UNDIRMÁLSLÁN - alveg óborganlegt

Íslendingum "stendur til boða" risavaxið myntkörfulán með eigin ríkisábyrgð. Skuldbindingu sem aldrei er hægt að standa undir, sama hvernig ráðherrar reyna að reikna í sig kjark. Það yrði stórasta undirmálslán í heimi. En hvað gerist ef ríkisábyrgð vegna IceSave samninga er hafnað?

Það þýðir ekki að Ísland neiti að borga
Það þýðir ekki að Ísland neiti að semja

Menn óttast meiriháttar erfiðleika ef við segjum nei. Það er ekki flókið að kynda undir hræðslu eftir þá kúgunartilburði sem Bretar hafa sýnt, með ESB sem bakhjarl í pólitísku ofbeldi. En ég fullyrði þó að gífuryrði um refsiaðgerðir og "algjöra einangrun" eigi ekki við rök að styðjast. Það er eins og stjórnvöldum sé mikið í mun að standa gegn þjóð sinni og hræða hana til Kúbu.

Útgangspunkturinn hlýtur að vera: Hvað getum við greitt?

OkurlánariTil hvers að semja um eitthvað sem fyrirfram er vitað að ekki verður hægt að standa undir? Það er ekki heiðarlegt. Slík undirmálslán eru rót heimskreppunnar.

Miklu heiðarlegra er að segja við Breta og Hollendinga "Við viljum standa við allar okkar skuldbindingar að lögum, en því miður, þetta getum við ekki". Leggja svo til að samið verði aftur.

Það er farsælast að semja og skýra þá réttarstöðuna í leiðinni. Þann samning sem Íslendingar hafa sett stafina sína undir er aldrei hægt að réttlæta. Minnisblöð og þvingaðar viljayfirlýsingar fyrri ríkisstjórna breyta engu þar um.

Þó forsendur í fyrri færslu (sjá hér) séu "vægar" er útkoman samt sú að það er algjörlega útilokað að Ísland geti staðið undir afborgunum. Með samþykkt ríkisábyrgðar er verið að dæma íslensku þjóðina til þrenginga og jafnvel fátæktar næstu 20-30 árin. Lengur ef fólksflótti verður mikill.

Þessi IceSave samningur er óborganlegur, en því miður ekki í hinni hefðbundnu jákvæðu merkingu þess orðs.


Skaðleg flokkspólitík?

Það er eitt í þessu dæmi öllu sem ástæða er til að óttast. Það er flokkspólitíkin. Í umræðunni hafa menn skipst með og á móti ríkisábyrgð nokkurn veginn eftir flokkslínum. Það væri skelfilegt ef við sætum uppi með sligandi drápsklyfjar af því að einhverjir þingmenn ákváðu að greiða atkvæði með flokknum sínum en ekki með þjóðinni. Af því að flokkurinn þurfti að líta vel út. Og þjóðin tapar.

 


mbl.is Getum staðið við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

100% sammála. Mjög mikilvægt finnst mér að við skrifum ekki upp á neitt með ótilgreindum tímamörkum. Sumir nefna 1% af þjóðarframleiðsu, aðrir 2%, en í hvorugu tilfellinu er tilgreint til hversu langs tíma.

Haraldur Baldursson, 29.6.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Svo er vert að benda á prýðisgóða samantekt Vefþjóðviljans um Icesave.

Haraldur Baldursson, 29.6.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband