Spillingin á lögheimili í Brussel

Það var óheppileg tilviljun þegar skipafélag gríska milljarðamæringsins Spiro Latsis fékk €10,3 milljónir í styrk frá ESB, mánuði eftir að forsetinn José Barroso eyddi vikufríi á lúxussnekkju í eigu Latsis. Svona óheppni getur sáð fræjum tortryggni.

Nú ætlar Jóhanna til Brussel í vikunna að ræða við báða forseta ESB. Efni fundanna er ekki gefið upp, en lýðræði, opin stjórnsýsla, fagleg spilling og gjaldmiðill í öndunarvél eru líkleg fundarefni. 

"Það er bara misskilningur að það sé einhver spilling í Evrópusambandinu, þar gilda reglur sem farið er eftir" sagði mér maður sem vill ganga í ESB gagngert til að draga úr spillingu og uppræta klíkuskap.

berlusconi_scandalÞað hlýtur þá að vera uppspuni að Ítalíu sé að hálfu stjórnað af félagi sem heitir Mafía og að hálfu af siðblindum Berlusconi  sem kaupir sér samkvæmisleiki með stúlkum (sem sumar hafa náð lögaldri).

Það er ábyggilega tilbúningur að forseti Frakklands hafi skipað ungan son sinn í hálaunastarf. Eða að breskir þingmenn hafi þurft að segja af sér fyrir peningasukk og þrír endað í fangelsi.

Þessar fréttir úr Evrópu hljóta allar að vera skáldskapur gulu pressunar. Strauss-Kahn er ekki einu sinni í framboði lengur í Frans. 

Þeir sem segja að spillingin blómstri í Grikklandi eftir 30 ára veru í ESB og að Búlgarar upp til hópa bjóði atkvæði sitt til sölu eru að fara með ósannindi. 

Allar þessar fréttir eru svona rangar af því að blaðamenn skilja ekki inntak vandaðrar spillingar. Forsetarnir munu fullvissa Jóhönnu um að spilltir pólitíkusar á Íslandi séu eins og meinlaus kaupfélagsklíka í samanburði við fagmennina ytra og verði að ganga í ESB til að læra til verka. 

Í Brussel, þar sem spillingin á lögheimili, er allt eins og það á að vera því "þar gilda reglur sem farið er eftir". Spillingin eftir reglum elítunnar er vönduð og vænleg, enda blasir árangurinn hvarvetna við.


mbl.is Jóhanna fundar í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 17:28

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég ætti kannski að senda henni bókina Brussels Laid Bare eftir kynsystur hennar Matra Andreasen, sem lýsir ógeðinu þarna prýðisvel. Marta er þingmaður á Evrópuþinginu.

Æ, nei...Jóhanna kann ekki ensku, svo hún getur ekki kynnt sér þetta.  

Það væri gustuk að fá hingað fyrirlesara frá sambandi skattgreiðenda í UK, sem hafa gefið út nokkrar bækur um efnið. Hvað segir Egill Helga um að fá David nokkurn Craig og Matthrw Elliot í viðtal, en þeir hafa einmitt sett saman einhver rit um þetta málefni.

Ég er nokkuð viss um að Jóhanna vill ekki heyra hvað þeir hafa fram að færa.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 17:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri ef til vill hægt að breyta bókinni í myndaseríu fyrir hana

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 17:46

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Spillingin er svo rótgróin í stjórnsýslu EU að það er enginn leið að vefja ofan af henni, því allt eftirlitskerfið og dómsvaldið er gegnsýrt af þessari spillingu líka. Fólk sem hefur flett ofan af þessu og talað við fjölmiðla er gert ærulaust og þeir sem eru staðnir að glæpum eru fluttir til í önnur og jafnvel betur launuð embætti.

Það er rétt að minna á að ekki hefur tekist að fá uppáskrift endurskoðenda á reikningum sambandsins í þau 16 ár sem endurskoðun hefur verið lögbundin (raunar aldrei).  Hvað segir það okkur?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 17:49

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu hvað koma einstök lönd í Evrópu ESB við? Auðvita eru það margar gjörðir sem eru vafasamar en viðkomandi lönd eiga það við þau sjálf. Hvernig er með Ísland. Það hlýtur að vera vitleysa ef að Ísland er svona fullkomið að útvöldum hafi hér verið gefnir bankar þjóðarinnar fyrir 8 árum. Að sonur forsætisráðherra var gerður að dómara þvert á álit þeirra sem gáfu álit. Frændi hans gerður að Hæstaréttardómara. Að forstætisráðherra væri gerður að Seðlabankastjóra. Vinur hans að prófessor í Háskóla og svo framvegis. Minni á að ESB verður aldrei að einu ríki. Þar eru 27 ríki og þar eru örugglega ýmis vafasöm mál í gangi. það eru t.d. maffíur í Eystrasaltslöndum sem nú þegar tengja anga sína hingað.  Minni á að rekstrarkostnaður ESB í Brussel er og þykir ekki hár. Megnð af peningum sem fara til ESB ganga þaðan út til þjóðanna aftur í formi styrkja.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.11.2011 kl. 22:01

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Ávarpið sem JSR bendir á er algjör klassík.

Magnús Helgi: Ef einhver trúir því að innganga í ESB sé lækning við spillingu og klíkuskap er það kjánaleg óskhyggja. Um það er færslan. Spillingin á Ítalíu eftir hálfrar aldar þátttöku í "Evrópuverkefninu" ætti þá að vera löngu horfin en hefur sjaldan verið meiri.

Haraldur Hansson, 6.11.2011 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband