IceSave í stuttu máli - MYNDIR

Kaffibollinn og baukurinn eru löngu orðin tákn fyrir IceSave málið í augum þeirra sem lesa Mbl.is reglulega. Á sama hátt er mynd út-um-gluggann orðin að föstu viðhengið við sjónvarpsfréttir RÚV af málinu.

icesave bolliicesave baukur

icesave glugginn

Núna er Alþingi með IceSave frumvarp til afgreiðslu sem snýst ekki um IceSave. Lög um ríkisábyrgð voru samþykkt í sumar. En svo illa vildi til að Darling sagði ekki strax já og Gordon Brown geispaði. Við það fóru kratar á taugum og bjuggu til nýtt frumvarp. Enda er Gordon Brown formaður bresku Samfylkingarinnar og ekki mega kratar styggja hann.

Nýja frumvarpið er um að skemma IceSave lögin frá því í sumar og veikja þannig varnir Íslands. Tilgangurinn er að halda lífi í Samfylkingunni og að fá Brown til að hætta að geispa.

icesave essasuicesave forsetinn


Allir þingmenn Samfylkingarinnar voru tilbúnir að segja já við upphaflega frumvarpinu í sumar, án þess að hafa kynnt sér samninginn. Frumvarpið var ein grein (auk gildistökuákvæða) og án nokkurra fyrirvara. Alþingi henti því í pappírstætarann.

Í sumar lagði Alþingi mikla vinnu í að búa til alvöru frumvarp sem síðan varð að lögum um ríkisábyrgð vegna IceSave.  En af því að Gordon Brown var ekki alveg nógu kátur vilja kratar nú frekar þóknast honum en gæta hagsmuna þjóðar sinnar.

icesave ageicesave esb

Það dettur engum fjölmiðlamanni í hug að ganga á Samfylkingarmenn og krefja þá skýringa á afstöðu sinni. Þeir eru í sporum þeirra sem "bara hlýða skipunum" og telja sig þannig ekki bera ábyrgð á atkvæði sínu.

Þótt fram komi íslensk lögfræðiálit sem mæla gegn samþykkt á nýja skemmdar-frumvarpinu, breytir það engu. Þótt fram komi erlend álit unnin fyrir Alþingi, breytir það engu. Þótt Ingibjörg Sólrún komi fram með upplýsingar sem kippa stoðunum undan röksemdum krata, breytir það engu. Bara drífa málið í gegn í nafni Gordons Brown og Evrópusambandsins.

icesavec chainicesave slave_skilti

Það er löngu orðið ljóst að fyrir Samfylkingunni snýst IceSave málið um Samfylkinguna en ekki íslensku þjóðina. Aðild að ESB er eina stefnumál flokksins og það skaðast ef ekki er látið undan ofbeldi formanns bresku Samfylkingarinnar.

Sumir halda því fram að ríkisstjórnin springi ef nýja skemmdar-frumvarpinu verður hafnað. Sé það raunin, þá sýnir það okkur aðeins eitt; að Samfylkingin á ekkert erindi í þjóðmálin. Íslenska þjóðin á ekki að taka á sig umdeildar drápsklyfjar til þess eins að halda lífi í slíkum flokki. 

icesave losticesave_vg_samfo

Verði nýja frumvarpið að lögum hlýtur það að verða erfitt, fyrir þá sem segja "já", að líta um öxl eftir nokkur misseri. Þá verða menn komnir með meiri fjarlægð á málið og skýrari sýn. Þá verður sárt að sjá að menn hafa skaðað stöðu Íslands til þess eins að halda lífi í stjórnmálaflokki sem er orðinn vonlaus hvort sem er. En þá kann að vera orðið of steint að leiðrétta mistökin og það er íslenskur almenningur sem borgar.

icesave endalokin

 


mbl.is Skuldugasta þjóð á byggðu bóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi nöfn þeirra ekki gleymast

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 18:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það væri blindur maður sem ekki sæi að eina stefnumál Samfylkingar er inngangan í ESB með öll sín mörgu kontóristastörf handa hundtryggum krötum allra þjóða. Hvað er nú alkahólismi hjá þeim voðalega sjúkómi sem engin meðferðarstofnun treystir sér til að lækna. Annars er þessi maraþonumræða um ísklafasamninginn orðin Alþingi til skammar og þjóðinni til ómældrar þjáningar. Það er löngu fyrirséð að þetta kjaftæði nær þeirri lendingu einni að breiða yfir stærstu pólitísku afglöp íslandssögunnar sem voru framin af hagsmunasamtökum þriggja stjórnmálaflokka með fulltingi Seðlabankans. Nú hamast fulltrúar tveggja þessara flokka við að koma þessu máli í þann farveg sem mér sýnist leiða til þess að víkingasveit brennuvarganna verði þakkað af þjóðinni fyrir drengilega baráttu við heimska brunaliðið.

Árni Gunnarsson, 29.12.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband