Rottugangur í Reykjavík

Þetta er gott viðtal. Mjög gott. Ekki aðeins skýr og afdráttarlaus svörin heldur einnig það álit sem fram kemur í spurningum fréttamanns. Viðtalið var birt í vikunni á Russia Today. Yfirskriftin er ekki "bailout" heldur "failout" af augljósum ástæðum.

Ef málflutningur Farage undanfarin 3-4 ár er skoðaður er það beinlínis pínlegt fyrir Evrópusambandið hvað hann hefur haft á réttu að standa. Baráttan gegn einni mynt fyrir mörg ólík ríki var ekki að ástæðulausu. Núna skilja loksins allir hvers vegna, nema Össur og fylgismenn hans.
 

Fréttamaður spyr hvort löngun ríkja til að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sé ekki eins og að „rottur stökkvi um borð í sökkvandi skip" (en ekki öfugt). Farage telur firruna skýrast af ákafa stjórnmálastéttarinnar sem vill tryggja sér vel launuð störf í Brussel.

Því miður er slíkur rottugangur í Reykjavík. Hann er að mestu bundinn við krata sem eru með evru-glýju í augum, sjá ekki gallana sem blasa við öllum og enn síður hættuna við að afsala sér sjálfræði í hendur manna sem setja nýtt Evrópumet í klúðri í hverjum mánuði.


mbl.is Allir kaflar opnaðir um mitt ár 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er aldeilis skemmtilegur lestur (eða hitt þó heldur)  Hann segir nákvæmlega það sem við nokkur hér höfum verið að reyna að benda á, fyrir daufum eyrum einangrunarsinna ESB hér á landi.  Takk fyrir að vekja athygli á þessu viðtali.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 17:43

2 Smámynd: Vendetta

Þessi sjónvarpsstöð í Moskvu, RT, hefur oft áður tekið Nigel Farage tali. Það er hressandi að hlusta á fréttamann sem spyr réttar spurningar sem gefa áhugaverðustu svörin. Rússar, alveg eins og allar aðrar evrópskar þjóðir utan evrulands auk Bandaríkjamanna, eru spenntir áhorfendur að þessum harmleik sem samrunasinnar hjá ESB hafa boðið upp á. Nema Össur og Jóhanna. Þau eru staurblind.

Sá er blindastur, sem ekki vill sjá.

Að vísu eru margir Íslendingar sem eru fylgjandi aðild einungis vegna þess að þeir líta á íslenzka stjórnmálamenn sem duglausa og spillta drullusokka. Það er sorglegt að ástandið skuli vera orðið svo slæmt. En þegar traustið til Alþingismanna er á núllpunkti, þá er lausnin ekki að stökkva af flekanum yfir í sökkvandi skipið (ESB), heldur að hreinsa út. Það sem heitir á ensku "Purge" eða "Clean Sweep". Með eftirfarandi kerfisbreytingu. En það krefst hugrekkis og samstöðu. Hefur einhver orðið var við þannig eiginleika nýlega hér á landi? 

Vendetta, 16.10.2011 kl. 23:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Því miður er afar lítið um samstöðu, hvað þá hugrekki, nokkrir einstaklingar hafa staðið í brjóstvörninni fyrir okkur, og fólk nennir ekki einu sinni að mæta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2011 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband