Það vantar fleiri stækkunarstjóra

Einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum er portúgalski maóistinn með stórveldisdraumana, José Manuel Barroso. Hann er einn valdamesti maður Evrópu þótt þegnarnir hafi aldrei kosið hann. Nokkrir leiðtogar útnefndu hann á lokuðum fundi.

barrosoÞað er í takt við stórveldisdraumana að núna vill hann stækka Schengen svæðið.

Nýlega fengum við Stefan Fuhle í heimsókn, en hann er í fullu starfi hjá Barroso við að stækka ESB. Hann er sjálfur útþenslukommissar Evrópuríkisins. Króatía, Makedónía, Svartfjallaland og Serbía eru kandídatar, auk Íslands. Albanía er í startholunum og Trykland er eilífðarumsækjandi.

Svo þarf að stækka Evruland. Það eru "ekki nema" 17 ríki með töframyntina evru. Það þarf helst að ráða annan útþenslukommissar til að stækka Evruland. Það er ótækt að sumir gefi eftir enn meira fullveldi en aðrir.

Í kjölfarið þarf Barroso að ráða þriðja kommissarinn til að stækka Schengen svo hægt sé að ferðast um allt heimsveldið hans án vegabréfs.

Danir voru ekki hrifnir af því hvernig vondir menn misnotuðu eftirlitslaus landamæri; smygluðu þýfi og eiturlyfjum og stunduðu mansal. Glæpagengi nýttu sér þetta af ósvífni og komust vandræðalaust inn í Danaveldi. Barroso hefur litlar áhyggjur af því, það sem mestu máli skiptir er að stækka. Og stækka.

Þörfin fyrir að stækka getur falið í sér hættur. Eins og raunin var í Sovét.


mbl.is Stækkun Schengen sanngirnismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu hvernig þýski forsetinn er kosinn?

Veistu hver kýs í (Bundesrat) "efra" þing Bundestag í Þýskalandi?

Veistu úr hvaða flokki Baroso kemur? 

Eru Danir enn með landamæraeftirlit og veistu hvernig landamæraeftirlitið var  (er) útfært? 

Stefán (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 21:22

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka þér innlitið Stefán.

Já, ég veit svörin, nema þetta með hvernig þýski forsetinn er kosinn. Hef ekki sett mig inn í það, enda er það ekki eiginlegt valdaembætti.

Og hvað? Ég átta mig ekki á þessu innleggi eða tilganginum með spurningum þínum.

Haraldur Hansson, 25.10.2011 kl. 22:26

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Haraldur. Þetta er nú meiri hömlulausa stækkunarfíknin hjá þessu löglausa apparati, sem er yfirfullt af ræningja-bönkum og tilheyrandi meðlæti á bak við svörtu tjöldin. Það vantar ekki að reynt sé að halda á lofti kostum þess sem er framan við leiktjöldin, en á bakvið er spillingin þeim mun meiri.

Út á þetta ganga veiðar þeirra veiðistjóra(stækkunarstjóra) á þjóðum í hernaðar-einræðisríkið ESB. Og fólk/þjóðir bíta á agnið, án þess að nota eðlilega og gagnrýna hugsun, fyrr en kannski núna. Skólakerfi vesturlanda hefur stundað heilaþvott í marga áratugi, með þeim afleiðingum að fólk kann ekki að nota gagnrýna og sjálfstæða hugsun, eða þorir því ekki. Lærð ósjálfbjarga-hegðun sem hentar vel fyrir stjórnendur, og er stundum kallað að hegða sér á "siðmenntaðan" hátt.

Þetta gengur ekki svona lengur, og ESB-stjórarnir(veiðimennirnir) eru að byrja að átta sig á, að ESB-friðardæmið hervædda og einráða gengur ekki upp. Fólkið í löndunum hafnar því að vera þrælar embættis-klíku-bankanna, og það lætur ekki kúga sig til þess, því það er ekkert líf að vera þræll banka allt lífið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.10.2011 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband