6.8.2009 | 21:02
IceSave snýst um smáaura
Það sorglega við IceSave er að peningarnir sem um er að tefla eru bara smáaurar. Fyrir Breta, vel að merkja. En drápsklyfjar fyrir okkur. Meint skuld okkar við þá jafngildir því að t.d. Færeyingar skulduðu okkur 1,8 milljarða. Það leggur sig á sirka tvö afskrifuð kúlulán í Kaupþingi.
Ef við samþykkjum ríkisábyrgð brosa Bretar útí annað, koma við á pöbbnum á leiðinni heim og svo er málið gleymt. Alla vega þessi blessuðu pund. Eftir nokkrar vikur væri þetta bara fjarlæg minning um leiðindamál, sem gleymist. En við sætum eftir með óbærilegar skuldir og skert lífskjör næstu 3-4 áratugina.
Ef efnahagur Færeyja væri í rúst og þeir skulduðu okkur (að okkar mati, en ekki þeirra) 1,8 milljarða, myndum við þá ganga hart fram í innheimtu? Veifa umdeildri lagatúlkun okkar og krefjast vaxta? Tæplega.
Hvað er þá málið? Fyrir Breta, Hollendinga og ESB er þetta fyrst og fremst prinsippmál. Það bara hlýtur að vera.
Ekki veit ég hvort Ingibjörg Sólrún talaði af sér þegar hún sagði að ekki væri hægt að láta reyna á IceSave fyrir dómstólum. Það gæti stefnt bankarekstri í Frakklandi og Spáni í tvísýnu. Við gætum ekki valdið slíku óöryggi.
Er það ekki mergur málsins; það má ekki styggja Evrópusambandið? Fyrir þá er þetta prinsippmál, svo ekki skapist óvissa um tryggingakerfin í Evrópu. Það er kannski skiljanleg afstaða. Fyrir okkur er þetta spurning um lífskjör næstu áratugina. Og fólksflótta.
Það hlýtur að vera hægt að finna ásættanlega málamiðlun, nema menn séu búnir að semja af sér. Það getur ekki verið að það sé kappsmál fyrir Breta og Hollendinga að gera útaf við fámenna þjóð. Þeir hljóta að vera leita lausna en ekki hefnda.
Ef samningnum er hafnað, hvort sem er beint með því að segja nei, eða óbeint með því að setja afgerandi fyrirvara, þá eigum við ekki að óttast refsiaðgerðir. Því síður einangrun frá alþjóðasamfélaginu, eins og nú er í tísku að hóta. Við eigum að ganga útfrá því að í siðmenntuðum, vestrænum ríkjum sé leitað samninga, eftir reglum réttarríkisins. Bretar eru ekki villimenn og Hollendingar ekki heldur.
![]() |
Svigrúm til að setja skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2009 | 16:55
Í liði gegn þjóð sinni?
Í FRÉTTABLAÐINU í dag er athyglisverð grein eftir Þorvald Gylfason sem ber yfirskriftina og spurninguna "Í röngu liði?". Þar segir Þorvaldur meðal annars:
Ríkisstjórnin hefur ekki hirt um að marka sér skýra stöðu við hlið fólksins í landinu gegn ábyrgðarmönnum hrunsins.
Hún heldur áfram að hegða sér að ýmsu leyti eins og máttvana handbendi þeirra, sem lögðu bankana og efnahagslífið í rúst.
Það er athyglisvert að lesa ádrepu Þorvaldar og þá slöku einkunn sem hann gefur sitjandi ríkisstjórn. Ekki síst í ljósi þess að hann er sagður stuðningsmaður Samfylkingarinnar. Í lok greinarinnar segir:
Ef stjórnin teflir frá sér trausti fólksins, sýnist fullreynt, að stjórnmálastéttin er ófær um að leiða Ísland út úr ógöngunum, sem hún ásamt öðrum leiddi landið í.
Undirstrikanir eru mínar.
Í fyrri hluta greinarinnar fjallar Þorvaldur um "arfleifð gömlu bankanna" og helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, aðkomu viðskiptaráðs og ýmislegt fleira. Grein hans í heild má finna hér.
Það líta ekki allir fortíðina sömu augum. Ekki ætla ég mér að dæma um hvað er rétt um helmingaskiptin en bendi á færslu Halldórs Jónssonar (hér) til að fá annað sjónarhorn á málið.
Mér sýnist báðir þessir herramenn hafa nokkuð til síns máls.
5.8.2009 | 08:49
Klúðra fyrst og laga svo
"Þú tryggir ekki eftir á" er vel heppnað slagorð sem notað var af tryggingafélagi. Það er vel heppnað vegna þess að það sjá allir hvað það er rökrétt.
Nú ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að tryggja eftirá. Hún vill samþykkja ríkisábyrgð á IcaSave núna og sjá svo til. Taka svo kannski upp viðræður við Breta aftur seinna.
Það getur vel gerst seinna meir ef við teljum það heppilegt fyrir málstaðinn ... ég útiloka ekki að viðræður verði teknar upp að nýju síðar
Hvers vegna ekki að ganga frá málinu strax? Það veldur eflaust óþægindum að láta málið tefjast með tilheyrandi töfum á AGS prógramminu. En sá skaði er varla nema smámunir hjá þeim ósköpum sem óbreyttur IceSave samningur hefði í för með sér.
Það skyldi þó ekki vera að DV hafi haft eitthvað fyrir sér í frétt um að Bretar ætli að lækka IceSave reikninginn ef Ísland gengur í ESB? Er það planið? Að veifa lækkun framan í kjósendur til að fiska fleiri atkvæði með ESB aðild?
Frétt DV vakti ekki mikla athygli, líklega vegna þess hversu ótrúverðugt þetta er. En því miður þyrfti slíkur sóðaskapur ekki að koma á óvart þegar Samfylkingin er annars vegar. Ef rétt reynist, hvað sjá Bretar þá svona verðmætt við inngöngu Íslands í ESB? Ekki ætlar þeir að fella niður skuldir af góðvild einni saman.
Allt upp á borðið, sögðu þau. Hvernig væri það nú?
![]() |
Segir Ísland geta staðið við skuldbindingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 09:36
Knésetja menn eigin þjóð af ásetningi?
Ef stjórnmálamenn eru tilbúnir að knésetja þjóð sína, hvað er þá ótrúlegt við að bissnessmenn vilji knésetja eigið fyrirtæki? Fór Sjóvá "heiðarlega" á hausinn? Málsvörnin í viðtengdri frétt er ekki ýkja trúverðug.
Engum dylst að það er einlægur ásetningur Samfylkingarinnar að knésetja íslensku þjóðina. Hún berst fyrir hagsmunum Hollands, Bretlands og ESB með kjafti og klóm og bregst illa við ef einhver (Eva Joly) reynir að halda uppi málsvörn fyrir íslenska þjóð.
Hún hamrar á því að við verðum að taka á okkur drápsklyfjar vegna IceSave. Þá getum við tekið stórt lán hjá AGS, til að geta tekið mörg lán frá vinaþjóðum. Þá fyrst öðlist íslensk fyrirtæki lánstraust erlendis og geta tekið meiri lán. Öll er þessi rökleysa af blindri tjónkun við Brusselvaldið.
Er þetta ekki svipuð hundalógík og notuð var í útrásinni?
Það er auðveldara að losa sig við skuldir þegar búið er að keyra fyrirtæki í þrot. Rétt eins og það er auðveldara að blekkja þjóð til að skríða til Brussel þegar búið er að buga hana.
Þetta eru tvær veirur af sama stofni: ESB-blinda Samfylkingarinnar og siðblinda útrásarinnar.
![]() |
Knésetja menn eigin fyrirtæki af ásetningi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.7.2009 | 12:54
ÖSE og atkvæðavægið
Í skýrslu ÖSE um síðustu alþingiskosningar er aðallega fundið að því að vægi atkvæða sé mismunandi milli kjördæma á Íslandi. Bent er á að það séu tvöfalt fleiri kjósendur á bak við hvern þingmann í Suðvestur- en í Norðvesturkjördæmi.
ÖSE gefur Íslandi góða einkunn hvað varðar framkvæmd, umgjörð og vinnubrögð kosningayfirvalda, auk þess sem fjölmiðlum er lýst sem frjálsum.
Landið eitt kjördæmi
Það er ekki ný hugmynd að gera landið allt að einu kjördæmi. Þá væri misvægi atkvæða úr sögunni og hver flokkur með einn framboðslista. Þá hafa hugmyndir um persónukjör skotið upp kollinum reglulega. Stundum í bland við að gera landið að einu kjördæmi.
En hvað þá um ESB?
Væri ekki rökrétt að evrópska stofnunin ÖSE beitti sér líka fyrir jöfnun atkvæðisréttar innan ESB? Ef Ísland fer þangað inn fengjum við 5 þingmenn. Til að gæta jafnvægis þyrftu Þjóðverjar að kjósa 1.290 þingmenn, en þeir hafa nú 99 sæti á Evrópuþinginu. Annar möguleiki er að Ísland kjósi einn þingmann, annað hvert kjörtímabil, til að gæta jafnvægis.
Hér ber þó að nefna að við atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu er líka tekið tillit til íbúatölu. Sú leiðrétting dugir þó engan veginn til að tryggja að ekki sé farið útfyrir viðmið Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Samkvæmt því má misræmið alls ekki fara yfir 15%, nema í undantekningartilvikum "til varnar afmörkuðum minnihlutahópum".
Bara ef það hentar mér
Þeir sem vilja að Ísland verði eitt kjördæmi hljóta að fara með málið alla leið og krefjast þess að Evrópusambandið verði líka gert að einu kjördæmi, eða að fullt atkvæðajafnvægi verði tryggt á annan hátt. Við fengjum þá 0,064% þingsæta til samræmis við íbúatölu. Annað hvort vilja menn jafnt atkvæðavægi eða ekki. Annað hvort fylgja menn prinsippinu eða ekki. Það er ekki trúverðugt að gera kröfu sem á að gilda - en bara þegar það hentar okkur. Myndi það ekki kallast hugsjónir til heimabrúks?
Það sem ÖSE nefnir ekki um kosningar á Íslandi er að það eru atkvæði kjósenda í fjölmennu kjördæmunum sem ráða langmestu um úr hvaða flokkum landskjörnir þingmenn koma. Þannig var náð fram bættu atkvæðavægi milli flokka. Misvægi atkvæða gagnvart framboðum er því hverfandi, þó þingmenn komi úr "röngu" kjördæmi.
![]() |
Atkvæðavægi átalið af eftirlitsnefnd ÖSE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 12:56
Fylgishrun við "viðræður"
30.7.2009 | 12:14
Lítið að utan, stórt að innan.
29.7.2009 | 12:48
Svíar mega selja snus!
28.7.2009 | 12:57
Össur bullar og bullar
27.7.2009 | 16:18
Að giftast ódæðismanni
23.7.2009 | 16:39
Jafnvel kratarnir efast
22.7.2009 | 12:19
Brotlent í Brussel
20.7.2009 | 08:26
111. meðferð á þjóð
17.7.2009 | 16:35
Ó, þú margspælda fjöregg!
17.7.2009 | 12:37
Til hamingju með Nýja Ísland
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)