Sigur í stríðinu gegn lýðræði

Enginn Breti, yngri en 54 ára, hefur nokkurn tímann fengið að greiða atkvæði um þátttöku Bretlands að Evrópusambandinu. Það er angi af hinu brusselska lýðræði.

  
eu-democracy1Undirskriftalisti frá almenningi var undanfari tillögu í breska þinginu. Hún var um „leiðbeinandi þjóðaratkvæði" um aðild Bretlands eða tengsl þess við ESB. Tillagan var felld með 483 atkvæðum gegn 111.

Fyrir kosningar lofaði David Cameron þjóðaratkvæði um tengsl Breta við ESB og Nick Clegg hafði stór orð um að færa Bretum langþráð tækifæri til að greiða atkvæði um málið. Þeir fengu tækifæri í gær en guggnuðu. Svik Cleggs myndu gera hvaða VG-liða sem er stoltan.

Allir formenn stóru flokkanna; Cameron, Clegg og Miliband lögðust gegn tillögunni. Nú væri ekki rétti tíminn! Óvissan um framtíð ESB og dauði evrunnar hræddi. Þeir svíkja kjósendur frekar en að styggja valdhafana í Brussel, sem þar með unnu enn einn sigurinn í stríði sínu gegn lýðræðinu.


Íslenskir kjánar fagna sigri

Það er ekkert meira ögrandi en að nota orðið „kosningar" í Brussel. Þar vilja valdhafar fá að starfa í friði fyrir kjósendum. Ekkert lýðræðisvesen.

Evrópusamtökin eru svo blinduð af aðdáun sinni á ESB að þau fögnuðu sigri þegar í ljós kom að lýðræðið var látið víkja. Kalla þetta "and-ESB tillögu" í fyrirsögn, en koma örugglega ekki auga á kaldhæðnina í því.

Þegar 41 af þingmönnum Verkamannaflokksins greiddi atkvæði gegn Maastricht samningnum um árið, þótti það "mikið áfall" fyrir Tony Blair.

Í gær sagði 81 þingmaður Íhaldsflokksins Já við þjóðaratkvæði og 12 sátu hjá. Fjölmiðlar telja það kjaftshögg fyrir Carmeron, sem sitji eftir með blóðnasir. Það er svipað áfall og það yrði fyrir Össur ef einn þingmaður Samfylkingarinnar myndi ekki segja Já í atkvæðagreiðslu um að bruna blindandi inn í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað er það And-Sambandsleg tillaga að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla, jafnvel þó aðeins leiðbeinandi sé.

Því er það vissulega sigur fyrir "Sambandssinna" að slíkar tillögur skuli vera stöðvaðar.

En skoðanakannanir á Bretlandi sýna hug almennings í málinu, "glæpur" þeirra 111 þingmanna sem greiddu atkvæði með tillögu um þjóðaratkvæði er að taka afstöðu með stórum hópi kjósenda sinna.  Líklega líður ekki á löngu áður en við förum að lesa um í fjölmiðlum að þetta séu "hættulegir populistar".

En almenningur er svo auðvitað bara á móti "Sambandinu" vegna þess að hann hefur ekki "góðar og óhlutdrægar" upplýsingar um "Sambandið".  Líklega verður "Sambandið fljótlega að opna "upplýsingaskrifstofu"  í Bretlandi til að leiðrétta allan "miskilningin" sem þar virðist vaða uppi.

En líklega þyrfti upphæðin þar að vera hærri en þær 230 milljónir sem "Sambandið" hyggst nota til kaupa Íslendinga til fylgilags við sig.

G. Tómas Gunnarsson, 25.10.2011 kl. 13:28

2 identicon

Já Ísland og Íslensku Evrópusamtökin eru líka aðilar að samevrópsku samtökunum "European Movement International".

Samevrópskum öfgasamtökum sem berjast fyrir algerum Evrópskum samruna á grundvelli ESB- með markmiðið að einu sameiginlegu Evrópsku Stórríki.

Eða eins og það er orðaða á heimasíðu þessara samtaka, "United Federal Europe"

Það er því enginn furða að svona samtök sem fela sig undir nöfnum eins og "Sterkara Ísland" en stefna síðan að því leynt og ljóst að leggja fullveldi og lýðveldi landsins niður með því að gerast útnárahreppur í einu sameiginlegu stórríki Evrópu, fagni nú ógurlega svona smá sigri, meðan allt ESB svæðið logar stafnana á milli og er í algerri upplausn og stanslaust undanhald ESB sinnana hér á Íslandi er öllum orðið ljóst.

En þetta var og verður skammgóður vermir fyrir ESB dýrkendur og í raun var þetta mjög skammgóður og dýrkeyptur Pyrrhosar sigur.

Meirihluti almennings eða meira en 70% Breta vill nefnilega fá þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál og góður meirihluti þeirra sem afstöðu taka er fylgjandi tafarlausri úrsögn úr ESB eða 55% á móti 45%.

Bretland siglir hraðbyri burt frá ESB og Cameroon hótar nú að stöðva allar frekari tilraunir Elítunnar í Brussel til frekari samrunaferlis, þess í stað heimtar hann til baka frekari fullveldisheimildir frá Brussel og heim til London.

Bretar prísa sig líka sæla að hafa getað komið í veg fyrir að þeir tækju upp Evru á sínum tíma í staðinn fyrir sitt pund.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 15:23

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta eru trúarbrög Haraldur. Það sem hrjáir einfeldningana í Evrópusamtökunum kallast Cognitive Dissonance.

Ef marka má viðhlæjendur þá sem síðan hefur, þá mætti halda að þetta sé deild á kleppi. (t.d. Jón Frímann og Steina nokkurn Briem)

Andmælendur eru umsvifalaust bannaðir þarna í ofanálag svo engin umræða skapast þar. Aðeins endurtekið spam og copy paste utan tíma og rúms. Það tók mig eina athugasemd til að falla út af sakramentinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2011 kl. 19:55

4 identicon

Það er alveg rétt sem Jón Steinar segir. Þá líkist þessi ESB söfnuður hér æ meira einhvers konar sértrúarsöfnuði.

Eða öllu heldur einhverri úrvalssveit af upphafinni og útvaldri Ungkommúnitasellu í Svétríkjunum sálugu á Stalínstímanum.

Nú fara þeir í Evrópusamtökunum mikinn á heimasíðu sinni og tala sigri hrósandi um að "And- ESB tillaga hafi verið kolfelld í Breska þinginu" Hvað var svona And-ESB sinnað við þessa tillögu. Jú að almenningur í Bretlandi fengi að kjósa um framtíð sína í sambandinu. Yfir því að það tókst nú í þetta sinna að komast í veg fyrir það gleðjast þeir nú mikið.

Muniði eftir þegar Ráðamenn Sovétríkjanna og KGB leyniþjónustunnar töluðu um And- Sovéska starfssemi og annað í þeim dúr, þegar einhver sýndi einhvern efa eða mótþróa við Ráðstjórnarelítuna.

Jón Steinar, þeir ritskoðararnir á Evrópusíðunni leyfðu mér nú að hanga inni nokkuð lengi innan um þá heilaþvottarstrákana sína. En í einu geðvonnskukastinu yfir fylgisleysinu þá hentu þeir mér út af því að ég kallaði einhverja þeirra ESB-aftaníossa, vegna fylgispektar þeirra við ESB og skósveina þess. .

Fletti síðan upp þessu orði aftaníossi og það hefur verið marg notað úr ræðustól Alþingis m.a. fyrrverandi forsætisráðherrum og núverandi forseta, fjölda blaða- og rithöfunda hefur notað þetta orð með svipaðri meiningu þó endilega væri ekki verið að ræða um ESB og svo mætti lengi telja.

Þannig að það er von að skrifara oc commentera hjörðin þeirra sé orðin fáliðuð og einlit. Þeir beita harðri ritskoðun til varnar sínum háheilaga ESB málstað alveg í anda fjölmiðla Sovétríkjanna sem voru undir járnhæl KGB.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband