Lýðræðið sett í ruslflokk

  
Hver sá sem ber veigamikil mál undir þjóðaratkvæði er ógn við Evrópu.

Þetta eru skilaboðin frá mörkuðunum og evrópskum stjórnmálamönnum. Merkozy nær ekki upp í nef sér, Barroso hefur í hótunum og Rompuy vill halda fund. Nýjasti björgunarpakkinn entist ekki nema í tvo daga.

barrel


Ástæðan: Forsætisráðherra Grikklands ákvað að bera undir þjóð sína stórmál sem varðar stöðu hennar, framtíð og möguleika.

Leiðtogar ESB ríkja lýsa því sem hryllingi ef einn úr þeirra hópi segir orðið „atkvæðagreiðsla" upphátt! Óttinn við lýðræðið mun yfirtaka G20 fundinn sem byrjar á morgun. Obama verður að sætta sig við aukahlutverk, sem verður ný reynsla fyrir forseta Bandaríkjanna.


mbl.is Grikkir kjósa um aðild að evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Það talsvert athyglisvert að hér á landi er nákvæmlega sama skoðun meðal ESB sinna.   Menn óttast lýðræðið, vilja ekki atkvæðagreiðslur (sbr. það það hvað margir úr þeim hópi börðust gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave).  Hér á landi vilja menn sem aðhyllast ESB rýra völd forseta.   Það er ekki björt framtíð fyrir okkur og börnin okkar að verið sé að setja lýðræði í ruslflokk og hafa skoðanir almennings að engu.

Jón Óskarsson, 3.11.2011 kl. 09:19

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka þér innlitið.

Nákvæmlega. Ær og kýr aðildarsinna er að afbaka sannleikann og sniðganga lýðræðið. Og tala svo helst um inngöngu eins og hún snúist um vexti af íbúðarlánum og danskar kjúklingabringur!

Haraldur Hansson, 3.11.2011 kl. 20:53

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Nákvæmlega Haraldur.  Ég hef ekki ennþá séð "sönnun" þess að vextir lækki, né að vöruverð hér lækki, enda kýs ég frekar að kaupa "sennilega" ómenguð íslensk matvæli sem framleidd eru undir ströngustu kröfum sem þekkjast í heminum en einhverja "mengaða" verksmiðjuframleiðslu erlendis frá.

Jón Óskarsson, 5.11.2011 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband