Sunnudagsmogga. Mæli með henni fyrir þá sem hafa gaman af orðaleikjum, krossgátum og annarri hugarleikfimi.

 

 


mbl.is Leynd ekki aflétt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-UMMÆLI VIKUNNAR

"Það sem maður eignast fyrirhafnarlaust, það er manni sama um." sagði síðari viðmælandi Gísla Einarssonar í þættinum Út og suður á sunnudaginn. Hún heitir Sigríður Jónsdóttir og er bóndi í Arnarholti í Biskupstungum. Auk búmennskunnar er hún kennari,...

Er ESB spillingarbæli?

Hve margir lesa frétt með fyrirsögninni Afsögn í Króatíu ? Ekki margir. Fyrirsögnin er látlaus en innihaldið er grafalvarlegt. Ivo Sanader forsætisráðherra sagði af sér. Ástæðan: Seinkun á aðild Króatíu að Evrópusambandinu. Í svari/skýringu ráðherrans...

Það sem er svo gott við IceSave

Það er eitt gott við IceSave samninginn: Fólk hefur 7 ár til að koma sér úr landi . Því miður er þetta ekki raunhæfur kostur fyrir alla Íslendinga, heldur aðallega ungt fólk með praktíska menntun. Fyrir þá sem heima sitja verður ástandið svart, IceSave...

UNDIRMÁLSLÁN - alveg óborganlegt

Íslendingum "stendur til boða" risavaxið myntkörfulán með eigin ríkisábyrgð. Skuldbindingu sem aldrei er hægt að standa undir, sama hvernig ráðherrar reyna að reikna í sig kjark. Það yrði stórasta undirmálslán í heimi . En hvað gerist ef ríkisábyrgð...

"Sú óhagkvæmasta og versta í heimi"

Hvað eru þeir orðnir margir sem ítrekað hafa hamrað á að undanþágur geti aldrei orðið nema tímabundnar? Og að frávik verði að "rúmast innan fiskveiðistefnu ESB"? Olli Rehn og Dianna Wallis eru í þeim hópi. Það er sama hvernig blaðinu er snúið, innganga...

Ef Alþingi fellir IceSave

Það eru miklar lántökur sem fjallað er um í viðtengdri frétt. Af ummælum síðustu daga að dæma eru allar lánveitingar meira og minna háðar því að Ísland "leysi IceSave deiluna" með því að samþykkja ríkisábyrgð samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Breta og...

"Hænufet frá landráðum"

Að fallast á IceSave samninginn óbreyttan er aðeins "hænufet frá landráðum" sagði hæstaréttardómari í viðtali á ÍNN í vikunni. Ekki skal ég leggja dóm á það, enda þung ásökun, en það er alveg klárt að hann er uppskrift að verulegum þrengingum á komandi...

Smárason 9/11

" Í greinargerð efnahagsbrotadeildar er einnig lýst miklum fasteignagjörningum um, meðal annars Fjölnisveg 9 og 11, sem Hannes og sambýliskona hans eru sögð hafa keypt á undirverði " segir m.a. í viðtengdri fréttaskýringu um meint brot Hannesar...

Super Mario í nýjum ESB bankaleik

ESB leggur mikið upp úr ímyndinni. Skýrasta dæmið er Adonnino nefndin (1984) sem vann að hugmyndum um sameiginleg tákn Evrópusambandsins. Hún lagði m.a. til fána, þjóðsöng, Evrópudag, frímerki, sjónvarpsstöð, lottó, vegabréf og bílnúmer. Margt af þessu...

Pólitískar sjónhverfingar?

Það er ein setning í viðtengdri frétt sem ég hnaut sérstaklega um: Jóhanna vill láta leggja sérstakt álag á fjármálastofnanir sem gangi inn í tryggingasjóðinn til að hindra að skattgreiðendur þurfi að greiða skuldirnar sem kunni að falla á Tryggingasjóð...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband