6.11.2011 | 14:54
Spillingin á lögheimili í Brussel
Það var óheppileg tilviljun þegar skipafélag gríska milljarðamæringsins Spiro Latsis fékk 10,3 milljónir í styrk frá ESB, mánuði eftir að forsetinn José Barroso eyddi vikufríi á lúxussnekkju í eigu Latsis. Svona óheppni getur sáð fræjum tortryggni.
Nú ætlar Jóhanna til Brussel í vikunna að ræða við báða forseta ESB. Efni fundanna er ekki gefið upp, en lýðræði, opin stjórnsýsla, fagleg spilling og gjaldmiðill í öndunarvél eru líkleg fundarefni.
"Það er bara misskilningur að það sé einhver spilling í Evrópusambandinu, þar gilda reglur sem farið er eftir" sagði mér maður sem vill ganga í ESB gagngert til að draga úr spillingu og uppræta klíkuskap.
Það hlýtur þá að vera uppspuni að Ítalíu sé að hálfu stjórnað af félagi sem heitir Mafía og að hálfu af siðblindum Berlusconi sem kaupir sér samkvæmisleiki með stúlkum (sem sumar hafa náð lögaldri).
Það er ábyggilega tilbúningur að forseti Frakklands hafi skipað ungan son sinn í hálaunastarf. Eða að breskir þingmenn hafi þurft að segja af sér fyrir peningasukk og þrír endað í fangelsi.
Þessar fréttir úr Evrópu hljóta allar að vera skáldskapur gulu pressunar. Strauss-Kahn er ekki einu sinni í framboði lengur í Frans.
Þeir sem segja að spillingin blómstri í Grikklandi eftir 30 ára veru í ESB og að Búlgarar upp til hópa bjóði atkvæði sitt til sölu eru að fara með ósannindi.
Allar þessar fréttir eru svona rangar af því að blaðamenn skilja ekki inntak vandaðrar spillingar. Forsetarnir munu fullvissa Jóhönnu um að spilltir pólitíkusar á Íslandi séu eins og meinlaus kaupfélagsklíka í samanburði við fagmennina ytra og verði að ganga í ESB til að læra til verka.
Í Brussel, þar sem spillingin á lögheimili, er allt eins og það á að vera því "þar gilda reglur sem farið er eftir". Spillingin eftir reglum elítunnar er vönduð og vænleg, enda blasir árangurinn hvarvetna við.
Jóhanna fundar í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2011 | 12:56
Féllu Grikkir á eigin bragði?
Beware of Greeks bearing gifts er orðatiltæki þar sem vísað er í Trójuhestinn gríska. Grikkir smíðuðu hann til að koma hermönnum inn fyrir varnarmúra Tróju. Það var lykillinn að sigri þeirra, eftir tíu ára umsátur.
Allar götur síðan er tréhesturinn gríski tákn um hermdargjöf.
Nú, meira en þrjú þúsund árum síðar, féllu Grikkir á eigin bragði. Eða svo telur höfundur þessarar myndar.
Í Trójustríðinu var hesturinn úr tré, vopnin sverð og skjöldur og barist um Helenu fögru. Núna er hesturinn banki, vopnið er eitruð evra og barist um eignir grísku þjóðarinnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2011 | 23:41
Framboð 9-9-9 byggt á misskilningi
Herman Cain notar slagorðið "nine-nine-nine" í slagnum um útnefningu Repúblikana vegna forsetakosninganna í USA á næsta ári. Það stendur fyrir skattatillögur um 9% á allt; einstaklinga, félög og virðisauka.
Nú hefur Herman lent í smá vanda.
Konur saka hann um hafa umgengist þær að hætti Strauss-Kahn fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í dagsljósið nú þegar vel gengur í framboðsslagnum.
Sjálfur segir Herman Cain að þetta sé allt saman misskilningur.
Eiturtungur herma að það sé Herman sem misskilji. Ein kvennanna sem kærði er þýskumælandi og þegar kappinn gerðist ruddalega nærgöngull hrópaði hún:
Nein! Nein! Nein!!
Þetta misskildi Herman Cain og gæti lent í forsetaframboði fyrir vikið.
Frambjóðandi sakaður um áreitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2011 | 21:14
Það gengur á með afsögnum
Á Grikklandi er Papandreou hvattur til að segja af sér fyrir að hafa sagt orðið "atkvæðagreiðsla" upphátt þannig að Merkozy heyrði.
Á Ítalíu er Berlusconi hvattur til að segja af sér af því að Merkozy hló að honum í beinni. Líka af því að hann er ríkur og spilltur hórkarl. Strauss-Kahn sagði af sér af þeim sökum.
Ég legg til að Jóhanna tileinki sér þetta ESB-trend og segi af sér.
Ekki að hún sé sek um sömu afglöp og kollegarnir í suður-ESB, enda bæði siðprúð og heiðarleg og myndi aldrei hvetja til kosninga um skuldaklafa á þjóðina. Hún á ekki annað sameiginlegt með þeim skuldabræðrum en að hún veldur ekki embætti sínu.
Í leiðinni mætti hún fá Össur til að segja af sér. Og Steingrím. Og Árna Pál. Og ...
Hvetja Berlusconi til að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2011 | 23:17
Do you understand the Euro?
Hér er nokkuð sem Grikkir þurfa að kynna sér áður en þeir greiða atkvæði um hvort þeir eigi að halda evrunni eða henda henni. Portúgalar og Írar ættu að tékka á þessu líka.
Sketsinn um seðlaprentun var fyndinn hjá þeim Clarke og Dawe, en þessi er ennþá betri. Aftur er Clarke í hlutverki hagfræðingsins. Umræðuefnið er Evran, sem þeir flokka sem trúarbrögð!
Þetta er stutt, snjallt og fyndið.
DAWE: Do you understand the euro?
CLARKE: No, I'm an economist. No, you want religious questions, Bryan, you've gotta go and get somebody appropriately qualified. I'm an economist.
... og þetta er bara byrjunin. Góða skemmtun.
Staðfesti að evrusamstarfið sé undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2011 | 20:56
Lýðræðið sett í ruslflokk
2.11.2011 | 12:53
Lýðræði - δημοκρατία
1.11.2011 | 17:12
Nýr þjóðsöngur ESB
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.10.2011 | 23:02
Ástralskir háðfuglar fara á kostum
29.10.2011 | 15:26
Er Sigmundur Ernir enn á þingi?
29.10.2011 | 00:55
Leggjum niður ferðamannaiðnaðinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.10.2011 | 21:01
Nei sko, Frankenstein að hressast!
Evrópumál | Breytt 28.10.2011 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2011 | 23:19
Krónan féll en evran kolféll
26.10.2011 | 12:45
Vafningar og vogunarsjóðir - það er lausnin
25.10.2011 | 21:07
Það vantar fleiri stækkunarstjóra
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)