Jónína Rós er alþingismaður

Það var talað um Facebook lýðræði í Silfrinu um daginn. Þingmaðurinn Jónína Rós Guðmundsdóttir skráði sig í einn Facebook hóp, sem setur fram þá kröfu að Ólafur Ragnar Grímsson segi af sér. Sök hans er að hafa vísað IceSave lögunum til þjóðarinnar.

Í kröfu Facebook hópsins eru tvær fullyrðingar, hvor annarri fráleitari. Jónína Rós alþingsmaður setti nafnið sitt samt undir kröfuna. Textinn er svohljóðandi:

"Við kærum okkur ekki um forseta sem ákveður nýja stjórnskipun fyrir Ísland einn síns liðs og gerir ríkið marklaust í alþjóðlegum samskiptum."

Forseti getur ekki ákveðið "nýja stjórnskipan einn síns liðs" með því að vísa lögum til þjóðarinnar, til synjunar eða staðfestingar. Forseti getur heldur ekki "gert ríkið marklaust" í samskiptum við önnur lýðræðisríki, með því að fara að þeim reglum sem settar eru í stjórnarskrá lýðveldisins.

Jónína Rós alþingismaður greiddi atkvæði með nýju IceSave lögunum á þingi, eins og allir þingmenn Samfylkingarinnar. Það er ekki gott að átta sig á hvers vegna.

          Jónína Rós tók aldrei til máls í fyrstu umferð.

          Jónína Rós tók aldrei til máls í annarri umferð.

          Jónína Rós tók aldrei til máls í þriðju umferð.

En þingmaðurinn gerði grein fyrir atkvæði sínu, bæði eftir aðra umferð (hér) og við lokaafgreiðslu (hér). Þar er ekkert að finna sem skýrir efnislega niðurstöðu hennar í málinu. Aðeins margtuggnar krataklisjur um að standa við skuldbindingar og þátttöku í samfélagin þjóðanna.


Alveg makalaus bloggfærsla

Jónína Rós, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði eyjublogg, daginn sem forseti Íslands vísaði lögunum til þjóðarinnar. Fyrirsögnin er "Ísland er þingbundið lýðveldi" sem á væntanlega að þýða að Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn (eitthvað feilað á 1. gr. stjórnarskrárinnar). Í færslunni lýsir hún vonbrigðum sínum með niðurstöðu forsetans og segir síðan.

Ekki af því að ég treysti ekki Íslendingum til að taka afstöðu til mála á skynsamlegum nótum heldur vegna þess hversu flókið málið er ...

Er það of flókið fyrir þjóðina? Þrátt fyrir traustið á þjóðinni gengur hún strax í næstu málsgrein út frá því að Íslendingar séu upp til hópa kjánar og segir:

...það að telja fólki trú um að með því að skrifa nafn sitt á netsíðu hverfi Icesaveskuldbindingin er ljótur leikur ...

Ég veit ekki um neinn sem stendur í þeirri trú að með því að skrifa nafn sitt á netsíðu sé hægt að láta IceSave kröfuna hverfa. Jónína Rós endar svo hina furðulegu bloggfærslu sína með því að segja að forsetinn sé "bundinn af ákvörðunum þingsins" en megi samt skjóta málum til þjóðarinnar!


Ég treysti þjóðinni betur en þinginu

Það er einmitt vegna þingmanna eins og Jónínu Rósar Guðmundsdóttur, sem ég treysti þjóðinni betur en þinginu. Hún hefur það sér til einhverra málsbóta að vera nýliði á þingi og hefur því enga reynslu af löggjafarstörfum. Tveir af hverjum þremur þingmönnum hófu þingmennsku 2007 eða síðar, sem kann að skýra hvers vegna Alþingi er jafn veikt og raun ber vitni.

Jónína Rós segist treysta Íslendingum, en gerir það ekki. Henni finnst í lagi að taka þátt í Facebook lýðræði og skrifar þar undir fráleitan texta, en er "reið og hrygg" yfir því að þjóðinni sé boðið upp á alvöru lýðræði, samkvæmt leikreglum stjórnarskrárinnar.

Ég treysti þjóðinni betur en þinginu í þessu máli.

 


mbl.is Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"aðrir geta borið töskurnar hans"

Í íþróttum verða menn að kunna að taka tapi. Það er hluti af þroska keppnismannsins. Sama gildir í annarri keppni og líka í stjórnmálum. Menn verða að kunna að halda reisn. Missa ekki andlitið.

Þegar Össur utanríkisráðherra skýrði hvers vegna hann gat ekki fylgt forsetanum til Indlands missti hann andlitið. Hann gat ekki stillt sig um að hnýta aftan við: "Það eru örugglega einhverjir aðrir sem geta borið töskurnar hans þar" og hljómaði eins og tapsár krakki.

Þessi makalausa athugasemd gæti verið samnefnari fyrir þann skort á fagmennsku sem einkennt hefur viðbrögð stjórnarinnar við synjun forseta. Við sáum þetta strax á fundi leiðtoganna með fréttamönnum daginn sem forseti vísaði málinu til þjóðarinnar. Taugveiklun, ójafnvægi og reiði sem engum duldist.  

Það að Hrannar B. Arnarsson, einn af forsætisráðherrum landsins, telji sig geta talað eins og í eldhúsinu heima þegar hann tjáir sig um pólitík á alþjóðlegum samskiptavef, er angi af sama skorti á fagmennsku.

Forsetinn lagði ekki aðrar byrðar á Össur en að vinna vinnuna sína; að létta drápsklyfjum af þjóðinni eins og kostur er. Nokkuð sem hann hefði átt að beita sér fyrir óbeðinn.

 


mbl.is Fésbókarsíðan ekki opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrrealíska Ísland

Einu sinni heyrði ég súrrealískan brandara. Spurt var: "Hver er munurinn á krókódíl?" Og svarið var: "Hann getur hvorki hjólað". Sumum þótti þetta fyndið.

Þetta er álíka súrrealískt og íslensk pólitík.

Franskur hagfræðingur bendir á galla í málflutningi Bretar og Hollendinga í IceSave deilunni og telur þá bera nokkra ábyrgð. Frakkinn, sem á sæti á Evrópuþinginu, telur lagalega stöðu þeirra veika og að þeir eigi e.t.v. engar kröfu á Íslendinga um greiðslur.

Hann fær harkaleg viðbrögð. Frá hverjum?

Bretum? Nei.

Hollendingum? Nei.

Árásirnar koma frá Íslandi. Ekki frá einhverjum, heldur frá tveimur þingmönnum. Punkturinn yfir i-ið er að þetta eru þingmenn stjórnarflokkanna tveggja. Það er eitthvað absúrd við þetta.

Svo undrast stjórnarliðar ásakanir um að þeir gangi erinda Gordons Brown.

 


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök Evu Joly

Nú þegar tveir stjórnarþingmenn hafa opnað augu þjóðarinnar fyrir sannleikanum er mér orðið ljóst hvílík mistök það voru hjá Evu Joly að leita ráða hjá erlendum sérfræðingum, þingmönnum, rágjöfum og hagfræðingum.

Þeir skilja ekki neitt. Ekkert frekar en ritstjórar breskra stórblaða, sem halda allt í einu að Ísland eigi sér málsbætur. Jafnvel einhvern rétt.

Hún Eva okkar hefði getað sparað sér þetta allt með því að slá á þráðinn til skipstjóra í Ólafsfirði og ræða málin. Hann veit þetta allt miklu betur en útlendir "sérfræðingar" sem misskilja og rangtúlka allt.

 


mbl.is Segir margt athugavert við málflutning Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiðustu andstæðingar Íslands

Þótt mjög hafi málin snúist til betri vegar er langt frá því að búið sé að tryggja að skynsemin og sanngirnin verði ofaná. Öll helstu blöð á Bretlandi hafa kynnt sér IceSave málið af kostgæfni eftir að Ólafur Ragnar greip í taumana, umfjöllun þeirra ber þess glöggt merki. Hvert blaðið á fætur öðru bendir á þær vafasömu aðferðir sem ríkisstjórn Gordons Brown beitti til að kúga Íslendinga til að fallast á nauðungarsamninga.

Financial Times, Obeserver, Indipendent og fleiri blöð vilja nú að málið sé skoðað af sanngirni. Meðal sérfræðinga sem styðja kröfu Íslands um réttlæti má nefna Michael Hudson, Alain Lipietz og að sjálfsögðu Evu Joly. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar í Lettlandi og Litháen lýst yfir stuðningi við Ísland auk sérfræðinga frá Írlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Frakklandi og víðar.


Erfiðustu andstæðingar þjóðarinnar

Við Íslendingar eigum þó enn eftir að sigrast á erfiðasta andstæðingnum. Þótt hin skelfilega fréttastofa RÚV sé skæður andstæðingur er það barnaleikur í samanburði við ríkisstjórnina. Jóhanna og Steingrímur, strengjabrúður þeirra og spunatrúðar verða að hætta stríðinu gegn þjóð sinni. Nokkrir úr hópi Vinstri grænna standa gegn ósómanum en ekkert afgerandi hefur enn heyrst frá Samfylkingunni sem bendir til að kratar ætli að hætta að berjast fyrir Gordon Brown, formann bresku Samfylkingarinnar.

Ef viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly og Alain Lipietz, í Silfrinu í dag, dugir ekki til að telja þeim hughvarf, þá er þeim ekki við bjargandi. Nú á Jóhanna aðeins tvo kosti; að skipta um kúrs eða hverfa úr ríkisstjórn.

 


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"... skríðum bara á hnjánum"

Skopmyndateiknari Fréttablaðsins átti margar góðar myndir á nýliðnu ári. Eina sú allra besta lýsir IceSave- og ESB-tilburðum krata, en í myndatexta segir "Við getum þetta ef við skríðum bara á hnjánum". Það gengur enginn í ESB, menn skríða þangað, eins...

Svo einföld atkvæðagreiðsla

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, Einfaldara Ísland , er á forræði forsætisráðuneytisins. Verkefnið hófst 17. október 2006 og miðar m.a. að því að minnka skriffinnsku og einfalda markvisst bæði opinbert regluverk og stjórnsýslu. Frá því að núverandi...

Össur þekkir aðalatriðin!

Fréttir dagsins snúast um IceSave. Hvar sem Ísland ber á góma er IceSave miðpunkturinn. Þessar drápsklyfjar sem Samfylkingin vill fyrir alla muni leggja á þjóðina, helst með slíkum afarkostum að hún fái ekki undir þeim risið. Þá kemur Össur með...

RÚV - sameign okkar allra

Það verður fróðlegt að fylgjast með fréttum RÚV í kvöld. Meðan írafárið gekk yfir, fyrst eftir að forseti tók ákvörðun um nýju IceSave lagabreytinguna, birti fréttastofa RÚV fjölda frétta um neikvæð viðbrögð við ákvörðuninni. Kastljósið stóð sig betur. Í...

Stórkostlegt - áfram Ísland!

Hafi ég einhvern tímann sagt eitthvað neikvætt um forseta vorn, herra Ólaf Ragnar Grímsson, er það hér með dregið til baka. Herra Ólafur Ragnar er kjarkmaður og réttsýnn. Í dag stóð hann með þjóð sinni og gerði það af miklum sóma. Nú þarf þjóðin að...

"Já ómögulega eða nei ómögulega"

Áramótaskaupið var meiriháttar. Sterkasta myndin er án efa fjallkonan sem var kefluð og hlekkjuð við vegg á meðan dólgar af ýmsum gerðum léku sér óvarlega með fjöreggið. Fjallkonan var tákn íslensku þjóðarinnar í skaupinu. Hótunarstíll Jóhönnu var líka á...

Árinu bjargað á þriðja degi

Næst því að sjá Leeds United vinna er mönnum fátt hollara en að sjá Manchester United tapa. Í dag sáum við Langflottasta lið í heimi slá Manchester United út úr FA Cup og það á Old Trafford. Betra getur það ekki orðið. Þetta er í fyrsta sinn sem Sir Alex...

Gordon Brown hafði sigur á Alþingi

Í gærkvöldi samþykkti Alþingi lög um skilyrðislausa uppgjöf fyrir Bretum og ESB í IceSave deilunni. Frumvarpið gekk út á það að skemma lögin sem sett voru í sumar. Að þurrka út lagaleg viðmið og veikja þau efnahagslegu. Allt til að þóknast Gordon Brown....

Skynsamlegt hjá forsetanum

Auðvitað á Ólafur Ragnar að harðneita að skrifa undir uppgjöf ríkisstjórnarinnar fyrir Gordon Brown og Evrópusambandinu. Þjóðarinnar vegna. En líklega er það skynsamlegt hjá honum að bíða með að skrifa eða skrifa ekki undir, fram yfir áramótin. Þó ekki...

Frumvarp til laga um spellvirki gegn íslensku þjóðinni

Nú rennur stóra stundin upp. Í kvöld verða greidd atkvæði um frumvarp til laga um að leyfa Samfylkingunni, með aðstoð Vg, að fremja skelfileg spellvirki gagnvart íslensku þjóðinni. Það er merkilegt að sjá hversu mörg blogg hafa verið skrifuð um málið þar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband