TÖFRALAUSN ER FUNDIN

Það þarf nákvæmlega sömu stafina til að rita orðin töfralausn og launastörf.*

Töfralausn á kreppu er ekki til. Síst af öllu felst hún í því að gefa fullveldið upp á bátinn og skríða inn í Evrópuríkið. Það er ekki "aðgerð í efnahagsmálum" eins og sumir vilja meina.

Leiðin út úr kreppu er gömul og vel þekkt: Að skapa atvinnu, nýta auðlindirnar, afla gjaldreyis og eyða ekki um efni fram. Lausnin er til og það þarf enga töfra.

Vissulega skekkir IceSave deilan myndina, en ef stjórnvöld vilja í alvöru að Ísland vinni sig út úr kreppunni á áherslan að vera á launastörf. Hætta leitinni að töfralausn sem aldrei finnst og gleyma Evrópusambandinu.

Athyglisverðast í viðtengdri frétt eru fyrsta og síðasta setningin:

Engar tölur eru fyrirliggjandi um áætlaða skuldabyrði vegna Icesave-samkomulagsins og verður leyndinni ekki aflétt fyrr en að lokunum fundum í efnahags- og skattanefnd og fjárlaganefnd á morgun.
og
Að því loknu hefst síðari umræða um mögulega aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

 
Þessi mál eru iðulega tvinnuð saman, ekki síst vegna aðkomu ESB að IceSave deilunni. Það er óskiljanlegt að umsókn um aðild Íslands að ESB sé á dagskrá Alþingis á sama tíma og IceSave deilan er óútkljáð.
ESB er beinn þátttakandi í þeirri deilu eins og alls ekki hlutlaus, eins og málsgögnin bera með sér.

 

*  Eins konar ps:
Þetta með töfralausn vs launastörf er fengið úr hinni frábæru krossgátu í Sunnudagsmogga. Mæli með henni fyrir þá sem hafa gaman af orðaleikjum, krossgátum og annarri hugarleikfimi.

 

 


mbl.is Leynd ekki aflétt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Stórsnjallt hjá þér Haraldur

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.7.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Elle_

Já, það virðist vera tenging þarna á milli Haraldur.  Og ætti eitt þó ekkert að koma hinu við. 

Elle_, 14.7.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband