Er Sigmundur Ernir enn á þingi?

Það er nýbúið að "bjarga" evrunni með eldvegg og uppgíruðum neyðarsjóði. Varla var búið að skrifa undir þegar Kýpur, eitt héraðið í Evrulandi, var lækkað í einkunn. Var ekkert að marka þetta?

Þegar maður les um svona ekkert-að-marka fréttir kemur Sigmundur Ernir upp í hugann. Þegar forsetinn vísaði Icesave III til þjóðarinnar sagði þingmaðurinn að þar með myndi forsetinn annað hvort fella vinstri stjórninna eða verða "sá forseti í sögu lýðveldisins sem fyrstur þarf að segja af sér embætti".

Já, þetta sagði fréttaþulurinn sem breyttist í þingmann á einu augabragði. Á einu augabragði. Hann var sigurviss í stríði Samfylkingarinnar gegn þjóðinni, enda sýndu kannanir þá að Icesave hákarlinn hefði skilað þeim 60% óttafylgi. Og SER bætti við:

  
Verði Icesave-lögin samþykkt í [þjóðaratkvæði], er forsetanum varla sætt lengur. Verði Icesave-lögunum hafnað, er ríkisstjórninni varla sætt lengur.
  


En það var ekkert að marka Sigmund Erni frekar en björgunarsjóð ESB. Íslenska þjóðin vann afgerandi sigur á Samfylkingunni í þjóðaratkvæði, en fréttaþulurinn gleymdi prinsippmálinu á einu augabragði. Á einu augabragði.

Enn hefur hann ekki krafist þess að stjórnin víki. Hann hefur ekki stigið til hliðar sjálfur. Og hann heldur áfram að styðja stjórnina sem er "varla sætt lengur".

Löskuð evran á örugglega vísan stuðning hans, þar sem hún liggur á gjörgæslu í Frankfurt og bíður eftir súrefnisgrímu frá Kína. Eru ekki góðir golfvellir á Kýpur?


mbl.is Lánshæfiseinkunn Kýpur lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og hann hefur sníst 360 gráður hvað eftir annað í þessu máli og það á einu augabragði.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 15:51

2 identicon

Hann sendi lika út mjög harðorða yfirlýsingu í fyrra þar sem hann sagðist leggja af stuðning við stjórnina ef ekki yrði viðsnúningur í atvinnumálum innan fárra vikna. Síðan eru liðnar hátt í 60 vikur. Sennilega eru það fáar vikur og allir vita hvernig síðustu fréttir af atvinnuuppbyggingu í kjördæmi þingmannsins hafa verið.

hey (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 17:03

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann hefur sennilega sætt sig við 360 gráðu viðsnúning og ekkert minna og því situr hann enn.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 17:20

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Látið ekki sona hann er örugglega í einhverju rauðvínssulli með Guðmundi Steingríms um nýtt ESB framboð í boði Össurar. Allt slíkt tekur rosa tíma, enda sést að Guðmundur er aðframkominn af þreytu og áhugaleysi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 18:36

5 identicon

Heldur óheppinn í orðavali sé tillit tekið til stöðunnar núna!

 Kv.

Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 12:51

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2011 kl. 15:24

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég dáist að þér Jón Steinar hvað þú ert fundvís á frábærar myndir sem segja okkur meira en allt bullið í Steingrími og Jóhönnu og có til samans.  Og sett fram á skiljanlegu máli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 16:02

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Myndbandið sem JSR bendir á er ógnvænlegt. Í næstu færslu setti ég inn myndband sem er snjallt og bráðfyndið þó það fjalli um efni sem má líka telja ógnvænlegt.

Haraldur Hansson, 31.10.2011 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband