Valgerður/valkostur í Kastljósinu

Er konan klikkuð? spurði ég sjálfan mig upphátt þegar ég horfði á Valgerði Bjarnadóttur í Kastljósinu í kvöld. Umræðuefnið var IceSave, hvað annað. Meðal annars var spurt um hvort bera ætti málið undir þjóðaratkvæði. Valgerður sagðist alls ekki vantreysta fólki, en bætti svo við:

Ég tel þetta mál hins vegar þess eðlis, að ég tel að það sé betra að kjörnir fulltrúar fjalli um það, beri ábyrgð á því takist á við afleiðingarnar og sé þá hent út af þingi þegar þar að kemur, ef fólkið telur að það hafi verið rangt.

valgerðurÞað er nefnilega það.

Ef kjörnir fulltrúar taka ranga ákvörðun á að leysa málið með því að henda þeim út af þingi og kjósa nýja. IceSave skuldin hverfur ekki við það. Þjóðin situr samt eftir með drápsklyfjar, en það á að vera í lagi af því að það eru komnir nýir þingmenn.

Má ég biðja um nýjan valkost? Að henda kjörnum fulltrúum útaf þingi ÁÐUR en þeir valda skaða. Það er orðið deginum ljósara að þeim er ekki treystandi í þessu máli, því miður.

Bara í kvöld birti Mbl.is 6 fréttir um IceSave á þremur tímum. Eyjan og Vísir birtu 6 fréttir til viðbótar en DV virðist ekki vera með kvöldvakt. Fréttirnar eiga meira og minna rætur að rekja til bakhandarvinnubragða ríkisstjórnarinnar.

Stjórnin hefur klúðrað málum á öllum stigum, leynt gögnum, haft í hótunum og ítrekað orðið uppvís að því að segja þingi og þjóð ósatt. Hún eyðir kröftum sínum í að réttlæta vondan samning. Ver hagsmuni Breta og Hollendinga með kjafti og klóm en gætir ekki hagsmuna þjóðar sinnar. Íslenskur almenningur hefur enga ástæðu til að treysta ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli.

Þingmenn Samfylkingar virðast í keppni um hver getur þagað mest í umræðunni um þetta stóra og erfiða mál. Þeir bíða bara eftir því að Jóhanna segi þeim að mæta í þingsal og styðja á já-hnappinn. Þá er nú heilbrigðara að láta þjóðina um að taka ákvörðun.

 


mbl.is Icesave-umræðu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sá þetta kastljós hún treystir á að verða ekki sótt til saka þannig hefur þetta virkað hjá okkur fram að þessu. Ég mæti á morgun og hendi þeim út ef ekki er annað hægt til að stöðva þetta hræðilega þjóðarmorð!

Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 02:24

2 Smámynd: Halla Rut

"skrifa undir koma IceSave frá" sagði Valgerður í Kastljósinu í kvöld. Ætli hún trúi því sjálf að það hverfi bara þegar búið er að skrifa undir?

Málið er ofvaxið þessu fólki, það sér það hver maður.

Halla Rut , 30.12.2009 kl. 02:42

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessi kona hefur enga lýðræðiskennd.

Baldur Hermannsson, 30.12.2009 kl. 04:13

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þú er þokkalega heima í pólitískri málfræði þegar þér dettur í hug að konan sé klikkuð, en því miður virðist meirihlutinn á þingi vera kolklikkaður og það virðist teygja sig eitthvað út fyrir þeirra raðir.

Ég spurði sjálfan mig þegar ég horfði á þetta sama kastljós  hvaða gagn er mér og afkomendum mínu af því að þessi kona ætlar að bera  ábyrgð á bullinu, niðurstaðan var sú að þurra franskbrauðið með vatni bragðast ekki betur í munni fátækrar þjóðar við það að þetta ..... þykist taka á sig einhverja ábyrgð.

Kjartan Sigurgeirsson, 30.12.2009 kl. 08:19

5 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ráðherraábyrgð... hvað með þingmannaábyrgð?

Ég skil ekki hvað Valgerður er að gera í stjórnmálum.

Birgir Viðar Halldórsson, 30.12.2009 kl. 10:12

6 identicon

Hvað er þessi Valgerður að gera á þingi . í huga samfó er hún happavinningur að þeir halda, þún á að vera tálbeita fyrir samfó til að sækja fylgi á hægri væng stjórnmála vegna teingsla sinna viðforustumenn Sjálfstæðisflokksins.Málflutningur hennar í kastljósinu í gærkvöldi sýndi og sannaði að hún á ekkert erindi inn á þing,það sýndi málflutningur hennar er algjörlega á valdi samfó og gerir eins og gamla gráhærða Kerlingarhróið fyrirskipar .

G .Gunnar. (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 12:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Konan tafsaði og var greinilega að fara undan í flæmingi.  Meðan Pétur var hreinn og beinn.  Þannig gerast hlutirnir þegar fólk hefur óhreint mjöl í pokahorninu.  Hélt að Valgerður væri betri pappír en þetta.  En varð fyrir vonbrigðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 12:47

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Þetta IceSave mál er eitt allsherjar klúður frá upphafi til enda. Á öllum stigum þess hafa stjórnvöld gerst sek um leynimakk, blekkingar eða ósannsögli; óheilindi af öllu tagi.

Stjórnin hrekst úr einu víginu í annað en ekkert bítur á kratana, ekki einu sinni þegar upplýsingar Ingibjargar Sólrúnar kippa stoðunum undan röksemdum þeirra. Maður spyr sig til hvers erlendir sérfræðingar voru fengnir til að vinna álit fyrir Alþingi. Það átti greinilega ekki að taka mark á því nema niðurstaðan væri "rétt". Þetta er virkilega sorglegt og íslensk alþýða fær að borga brúsann næstu áratugina ef kratar koma þessum ófögnuði í gegn.

Ég mátti til að rifja upp línur úr Íslandsklukkunni, þau eru í næstu færslu.

Haraldur Hansson, 30.12.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband