8.6.2009 | 08:56
EVA JOLY vill reka hann
Íslandsvinurinn Eva Joly náði kjöri á Evrópuþingið. Eitt af baráttumálum hennar er að koma Jose Manuel Barroso frá völdum, en hann er forseti Framkvæmdastjórnar ESB.
Henni verður ekki að ósk sinni. Barroso, Portúgalinn með stórveldisdraumana, er þegar búinn að tryggja sér nægan stuðning til endurkjörs og verður áfram forsætisráðherra Evrópuríkisins. Ef Ísland gengur í ESB verður það eftir lögtöku Lissabon samningsins og þá yrði sannkallað B-lið sem færi með æðstu völd í pólitískri stjórn Íslands.
Barroso yrði forsætisráðherra og Tony Blair, aðahöfundur stefnu frjálshyggju-krata, fær hið nýja embætti forseta Evrópuríkisins. Í gættinni stendur Gordon Brown og "hjálpar" Íslandi inn á hraðferð. Við háborðið situr líka gangsterinn og furðufuglinn Berlusconi.
Þetta eru nokkrir af valdamestu mönnunum, sem marka stefnuna og ráða för í pólitískri stjórnun Íslands á komandi árum, ef við villumst inn í Evrópuríkið. Þeir eru ekki líklegir til að hafa teljandi áhyggjur þó nokkur þúsund þegnar Evrópuríkisins, á eyju norður í höfum, verði ósáttir við eina eða tvær ákvarðanir, t.d. í fiskveiðimálum. Ekki frekar en í deilumálum um bankaskuldir. En þeir munu ráða. Ekki við.
Kjörsóknin í skrípaleik plat-lýðræðisins í ESB var 43%. Það myndi ekki duga til bindandi úrslita í prófkjöri í litlum flokki á Íslandi. Í Slóvakíu var 14% kjörsókn, enda vita Slóvakar að kosningarnar eru bara leiktjöld, til að geta sagt að innan sambandsins sé iðkað lýðræði.
![]() |
Vinstriflokkum refsað í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2009 | 11:07
Ef þetta er sett í samhengi ...
"Ef öll fjárfestingarverkefni, sem til skoðunar eru í viðræðum um stöðugleikasáttmála, verða að veruleika, þýddi það fjárfestingu upp á 245 milljarða á næsta ári og yfir 3.500 ársverk yrðu til."
Þannig hefst viðtengd fréttaskýring í prentútgáfu Morgunblaðsins. Um er að ræða alls kyns verk; lagningu Sundabrautar, tvöföldun Suðurlandsvegar, orkuver, jarðgöng, álver, gagnaver og fleira.
Þetta eru stórar framkvæmdir, mörg ársverk og miklir peningar.
Upphæðin er samt aðeins hluti af því sem greiða á í vexti til Breta, samkvæmt IceSave samningnum sem kynntur var í gær. Bara í vexti.
Stærsta staka framkvæmdin sem nefnd er í fréttinni er Búðarhálsvirkjun. Hún kostar 30 milljarða. Það er talsvert minna en IceSave vextir í eitt ár. Það væri hægt að byggja jarðgöng fyrir afganginn.
Þetta er það sem okkur er gert að greiða fyrir "skuldir óreiðumanna" án þess að láta reyna á lagalega skyldu í málinu. Ekki furða að mann gruni að það sé eitthvað í þessu máli sem þjóðin fær ekki að vita um. Eitthvað leyndarmál. Ekki getur uppgjöf og aumingjaskapur verið skýringin.
![]() |
Stór verk í einkaframkvæmd? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2009 | 15:01
100 milljónir á dag
Spurning: Hvað er hægt að gera fyrir 100 milljónir á dag?
Svar: Borga vextina af IceSave skuld.
Eftir að hafa horft á Kastljós í gær legg ég til að byrjað verði upp á nýtt á IceSave viðræðum og að þær verði á forræði Sigmundar Davíðs. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að sitja við sjónvarpið og klappa fyrir Framsóknarmanni, en ég gerði það í gærkvöldi.
![]() |
Bretar fagna Icesave-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.6.2009 | 12:47
"Sægreifar" - óvinir ríkisins #1
Umræðan um fiskveiðistjórnun er gallaðri er fyrningaleiðin og kvótakerfið samanlagt. Þeir sem hæst láta gegn útgerðinni hrópa um "sægreifa" og "kvótakónga" eins og þeir séu verstu óvinir samfélagins. Talað er um þá sem glæpamenn sem braski með þýfi. Þeir sem andmæla eru stimplaðir varðhundar spilltra sérhagsmuna. Handhafar veiðiheimilda eru alls ekki saklausir af upphrópunum og verða líka að stilla þeim í hóf.
Nú ætlar forsætisráðherra að boða til sáttafundar og segir að það sé meirihluti fyrir því á Alþingi að skoða fyrningaleiðina".
Tek það fram að ég hef aldrei átt kvóta og aldrei verið á sjó (fyrir utan einn róður á handfærabáti, kauplaust). Á því engra kvótahagsmuna að gæta. Þessi færsla er ekki til varnar kvótakerfinu og ekki til að andmæla innköllun veiðiheimilda. Heldur vangaveltur um tvær spurningar sem enn er ósvarað:
Hvernig á að innkalla veiðiheimildir?
Hvað kemur í staðinn?
Kvótakerfið er ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk. Það þarf að laga og a.m.k. sníða af því vankanta eins og framleigu veiðiheimilda. Kannski koma með eitthvað alveg nýtt. Er það til bóta að henda vondu kvótakerfi til að taka upp annað kvótakerfi? Kerfi þar sem veiðiheimildum væri e.t.v. úthlutað eftir pólitískri uppskrift. Er kannski færeyska fiskidagakerfið eitthvað sem vert er að skoða?
Það eru vissulega til útgerðarmenn sem hafa spilað rassinn úr buxunum og munu fara á hausinn. Og það eru því miður til braskarar innanum, sem engin eftirsjá væri í. En þeir eru líka margir sem stunda atvinnurekstur af elju og dugnaði, eru hóflega skuldsettir og hafa í öllu farið eftir þeim leikreglum sem lögin setja. Það má ekki setja alla undir einn fyrningahatt.
Gjaldþrot er vond lausn"
Kvótakerfið var ekki sett á fyrir útgerðarmenn, heldur til að takmarka veiðar og vernda fiskistofna. Framsal á veiðiheimildum var leyft með lögum, þrátt fyrir að auðlindin sé sameign þjóðarinnar samkvæmt 1. gr. laga um stjórn fiskveiða. Tilgangurinn var að auka hagkvæmni; færri skip veiða sama afla. Reglur hafa verið settar um eignfærslu veiðiheimilda í bókhaldi, veðsetning þeirra leyfð og heimild til að færa afskriftir á keyptum aflaheimildum var felld úr gildi fyrir um áratug.
Það er flókið mál að breyta kerfi sem þannig hefur mótast á 25 árum. Ekki síst þegar löggjafinn sjálfur lítur á varanlegar veiðiheimildir sem eign, sbr. tvær síðasttöldu breytingarnar hér að ofan. Og það er kjánalegt að segja að það sé í lagi þó útgerðarmenn verði gjaldþrota bara af því að fiskurinn fer ekkert" og það komi aðrir útgerðarmenn í staðinn. Gjaldþrot er alltaf áfall sem lendir á mörgum.
Það eru ekki bara lánadrottnar, heldur líka sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar; rafvirkjar, járnsmiðir, málarar og netagerðarmenn sem ekki fengju kröfur sínar greiddar. Oft með þungri blóðtöku fyrir smærri byggðarlög. Þess vegna mega breytingar á fiskveiðistjórnun ekki vera þannig að þær leiði til gjaldþrota sem annars hefðu ekki orðið.
Fyrningaleið SamfylkingarinnarSamfylkingin hefur lagt til fyrningaleið" en án viðunandi útskýringa. Í stefnuritinu Skal gert er að finna þrjár málsgreinar um kvótann í kafla 7.2 en ekkert um útfærslu á fyrningaleið. Í Sáttagjörð um fiskveiðistefnu kemur fram 20 ára fyrningatími með innköllun veiðiheimilda, að framsal eldri veiðiheimilda einskorðist við brýnustu þarfir" og að óheimilt verði að framselja heimildir í nýja kerfinu. Allt almennt orðað en ekkert haldbært um útfærslu.
Í stjórnmálaályktun Samfylkingar 2009 er ekkert minnst á fiskveiðar, en bent á staðfasta andstöðu meðal þjóðarinnar um einkavæðingu fiskistofna". Þessi stefna ber merki þess að vera hraðsoðin kortéri fyrir kosningar. Þar er gert út á almenna óánægju með kvótann til að fiska á hana fleiri atkvæði. Það sem vantar eru t.d. svör við þessum spurningum:
- Verður gerður greinarmunur á úthlutuðum aflaheimildum og keyptum, við fyrningu?
- Hvaða framsal eldri aflaheimlda verður áfram leyft og hvað teljast brýnustu þarfir" í þeim efnum?
- Nýjum aflaheimildum skal úthlutað til tiltekins tíma í senn". Er átt við eitt ár, fimm ár eða eitthvað annað?
- Ef tiltekinn tími" er eitt ár, er ekki hætta á að það skaði erlenda markaðsstöðu þeirra sem þurfa að tryggja framboð á réttum tegundum á umsömdum tíma?
- Ef tiltekinn tími" er fimm ár, er þá ekki óhætt að leyfa framsal? Er það verra en að skila kvóta til endurúthlutunar?
- Hvernig verður hagsmuna byggðarlaga gætt í nýju kerfi?
- Á að fyrna kvóta í eigu byggðarlaga eins og annan kvóta?
- Verða úthlutanir alfarið pólitískar" og eru þær líkleg leið til réttlætis?
- Endurúthluta skal aflaheimildum sem lenda í eigu bankastofnana" vegna gjaldþrots útgerðar. Hvernig? Á að kaupa þær fullu verði?
- Ef kaupa á heimildir af bönkum, er þá hægt að innkalla keyptar veiðiheimildir af útgerð, án endurgjalds?
- Verður innköllunum e.t.v. mætt með því að heimila að færa afskriftir af keyptum aflaheimildum eins og var fram til ársins 2000?
- Hvernig skal meðhöndla kvóta sem lendir í eigu" erlendra lánadrottna?
Það má vel vera að hægt sé að finna fyrningaleið og leysa kvótavandann. Ég get ekki séð að fyrningaleið Samfylkingarinnar sé lausn á neinu. Ef dæma má af útgefnu efni um hana bendir það til þess að hún sé pólitískt veiðarfæri" þar sem almenn óánægja með kvótakerfið var beitan. Aflinn var mældur í atkvæðum. Trúverðugleikinn er enginn.
Í umræðum um kvótann má aldrei gleymast að fiskurinn á Íslandsmiðum er gullforðabúr Íslands og að útgerðin þarf að vera meginstoð um langa framtíð. Það má ekki fjalla um málið í hálfkæringi eða skilja eftir lausa enda. Stjórnmálaflokkar mega ekki setja fram stefnu nema hún sé skýr og markmiðin vandlega skilgreind. Í fyrningaleiðina" vantar allt þetta. Á meðan er ekki hægt að taka hana alvarlega.
Svo ég spyr aftur: Hvernig á að innkalla veiðiheimildir? Hvað kemur í staðinn?
![]() |
Boðað til sáttafundar um fyrningarleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.6.2009 kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.6.2009 | 12:15
Hvar á valdið að liggja?
"Við búum í alltof miðstýrðu þjóðfélagi þar sem völd og áhrif liggja öll hjá ríkisstjórninni. Þau liggja öll á höfuðborgarsvæðinu. Það dregur til sín verðmætin. Það dregur til sín lífskjörin. Utan þessa svæðis situr eftir fólk sem á undir högg að sækja. Við verðum að breyta þessu. Það gerist ekki nema við færum valdið aftur út í héruðin."
Þetta segir Kristinn H Gunnarsson og er það í fullu samræmi við niðurstöður Assembly of European Regions (AER), úr rannskókn sem fjallað var um í þessari bloggfærslu í gær. Þá var tilefnið annað en niðurstöður AER ríma vel við það sem Kristinn segir.
Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. þetta:
The findings suggest that a country's economic performance can be improved with:
- more influence of the regions on the national level
- more independence of the regions from the national level
- more financial competences and resources for the regions
- more competences in:
(1) recreation and culture
(2) infrastructure
(3) education and research
(4) health care
Skýrslan (tenglar í síðustu færslu) er miðuð við stærri ríki en Ísland, en niðurstöðurnar eiga samt erindi til okkar. Ekki síst ef við villumst inn í Evrópusambandið, sem væri algjörlega á skjön við það sem hagkvæmast er samkvæmt skýrslu AER.
![]() |
Valdið aftur út í héruðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2009 | 15:28
Ráðherra á flippinu!
2.6.2009 | 13:07
Svo KRÓNAN er þá betri kostur!
1.6.2009 | 16:03
Hótanir ESB að virka?
29.5.2009 | 13:42
NÝIR DRAUGAR (tilbúnir 7. júní)
28.5.2009 | 14:14
Enn ein ESB-tillagan á Alþingi
27.5.2009 | 16:33
Kosningar? Hvaða kosningar?
27.5.2009 | 12:24
Hlusta allir sjálfstæðismenn á Bylgjuna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2009 | 16:38
Landsbankinn fær sér togara
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2009 | 00:38
Kvótareglur afnumdar 2012
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.5.2009 | 20:30