Kratar látnir kjósa aftur

doormatSamfylkingin gefur sínar skýringar á ógildingu kosningarinnar. Menn geta ráðið hvort þeir trúi þeim.

Mér finnst líklegra að Jóhönnu og Össuri hafi ekki líkað úrslitin og gripið tækifærið til að æfa sig í brusselsku lýðræði og láta lýðinn kjósa aftur, þangað til rétt úrslit fást.

Enda sagði Össur á RÚV í vikunni, þegar hann lýsti draumi Samfylkingarinnar um að vera dyramotta í Brussel: "ESB er okkar eina framtíðarsýn".


mbl.is Kosning til flokksstjórnar ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kjósa aftur og aftur þar til rétt niðurstaða fæst, mottó númer eitt, tvö og þrjú hjá ESB-fylkingunni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.10.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið.

Steingrímur tók líka eina æfingu með Jóhönnu, Össuri og hinum uppgjafarsinnunum þegar þau létu kjósa aftur um Icesave. En þau nenntu ekki að kjósa aftur til stjórnlagaþings og ákváðu að gefa skít í Hæstarétt í staðinn.

Þau eru þegar orðin brusseltæk.

Haraldur Hansson, 24.10.2011 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband