Evrusvaðið

Ekki furða að Norðmenn vilji ekki líta við evrunni. Í þessari stuttu frétt koma fram fjölmargir punktar sem hver um sig jafngildir falleinkunn. Nokkrir þeir helstu eru þessir:

  • Dvínandi trú á að evrusvæðið lifi af í núverandi mynd
  • Nokkur evruríki ná ekki að greiða skuldir sínar
  • Evrópski Seðlabankinn er ekki líklegur til stórræðanna
  • Leiðtogar finna ekki lausn á skuldavanda evrusvæðisins
  • Almenningur vill ekki auka fullveldisafsal ríkjanna
  • Versta efnahagkreppan síðan í Kreppunni miklu
  • Greiðslufall Grikklands er óhjákvæmilegt
  • Enginn lánveitandi til þrautarvara

Enn er til fólk sem trúir að í því felist einhver efnahagsleg bjargráð að ganga í ESB og einangra Ísland bak við tollamúra á einu lélegasta hagvaxtarsvæði í heimi.

Og taka upp evru!

Förum að dæmi Norðmanna, stöndum utan Evrópusambandsins og lítum ekki við evrunni.


mbl.is Feginn að hafa ekki evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ekki er það fagurt útlitið á þvi svæði sem Jóhanna telur algert æði að ýta okkur inn í.

Jón Valur Jensson, 13.10.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband