Jóka eða bara Joke?

Nýtt líf hefur valið Jóhönnu Sigurðardóttur konu ársins. Hvað þarf kona að afreka til að verða sæmd þessum titli? Helstu punktar í afrekaskrá Jóhönnu eru þessir:

IceESBHún átti sæti í Hrunstjórninni, en situr samt enn.

Hún beitti þingmenn í samstarfsflokknum pólitísku ofbeldi í júlí. Með hótunum um stjórnarslit þvingaði hún í gegn umsókn um aðild að Evrópuríkinu.

Hún gengur erinda Breta og Hollendinga í IceSave deilunni. Berst gegn hagsmunum þjóðarinnar og leggur á hana drápsklyfjar, til að styggja ekki Gordon Brown, formann bresku Samfylkingarinnar.

Hún hefur verið forsætisráðherra í rúma 10 mánuði en aldrei ávarpað þjóð sína sem leiðtogi. Þrátt fyrir hrun, kreppu, atvinnuleysi og landflótta.

Hversu vegleg verðlaun hefði Nýtt líf veitt henni, hefði hún gert eitthvað af viti?

Þetta hlýtur að vera grín.

 


mbl.is Jóhanna valin kona ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kímnigáfu íslenskra útgefanda og blaðamanna er viðbrugðið. Reynir Traustason fékk til dæmis einu sinni verðlaun en hann hefur hvorttveggja verið staðinn að lygi og viðurkennt að ,,pönkast" í mönnum. Glæsilegt.

Páll Vilhjálmsson, 10.12.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ritstjórn Nýtt líf,virtist hafa verið í vandræðum,og finna einhverja kynsystur sína,sem sómdi sér í hlutverk konu ársins.Þegar engin fannst var Jóhanna valin.

Þetta sýnir allt kjaftaðið um að konur njóti ekki jafnrétti á við karla.Þær hafa sama atkvæðisrétt og karlar,og geta því ráðið því hvort þær kjósi karla eða konur.Það segir okkur að það er engum öðrum að kenna en konum,að konur nái ekki eins frama og karlar.Þær hjóta vera svo sjálfsumglaðar,en engar konur er þeim fremri,þess vegna kjósa þær karla.

Ég er sannfærður að er margar konur Jóhönnu fremri,ég get meiri segja bent á eina.Það er dómsmálaráðherra Ragna Árnadóttir

Ingvi Rúnar Einarsson, 11.12.2009 kl. 01:08

3 Smámynd:

Eitt sinn er ég var að fjargviðrast (sem oftar) yfir ráðningu mannesku sem yfirmanns sem hafði ekkert í það starf að gera var sagt: "Það var ekki hægt að ganga fram hjá henni". Ætli það sama gildi ekki hér. En aðgerðir hennar eru svo sannarlega ekki þess verðar að verðlauna þær.

, 11.12.2009 kl. 03:37

4 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Þessi "viðurkenning" er bara joke. Jokehanna er ekki leiðtogi a.m.k. hefur hún ekki sýnt neitt sem styður það. Hrokinn keyrir ávallt á vegg - fyrr eða síðar.

Birgir Viðar Halldórsson, 11.12.2009 kl. 09:34

5 identicon

Eftir 32 ár á Alþingi er arfur Jóhönnu Hrun, spilling, atvinnuleysi og örvilnan. Hún var ráðherra í Viðeyjarstjórninni frægu  þar sem kratarnir lögðu drögin að hruninu. Hún var ráðherra í hrunstjórninni sem horfði aðgerðalaus á allt bankakerfið leggjast á hliðina. Í heil tvö ár fram að hruni gátu þau brugðist við en gerðu EKKI NEITT. Jóhanna er forsætisráðherra í ríkisstjórn sem reynir að nauðga icesave þrælalögunum yfir þjóð sína  og leggja drögin að ævarandi fátækt þjóðarinnar til þess að vinna prik fyrir ESB umsóknina sem verður síðan kolfelld í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar af kemur enda sýna skoðanakannanir að 2/3 hluti þjóðarinnar eru MJÖG ANDSNÚNIR þessu evrópu-fasistaríki. Þetta fólk er ekkert á leiðinni að skipta um skoðun enda hefur mjög mikið verið um þetta fjallað og evrópusinnar allstaðar verið gerðir rökþrota. RÚV með fréttafölsunarþætti eins og Silfur-Egils og Stöð 2 og dagblöðin DV og Fréttablaðið sem reyna stöðugt að ýta lýginni að fólki en þessum miðlum tekur engin heilvita maður lengur mark á.

Skömm Jóhönnu er mikil og svívirðileg, sennilega ætti frekar að útnefna hana hryðjuverkamann ársins og væri hún mun betur að þeim titli komin.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband