Kletturinn, Gylfi, evran og ankerið

KletturinnFyrir tveimur vikum líkti Gylfi Arnbjörnsson evrunni við "klett í hafinu". Í Evrulandi steyta nú jaðarríkin hvert af öðru á því hættulega blindskeri og hljóta af ómældan skaða. Hann var samt ekki að reyna að vera fyndinn.

Í gær bætti hann um betur.

Í ávarpi á þingi Starfsgreina- sambandsins kom hann aftur með klettinn. Fyrst sagði hann "krónan á sér ekki viðreisnar von" eins og Samfylkingarmenn eiga að segja og mærði síðan evru-klettinn og ESB eftir handriti flokksins. Ætli hann sé að búa sig undir prófkjör? 

Síðan hrökk þetta líka gullkorn af vörum hans:


Við eigum einfaldlega að nota aðild að Evrópusambandinu sem það ankeri sem við þurfum til þess að draga okkur upp úr þeim hjólförum sem við erum í.
 

Sko. Gylfi. Ankeri eru þung, alveg níðþung. Menn nota þau til sjós, kasta út ankerum svo skip reki ekki á meðan vélin er stopp. Það er ekki hægt "að draga sig upp úr hjólförum" með ankeri. Kannski meinti hann eitthvað annað en það sem hann sagði.

Að ganga í Evrópusambandið er einmitt eins og að stoppa vélarnar og láta þjóðarskútuna liggja við ankeri. Standa í stað. Senda svo fullveldið í land og sjá það aldrei aftur. Það er meiri þörf á að létta ankerum og koma vélinni í gang. Fá hjólin til að snúast, eins og það heitir.


mbl.is Samstaða mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er svona álitamál Haraldur hvort ekki sé hægt að nota akkeri til að færa skp til. Ef menn lenda í að setja út akkeri þar sem engin festa er, þarf oft að slaka út ansi langri keðju áður en akkerið festist. Síðan þarf að vinda þá keðju inn og draga skipið að akkerinu þegar kemur að því að létta akkerum.. En auðvitað er þetta bara orðhengilsháttur hjá Gylfa. Það er hann sem er eins og klettur. Á honum brotnar óánægja fólks, sem finnst ekki við hæfi að hafa hér pólitískan forseta ASÍ. Mann sem meira að segja fór í framboð fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk. Síðast þegar ég gáði þá var þáttaka í verkalýðsbaráttu ekki bundin við einn flokk og allra síst við hægri krata flokk eins og SF. En maður skilur heldur ekki allt sem frá ASÍ og Gylfa forseta kemur. Til dæmis get ég aldrei skilið undirlægjuhátt ASÍ gagnvart stjórnum lífeyrissjóðanna og þá atlögu sem þeir standa fyrir gegn skuldurum þessa lands

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.10.2011 kl. 13:24

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

.

.

.

Sviki' okkur grátt hann Gylfi,

get ég þess til, að þjóðin

sæi til þess, að sóðinn

svitnaði og hræddur skylfi.

Slíkt gerast kann

gjarnan, því hann

iðrast þarf ills hann Gylfi.

.

Munnsöfnuð ljótan má sá

mannleysugarmurinn hemja,

Löt var mörg landsins ótemja

lamin svo fast, að á sá.

Slíkt gerast kann,

Gylfi, með sann,

og þjóðin mun þig svo blása' á.

.

Jón Valur Jensson, 14.10.2011 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband